Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 19
Álag í daglegu lífi, umhverfis- mengun og óskilvirkt mataræði eru einungis hluti ástæðna upp- söfnunar eiturefna í líkama nú- tímamanneskjunnar. Meðal þeirra aðferða sem nýta má við losun eiturefna sem safnast upp í líkamanum og geta valdið ex- emi, húðútbrotum og liðverkj- um er vatnshreinsimeðferð í formi fótabaða. „Um líkama okkar allra leika rafboð,“ segir Hans R. Þór, sölustjóri Aqua Detox hjá Kaupseli, en fyrirtæk- ið hefur nýlega hafið innflutning á jónatækjum, sem afeitra lík- amann og eiga að örva blóðrás og lengja líftíma fruma líkam- ans. Í tækið góða er sett vatn ásamt smávægilegu salti. Þá er vægum rafstraumi hleypt á vatnið (2 amper) og leikur straumurinn um fæturna. „Í raun eru þetta rafbylgjur, sem flæða rólega um líkamann og örva frumurnar. Rafstraumurinn hefur áhrif á taugaenda og frumur líkamans, en í líkama okkar allra safnast upp málmar og fleiri óæskileg efni gegnum fæðu og fleiri inntökuefni. Við þetta myndast ójafnvægi í raf- boðum frumanna. Með því að örva frumur með jónarafboðum er þeim aftur gert kleift að ná jafnvægi, vinna á skilvirkan hátt og losna við uppsöfnuð eitur- efni. Í hverjum fæti eru yfir tvö þúsund svitaholur, sem losa lík- amann við hluta eiturefna. Aqua Detox örvar einfaldlega eðlilega starfsemi líkamans og stuðlar að heilbrigðu jafnvægi. Blóðrás mín hefur til að mynda aldrei starfað betur.“ Þriðjudagur 6. apríl 2004 3 Umboðsaðili: Ýmus ehf. Arnheiður Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur B.Sc IBCLC Sími 564-3607 Fax 5643608 ymus@islandia.is www.saat-corp.com www.ymus.is Hitamælir sem sýnir örugga mælingu án þess að snerta barnið / einstaklinginn! NoTouch Hitamælir Útsölustaðir: Lyfja, Plúsapótek, Lyfjaval í Mjóddog Móðurást, Kópavogi Skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna: Vítamínskortur hrjáir heiminn Þriðjungur jarðarbúa þjáist af vítamín- og/eða steinefnaskorti. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef. Í henni er haldið fram að viðleitni manna til að minnka fátækt, barnadauða og efla mæðravernd velti að hluta á því að auka aðgengi að lífsnauðsynlegum vítamínum og steinefnum. Skortur á þessum efnum á fósturskeiði og í bernsku getur leitt af sér ýmis vandamál, allt frá lækkaðri greindarvísitölu til skertrar starfsemi ónæmiskerfisins. Sem dæmi má nefna að joðskortur er talinn orsaka skerta greind hjá 20 milljónum barna á ári og A-vítamínskortur er talinn valda dauða um einnar milljónar barna á ári, vegna áhrifa á ónæmiskerfið. Þau lönd sem koma verst út úr fyrrgreindri skýrslu eru Afríkuríkin Malí, Búrúndí, Angóla og Burkína Fasó auk Afganistans. Með GSM-síma einn að vopni þurfa íslenskar konur nú ekki lengur að hafa áhyggjur af ótímabærri þungun. Þetta á þó aðeins við um þær sem nota P- pilluna sem getnaðarvörn, en rekin hefur verið um skeið áminningarþjónusta á Veraldar- vefnum. Slóðin ku vera www.p.molar.is og þjónustan kostar ekki krónu. Vefurinn er sniðinn að tíðahring kvenna og hægt er að velja milli fimm daga tíðahlés og svo óslitinna áminn- inga alla daga mánaðarins. Einnig getur vefurinn minnt á aðra lyfjainntöku, eins oft og not- andi biður um. Sigurveig Grét- arsdóttir, 18 ára hárgreiðslunemi og fyrirsæta, hefur nýtt sér þjón- ustuna í tæp þrjú ár. Hún segir vefinn koma að góðu gagni, sér í lagi við ferðalög, þegar hugurinn reikar til annarra átta og mikið er um að vera. Fullur trúnaður liggur að baki þjónust- unni og þannig fær notandi sérstakt lykilorð sent við skráningu. Ein- ungis er hægt að breyta fyrirmæl- um þjón- ustunnar með innslætti lykilorðs. Hægt er að velja um sjálfgefin skilaboð pillukerfis, eða skrá sjálfur niður skilaboð á borð við „Taktu lyfin þín!“. Sigurveig segir þessa við- bót við lífið einstaklega hress- andi: „Skilaboðin eru alveg ótrú- lega fyndin. Vinkonu minni krossbrá til dæmis þegar hún greip símann minn, opnaði In- boxið og las fyrir mistök SMS frá þjónustunni, sem sagði: „Smokkar eru ekkert fyrir konur. Taktu pilluna þína.“ Meðan ég grét úr hlátri velti vinkonan því fyrir sér hvort ég væri orðin brjáluð. Hlægilegasta SMS-ið sem ég hef fengið sagði þó „Börn gráta á nóttunni“ og var ég þar minnt á að tæki ég ekki pilluna mína ætti ég á hættu að sitja svefnlaus á rúmstokknum næstu fimm árin. Ég lét ekki segja mér þann brandara tvisvar. Þess vegna fæ ég skilaboð, hálftíma eftir að ég vakna end- urnærð á morgnana og les bull á borð við: Múmínsnáð- inn tekur alltaf pilluna sína.“ Áhrif jónunartækja á líkamann: Vatnshreinsimeðferð í formi fótabaða Vefþjónusta sniðin að þörfum nútímakvenna: Taktu pilluna þína Sigurveig Grétarsdóttir „Múmínsnáðinn tekur alltaf pilluna sína.“ Smáfréttir Aqua Detox-jónunartækið Afeitrar og jafnvægisstillir orkustöðvar og frumur líkamans. Áföll geta leitt til hjartasjúkdóma Fólk sem hefur upplifað einhvers konar tilfinn- ingaleg áföll getur verið sex sinnum líklegra til að fá hjartaáfall. Þetta kom fram á stórri lækna- ráðstefnu í Orlando í síðasta mánuði og er samantekt úr tólf stórum vísindarannsóknum. Áföll eins og slys, kynferðisleg misnotkun eða þátttaka í stríði juku öll hættuna á hjartasjúkdómum. Mest sláandi var fylgnin hjá mönnum sem þjáðust af áfallaröskun í kjölfar stríðs. Áður fyrr var oft talað um að menn dæju úr sorg og það skyldi þó ekki vera að vísindamenn hafi sýnt fram á að það sé mögulegt? Algengustu orsakir ótímabærrar þungunar Rannsóknir sýna að algengasta orsök ótímabærrar þungunar kvenna sem nota P-pilluna er röng notkun. Líði meira en 36 klukkustundir (einn og hálfur dagur) milli inntöku telst lyfið ekki lengur öruggt og því væn- legt að nota aðrar varnir sam- hliða næstu sjö daga. Ef skammtur gleymist á að taka töfluna um leið og munað er eftir henni. Næsta tafla er svo tekin á venjulegum tíma. Alltaf ætti að klára pilluspjaldið þó að ein tafla gleymist, til að halda tíðahringnum reglulegum. Lækningar Flókinn hitaeiningaútreikningur úr sögunni: Lausnin finnst á hot.is Það getur veriðsnúið fyrir besta fólk að áætla hita- einingafjöldann á kvöldmatardiskinn; hvað þá að reikna út dagneysluna með hinum ráðlögðu sex „litlu“ máltíðum, sem sérfræðingar mæla með, vilji menn ná af sér aukakílóum og komast í gott form. Erfiðleikarnir heyra hér með sög- unni til því á ver- aldarvefnum má nú finna heimasíðuna hot.is (Heilsa og þjálfun) sem er vef- síða aðallega hugsuð fyrir þá sem stunda líkamsrækt og vilja geta fylgst með mataræði sínu og árangri. Hins vegar geta all- ir velmeinandi Íslendingar not- að vefsíðuna til að reikna út hitaeiningafjölda máltíða og þannig náð betri tökum á holda- fari og næringu. Á hot.is getur fólk skráð inn hvað það borðar yfir daginn og um leið séð næringarinnihald fæðunnar, sem og orkuskipt- ingu. Þá geta þeir sem stunda æfingar skráð þær inn og fylgst með árangri samhliða því sem borðað er yfir daginn. Hægt er að skrá ýmsar töluleg- ar upplýsingar, eins og þyngd, fituprósentu og fleira. Þessi heimasíða er kærkomin fyrir þá sem eru í átaki og stefna að ákveðnum markmiðum. Það eina sem þarf er að stofna að- gang sér að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.