Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 26
Öll aðsóknarmet voru slegin íBorgarleikhúsinu í síðustu viku þegar tæplega 5.500 manns lögðu leið sína í húsið frá þriðju- degi til sunnudagskvölds. Alls voru sextán viðburðir sýndir á þremur sviðum í húsinu á þessum dögum og þar af voru fjórar sýn- ingar á söngleiknum Chicago en sú sýning hefur gengið ákaflega vel. Sýningarnar eru orðnar þrjá- tíu og áhorfendafjöldinn nálgast 16.000. Aðrar sýningar á fjölum Borg- arleikhússins þessa dagana eru Lína Langsokkur, sem hefur verið sýnd 56 sinnum fyrir 29.000 áhorfendur sem jafngildir því að tíundi hver íbúi á Íslandi sé búinn að sjá sýninguna, Sporvagninn Girnd, Sekt er kennd, Draugalest og kabarettinn Paris at night. Í síðustu viku voru einnig fjórar sýningar á vegum dansskóla Eddu Scheving og Jassballettskóla Báru í Borgarleikhúsinu. Sýning- um á söngleiknum Grease fer að ljúka og eru síðustu sýningar á dagskrá í apríl. Um helgina lauk sýningum Ís- lenska dansflokksins á Lúnu og sömuleiðis tónleikaröðinn 15:15 á vegum Caput-hópsins. Næsta frumsýning á nýja sviði Borgarleikhússins verður 5. maí, það er Belgíska Kongó, nýtt verk eftir Braga Ólafsson. 13. maí verð- ur Don Kíkóti frumsýndur á stóra sviði og fer Halldóra Geirharðs- dóttir með titilhlutverkið þar. Leikarar og annað starfsfólk fá hins vegar smá ráðrúm til að blása úr nös eftir þessa miklu törn en leikhúsið er lokað frá 9.–12. apríl vegna páskaleyfis. ■ 18 6. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Afmæli ■ Jarðarfarir Svala Thorlacius lögfræðingur er 62 ára. Vigfús Þór Árnason prestur er 58 ára. Kári Stefánsson er 55 ára. Valþór Hlöðversson blaðamaður er 52 ára. Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur er 49 ára. Leikhús BORGARLEIKHÚSIÐ ■ Í síðustu viku lögðu um 5.500 manns leið sína í húsið. Það er nýtt aðsóknar- met. Það verður ekki mikið gert úrþessu,“ segir Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs hjá RÚV, sem er 52 ára í dag. Hann stórefast um að fólk muni eftir þessu í vinnunni og því verði ekk- ert gert úr afmælinu hans þar. Heima hjá sér segir hann að af- mælum sé tekið eins og hverju öðru. „Þetta gerist jú einu sinni á ári hjá hverjum.“ Eftirminnilegasta afmæli Boga er fimmtugsafmælið, þegar þau hjónin fóru ásamt dætrum sínum á táningsaldri til New York. „Þetta var afskaplega gaman og það var mjög áhrifamikið að koma þarna, þar sem þetta var ekki rosalega löngu eftir hryðjuverka- árásirnar.“ Þrátt fyrir tíðar fregnir af fjár- hagsvanda Ríkisútvarpsins lítur Bogi fram á bjartari tíma. „Auð- vitað hafa tímarnir að undanförnu verið dálítið erfiðir, þar sem við höfum horft fram á samdrátt og endurskipulagningu. Þetta lítur betur út núna eftir að afnotagjöld- in hækkuðu. Samt sem áður erum við núna að reka fyrirtækið fyrir minna fé en fyrir tíu árum.“ Þangað til um síðustu mán- aðamót voru fréttastofur Sjón- varpsins og Stöðvar 2 í sam- keppni um áhorfendur, þar til Stöð 2 færði sinn fréttatíma til 18.30. „Við erum mjög fegin að vera núna ein á klukkan 19. Ég held að það sé líka almennt að fólk sem hefur áhuga á fréttum sé mjög ánægt að geta náð báð- um fréttatímum.“ Áður en Bogi varð fréttastjóri var hann aðallega í erlendum fréttum en með stjórnunarskyld- um sínum gefast honum fá tæki- færi til að fara og afla frétta sjálfur. Hann man þó eftir mörg- um eftirminnilegum málum frá fyrri tíð. „Ég var að dekka morð- ið á Ólaf Palme, þegar hann var myrtur fyrir átján árum. Þá var ég staðsettur í Kaupmannahöfn en var sendur með fyrstu ferð til Stokkhólms. Þá var mjög sérstök stemning í Stokkhólmi. Maður man líka eftir mistökum sínum, eins og þegar ég stóð fyrir fram- an Berlínarmúrinn 13. ágúst 1986 þegar 25 ár voru liðin frá því hann var reistur. Þá horfði ég einbeittur í myndavélina og sagði að það væri ekkert sem benti til þess að hann myndi ekki standa hér í önnur 25 ár. Síðan þá hef ég reynt að vera ekki með getgátur,“ segir hann að lokum, kátur. ■ Afmæli BOGI ÁGÚSTSSON ER 52 ÁRA ■ Hélt upp á fimmtugsafmælið í New York. BILLY DEE WILLIAMS Þessi leikari, sem er langþekktastur sem Lando Calrissian í Stjörnustríðsmyndunum, er 67 ára í dag. 6. apríl Rithöfundurinn Oscar Wildevar handtekinn á þessum degi árið 1895 eftir að hann tap- að meiðyrðamáli gegn mark- greifanum af Queensberry, föð- ur Alfreðs Douglas sem var elskhugi rithöfundarins. Wilde og Douglas byrjuðu að vera saman árið 1891, mark- greifanum til ómældrar ar- mæðu og gremju, en hann brást við með því að úthrópa Wilde sem homma. Wilde vildi ekki sitja undir því og stefndi mark- greifanum fyrir meiðyrði. Sú málsókn reyndist hið mesta feigðarflan og hann tapaði mál- inu þar sem réttinum þótti ljóst að ýmis sönnunargögn renndu stoðum undir ásakanir mark- greifans. Samkynhneigð var flokkuð sem glæpur í Bretlandi á þess- um árum og Wilde var því hand- tekinn, fundinn sekur og dæmd- ur í tveggja ára erfiðisvinnu. Wilde var vel þekktur rithöf- undur og hafði skrifað nokkur leikrit sem nutu mikilla vin- sælda, meðal annars The Import- ance of Being Earnest, og gaf út sína einu skáldsögu, Myndin af Dorian Gray, árið 1890. Hann var fæddur á Írlandi en fluttist til Englands og var við nám í Oxford en þaðan útskrif- aðist hann með láði árið 1878. Wilde var heilmikið og eftirsótt samkvæmisljón, pjattaður og fínn með sig, svokallaður „dandy“. ■ ■ Þetta gerðist 1896 Fyrstu Ólympíuleikar samtímans eru haldnir í Aþenu á Grikklandi. 1909 Robert Peary og Matthew H. Henson verða fyrstu mennirnir til að komast á Norðurpólinn. 1917 Bandaríkjaþing samþykkir stríðs- yfirlýsingu á hendur Þýskalandi og þar með hefst þátttaka Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrj- öldinni. 1985 William Schroeder verður fyrsti gervihjartaþeginn til að útskrifast af spítala og lifa eðlilegu lífi. 1991 Írakar fallast á skilyrði Samein- uðu þjóðanna og þar með lýkur Persaflóastríðinu. 1992 Vísindaskáldsagnahöfundurinn Isaac Asimov deyr af völdum nýrnabilunnar 72 ára að aldri. 1994 Forsetar Afríkuþjóðanna Rúanda og Búrúndí farast í flugslysi. 1998 Kántrísöngkonan Tammy Wyn- ette deyr í Nashville, 55 ára gömul. 2000 Faðir kúbanska drengsins Elian Gonzalez kemur til Bandaríkj- anna til þess að fá drenginn framseldan til Kúbu. OSCAR WILDE Þegar hann losnaði úr fanglesi flúði hann til Parísar og þangað heimsóttu tryggir vin- ir hans skáldið. Þar byrjaði hann að skrifa verk sem hann byggði á hremmingum sín- um í fangelsinu en hann lést árið 1900. OSCAR WILDE ■ Tapaði meiðyrðamáli gegn föður ástmanns síns og endaði í fangelsi fyrir það að vera hommi. 6. apríl 1895 Fall Múrsins batt enda á getgátur 10.30 Ragnheiður Jónsdóttir, (Deddna í Dal), verður jarðsungin frá Garðakirkju á Álftanesi. 10.30 Sigríður Halldórsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík, áður Framnesvegi 7, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni. 13.30 Erlendur Ó. Jónsson skipstjóri, Austurströnd 8, áður Neshaga 13, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. 13.30 Karl Rósinbergsson, Ránarbraut 1, Skagaströnd, verður jarðsung- inn frá Langholtskirkju. 13.30 Lára Jónsdóttir, Kringlumýri 29, Akureyri, verður jarðsungin frá Ak- ureyrarkirkju. 14.00 Sigrún Vigdís Áskelsdóttir frá Bassastöðum, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsungin frá Akranes- kirkju. 15.00 Guðmundur Ólafsson, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði, verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. 15.00 Guðríður Jóhanna Jóhannsdótt- ir, Hraunbergi, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. Oscar Wilde handtekinn fyrir samkynhneigð BOGI ÁGÚSTSSON Hann spáði því íbygginn í Sjónvarp- inu að Berlínarmúrinn myndi að minnsta kosti standa til 2011. Hann hefur reynt að halda sig frá getgátum síðan. Margrét Árnadóttir hjúkrunarfræðingur, Vallarási 4, Reykjavík, lést föstudaginn 2. apríl. ■ Andlát Hvað vildir þú heita ef... „Ég hef alltaf verið ánægður með þetta Steinsnafn en var lengi vel ekki alveg eins viss með Ármanns- nafnið. Hins vegar langaði mig lengi til að taka upp ættarnafn og vera Tyman, Steinn Tyman. Ég hef alltaf verið hrifinn af því nafni sem er dregið af því að ég var í forsæti fyrir Tevinafélagið Eyjólf í Flens- borg í gamla daga og það var Ótt- arr Proppé sem byrjaði að kalla mig Teaman en ég breytti hins veg- ar stafsetningunni sjálfur. Ég kall- aði mig þetta á tímabili og kvittaði alltaf sem Steinn Tyman. Þetta nafn hefði komið mjög vel út á syni mínum, þeim eldri, hann heitir Tumi og hefði þá verið Tumi Tym- an, kóngur næturlífsins. Ég er svo sem ekki búinn að gefa þetta upp á bátinn og ef kallið kemur einhvern tíma frá Hollywood þá mun ég hik- laust taka þetta nafn upp aftur“. Steinn Ármann Magnússon leikari Straumurinn liggur í Borgarleikhúsið CHICAGO Steinunn Ólína og félagar í Chicago trekkja að en nú hafa um 16.000 manns séð söngleikinn í Borgarleikhúsinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.