Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 6. apríl 2004 Ámorgun verður það ljóst hvortgömlu rokkhundarnir í Deep Purple haldi aukatónleika hér á landi eður ei. Einar Bárðarson hjá tónleikafyrirtækinu Concert seg- ist finna fyrir miklum áhuga á aukatónleikum þar sem hann hafi fengið marga tölvupósta frá fólki sem ekki náði í miða. Einar hefur sent fyrirspurn út og verið er að athuga hvort liðs- menn treysti sér til þess að leika á tveimur tónleikum. 5.300 miðar seldust á innan við klukkutíma þegar þeir fóru í sölu fyrir helgi og segir Einar þau við- brögð hafa jafnvel komið hörð- ustu aðdáendum sveitarinnar í opna skjöldu. Um þúsund manns var vísað frá miðasölunni á Hard Rock á föstudag, eftir að miðar kláruðust. Verði aukatónleikar er líklegt að þeir verði í Laugardalshöll 23. eða 25. júní. ■ Reynt við aukatónleika DEEP PURPLE Viðbrögðin við komu Deep Purple hafa verið ótrúleg. Fiskur og ljóð Birna Þórðardóttir mun mæta íFiskbúðina, Freyjugötu 1, klukkan fjögur í dag til þess að árita og lesa upp úr ljóðabók sinni Birna/BIRNA fram til kl. sex. Ljóðabókin kom út á fimmtugs- afmælisdegi Birnu, þann 26. febr- úar, og er þetta fyrsta ljóðabók hennar. „Ég hef ekki einu sinni birt ljóð í Lesbók Morgunblaðs- ins,“ sagði Birna við Fréttablaðið þegar bókin kom út, en í henni má finna ástarljóð af öllu tagi. Það eru kannski ekki margir sem telja ljóð tilvalin í soðið en Birna segir bara að það sé tilvalið að njóta ljóða- lesturs um leið og náð er í hinn daglega fisk, enda fátt þjóðlegra en fiskur og ljóð. Hver veit nema þetta leiði til þess að viðskiptavin- ir Fiskbúðarinnar gangi þaðan á braut, rómantískari í lund en þeg- ar inn var komið með uppskriftina að ástinni í farteskinu. ■ BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR Fátt er þjóðlegra en fiskur og ljóð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.