Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 16
Það er eðlilegt að fólk spyrji í for-undran hvernig það geti gerst að fangi sem er á reynslulausn frá refsivist sinni skuli ganga svo í skrokk á manni að vafasamt er að sá muni nokkru sinni verða samur aftur. Hvernig var sú ákvörðun tek- in að sleppa fanganum út áður en hann hafði lokið við refsivist sína? Og úr því hann er handtekinn fyrir grófa líkamsárás; hvers vegna er honum ekki stungið strax aftur í fangelsið til að ljúka refsivistinni sem hann var upphaflega dæmdur til? Er ekki ljóst að reynslan af reynslulausn hans var ekki góð? Það fyrirkomulag að gefa föng- um kost á reynslulausn er gott kerfi. Ef fangar sýna fyrirmyndar- hegðun í fangelsi og virðast hafa iðrast brota sinna er sjálfsagt og eðlilegt að sleppa þeim úr fangelsi til reynslu og skilorðsbinda afgang- inn af dómnum. Viðmiðunin er sú að fangar sem dæmdir hafa verið í fyrsta sinn til refsivistar eigi kost á reynslulausn eftir að hafa afplánað helming dómsins. Þeir sem eiga fleiri dóma að baki geta sótt um reynslulausn eftir að hafa setið af sér tvo þriðju hluta dómsins. Þess eru bæði dæmi að fangar sem fengið hafa reynslulausn hafi náð góðri fótfestu í lífinu og eins að fangar hafi brotið aftur af sér. Þannig mun þetta alltaf vera. Eina leiðin til að tryggja að fangar á reynslulausn brjóti ekki af sér er að afnema þetta kerfi; láta alla fanga sitja af sér allan þann tíma sem þeir voru dæmdir til. Slík ákvörðun væri hins vegar allt að því ómannleg. Eins og það er mannlegt að krefjast refs- inga er einnig mannlegt að fyrirgefa og gefa mönnum annað tækifæri. Þess vegna sættum við okkur við þetta kerfi vitandi að ekki munu all- ir þeir sem fá reynslulausn verða traustsins verðir. Sumir ætla sér aldrei að halda sig innan laga og rétt- ar þótt þeir lofi öllu fögru. Aðrir reyna af heilum hug en mistekst; fara út af sporinu, leiðast út í drykkju eða fíkniefnaneyslu, enda í sama farinu og lenda aftur í fangelsi. En þrátt fyrir að við vitum af þessum annmörkum reynslulausn- ar – að sumir fanganna muni brjóta af sér aftur; jafnvel fremja hrylli- lega glæpi – er eðlilegt að við skoð- um í kjölfar líkamsárásar helgar- innar með hvaða hætti umsóknir fanga um reynslulausn eru metnar. Þótt lög skapi vissan ramma um þetta kerfi má framkvæmd þeirra ekki verða sjálfvirk. Hugmyndin að baki reynslulausn snýst um iðrun, yfirbót og vilja til að snúa af villu síns vegar. Það fólk sem metur um- sóknirnar þarf því að koma sér upp einhverjum tækjum til að meta hug fanganna. En jafnvel þótt það byggi yfir slíkum tækjum kæmi það ekki í veg fyrir að fangar á reynslulausn brytu alvarlega af sér. Það verðum við að sætta okkur við. Eins hitt að það brot sem fangar fremja á reynslulausn þarf að fá eðlilega meðferð fyrir dómstólum og sú meðferð getur tafið fullnustu upp- haflegu refsivistarinnar. ■ Nefnd Bandaríkjaþings, sem erað rannsaka hryðjuverka- árásirnar á New York og Was- hington 11. september 2001, skilar væntanlega álitsgerð sinni í lok júlí næstkomandi. Telja fyrir- svarsmenn nefndarinnar mikil- vægt að niðurstaðan verði komin fram áður en kosningabaráttan um forsetaembættið nær hámarki í haust, þannig að frambjóðendum gefist rúmur tími til að bregðast við henni. Ef allir hefðu gegnt skyldu sinni Formaður og varaformaður rannsóknarnefndarinnar, þing- mennirnir Thomas H. Kean og Lee H. Hamilton, komu fram í þættinum „Meet the Press“ á sunnudag- inn og töluðu þar op- inskátt um málið. Þeir sögðu að gögn, sem nefndin hefði undir höndum, bentu til þess að líklega hefði verið unnt að koma í veg fyrir hryðjuverkið ef allir aðilar sem áttu að vera á varðbergi hefðu gegnt skyldu sinni. Fram kom í við- talinu að nefndin mundi ganga mjög hart eftir frekari upplýsingum frá Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráð- gjafa Bush forseta, þegar hún kemur fyrir nefndina á fimmtu- daginn. Sögðu Kean og Hamilton að Rice yrði spurð að því af hver- ju stjórnvöld hefðu ekki beitt sér af meiri ákveðni gegn Al Qaeda fyrir 11. september 2001. Þá mundi nefndin vilja fá skýringar á misræmi því sem væri á milli upplýsinga sem komið hefðu frá stjórnvöldum annars vegar og svo Richard A. Clarke, fyrrum örygg- isráðgjafa stjórnarinnar, sem heldur því fram í nýrri bók að Bush forseti og ráðgjafar hans hafi skellt skollaeyrum við við- vörunum um yfirvofandi hryðju- verk. Þeir hafi einblínt á hættur sem þeir töldu stafa frá Írak. Víða pottur brotinn Ummæli þingmannanna benda til þess að víða hafi verið pottur brotinn í bandarískum öryggis- málum fyrir 11. september; við landamæragæslu á flugvöllum, í mati á hættunni sem stafaði af Al Qaeda, í eftirliti með grunsamleg- um mönnum innanlands, í sam- starfi alríkislögreglunnar og leyniþjónustunnar o.fl. Karen P. Hughes, einn helsti öryggismálaráðgjafi Bush, kom einnig fram í umræddum sjón- varpsþætti. Hún hafnaði því af- dráttarlaust að stjórnvöld hefðu haft nægilegar upplýsingar til að koma í veg fyrir hryðjuverkin. Þá hafa ýmsir samstarfsmenn og samherjar forsetans haldið því fram að Clarke, fyrrum öryggis- ráðgjafi, fari ekki með rétt mál í bók sinni. Á næstu dögum og vikum skýrist væntanlega hverjir hafa rétt fyrir sér í þessum deilum. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um reynslulausn refsifanga. Úti í heimi ■ Nefndin sem rannsakar hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 skilar skýrslu í sumar. 16 6. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ég er að velta því fyrir mérhvernig ástandið verður í efnahagsmálum á næstu mánuð- um? Verður nóg framboð af vinnu? Get ég átt von á því að tekjur heimilisins aukist? Er mér óhætt að fara spá í nýjan bíl fyrir haustið? Er kominn tími til að stækka við sig húsnæði? Hvern á ég að spyrja ráða? Jón og Gunnu í næsta húsi? Eða stór- forstjórann í næstu götu? Mismunandi svör Það kemur á daginn að svörin eru mismunandi eftir því hver er spurður. Jón og Gunna eru bjart- sýn. Þau trúa því að efnahagur þjóðarinnar sé að batna, atvinna að aukast og tekjur þeirra verði meiri í sumar og haust en þær eru núna. Ég fer glaður og reifur af fundi þeirra. Ætli það sé ekki rétt að byrja á því að fá yfirdráttar- heimildina í bankanum hækkaða? En forstjórinn kemur mér nið- ur á jörðina að nýju. Hann hefur ótal fyrirvara á þeim teiknum sem Jón og Gunna sjá um betri tíð með blóm í haga. Hann segist meira að segja svartsýnni um efnahagsmálin núna en hann var síðastliðið haust. Væntingavísitala hækkar Gallup mælir og birtir mánað- arlega svokallaða væntingavísi- tölu. Mælir hún mat fólks á ástandi í atvinnumálum og efna- hagslífi og væntingar þess um framvinduna næstu mánuði, þar á meðal um það hvort tekjur heimil- anna muni aukast. Væntingavísitala marsmánað- ar reyndist vera 132,9 stig; hafði hún hækkað um 5,4 stig frá því í febrúar. Hefur vísitalan aðeins einu sinni verið hærri frá því að mælingar hófust 2001, en það var í maí 2003. Þá var kosið til Alþing- is og ekki ólíklegt að loforð stjórn- málaflokkanna hafi gefið bjart- sýni um framtíðina byr undir vængi. Þykir góð vísbending Væntingavísitala af þessu tagi er mæld víða um heim og þykir jafnan góð vísbending um horfur framundan. Reynslan hér heima er hin sama. Þegar væntingavísi- tala Gallups er borin saman við magnbreytingu á einkaneyslu samkvæmt tölum Hagstofunnar sést að þar á milli hefur verið skýr fylgni allt frá upphafi mæl- inga. Í Morgunkorni greiningardeild- ar Íslandsbanka 30. mars sl. segir að hin aukna bjartsýni almenn- ings, sem vísitala sýni, sé í takt við aðra hagvísa af vinnumarkaði og nýbirtar tölur frá Hagstofunni. Atvinnuleysi sé að dragast saman og hagtölur sýni meiri hagvöxt og meiri framleiðnivöxt en áður var áætlað. Nánari athugun á könnun Gallups leiðir samkvæmt fyrr- nefndu Morgunkorni í ljós að heimilin ætla að fylgja bjartsýni sinni eftir með stórauknum kaup- um á bifreiðum, húsnæði og utan- landsferðum. Svartsýnir forstjórar En ekki eru allar kannanir og vísitölur svona uppörvandi. Samkvæmt könnun meðal for- ráðamanna 400 stærstu fyrir- tækja landsins, sem Gallup vann í samvinnu við fjármálaráðuneytið og Seðlabankann og birt var 1. apríl, telja aðeins 28% þeirra að aðstæður í efnahagslífinu verði betri eftir sex mánuði en þær eru nú. Í september sýndi könnun, sem framkvæmd var með sama hætti, að 46% forstjóranna töldu aðstæður verða betri eftir sex mánuði. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins 1. apríl er reynt að skýra þessa svartsýni með því, að forráða- menn fyrirtækja kunni að telja „aðstæður í dag vera það góðar að litlar líkur séu á að þær verði betri í náinni framtíð,“ eins og það er orðað. Einhvern veginn fær maður á tilfinninguna að sá ágæti stjórnmálamaður, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, hafi þarna stýrt pennanum. Önnur skýring fjármálaráðu- neytisins er, að þegar könnunin var gerð hafi ekki verið komin niðurstaða í kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. Forstjórarnir hafi því verið í óvissu um framtíð- ina. Þetta er líka frekar ósenni- legt, því meginlínur í kjarasamn- ingum hafa verið nokkuð ljósar alveg frá því fyrir jól. Ráðgáta Hér verður ekki reynt að ráða þessa gátu um ólíkar væntingar fólksins og forstjóranna. Kannski einhverjir lesendur blaðsins vilji leggja orð í belg? Er almenningur uppi í skýjunum en forstjórarnir niðri á jörðinni? Vita þeir kannski eitthvað sem við hin vitum ekki? ■ Brot á friðhelgi einkalífs Fyrst og fremst er birting [álagn- ingarskrár skatta] gagnrýniverð þar sem upplýsingar um fjármál einstaklinga eru viðkvæm einka- mál, ekki málefni sem koma al- menningi eða fjölmiðlum við. Op- inber birting álagningarskráa er óeðlileg og brot á friðhelgi einka- lífs. Einnig er ástæða til að hvetja skattstjóra til að hætta þeim furðulega sið að taka saman lista yfir hæstu skattgreiðendur í hver- ju umdæmi og senda fjölmiðlum, og stuðla þannig að því að fjöl- miðlar geri sér mat úr álagningar- skrám. Í þessu samhengi er mikil- vægt að hafa í huga að í álagning- arskrám eru einungis birtar áætl- aðar tekjur og því ekki víst að um réttar upplýsingar sé að ræða. HELGA ÁRNADÓTTIR Á FRELSI.IS Vegabréfaeftirlit aukið Fróðlegt væri að vita hversu margt fólk hefur orðið vart við hið margumrædda vegabréfafrelsi eftir gildistöku Schengen-samn- ingsins með þátttöku Íslands. Ekki svo að skilja að neinn hafi áður fyrr fengið alvarlega slitgigt af því að sýna vegabréf eða að það hafi verið sérstök nauðung en þetta var notað sem rök fyrir að- ild. Þess vegna er ágætt að rifja það upp. Vegabréfaeftirlit hefur nefnilega verið aukið ef eitthvað er. Og reyndar eru horfur á að enn muni eftirlitið aukast þegar ný ríki í austurhluta álfunnar hafa runnið saman við Evrópusambandið. Það væri að minnsta kosti í fullu samræmi við þau takmörkuðu réttindi sem fólk í flestum nýju aðildarríkjunum eru skömmtuð við inngönguna. SH Á MURINN.IS Bótagleði Félagsleg aðstoð við fullfrískt fólk er nokkuð sem ætti hvergi að þekkjast, en þekkist þó víða. Hér á landi er besta dæmið vitaskuld félagsleg aðstoð við þá sem verða fyrir þeirri ógæfu að eignast börn. Það að barneignir séu slík ógæfa að háar bætur þurfi að koma fyrir er auðvitað dálítið sérstakt miðað við áður viðteknar skoðanir, en staðreynd engu að síður í bótaglöðu samfélagi jafnaðar- mennskunnar. VEFÞJÓÐVILJINN Á ANDRIKI.IS Stórt skref afturábak Vatnsaflið og jarðvarminn á Ís- landi eru því miður ekki óþrjót- andi auðlind og meðan spurn eftir að nota íslenskt rafmagn hér heima er jafnmikil og raun ber vitni væri óviturlegt að ætla sér að selja töluvert af orkunni úr landi. Hugmyndirnar um raforkuútflutn- ing um sæstreng ganga því í raun út á það sem við höfum verið að reyna að forðast um langa hríð: Að selja óunna vöru úr landi og eftir- láta öðrum þjóðum, sem eru að líkindum ekki betur til þess falln- ar en við, að búa til úr henni verðmæta vöru. Á þetta get ég ekki fallist og vona því að allar hugmyndir um útflutn- ing raforku um sæstreng verði lagðar á hilluna hið fyrsta. SVERRIR TEITSSON Á POLITIK.IS Um daginnog veginn GUÐMUNDUR MAGNÚSSON ■ veltir fyrir sér ólík- um svörum almenn- ings og forstjóra fyrirtækja um horfur í efnahagsmálum. Ólíkar væntingar fólks og forstjóra ■ Af netinu Var hægt að afstýra hryðjuverkaárásunum? Reynslulausn fanga „Líklega hefði ver- ið unnt að koma í veg fyrir hryðju- verkið ef allir aðilar sem áttu að vera á varðbergi hefðu gegnt skyldu sinni. BÍLASALAN GLÆÐIST. Könnun Gallups leiðir í ljós að framundan eru stóraukin kaup almennings á nýjum og notuðum bílum HRYÐJUVERKIÐ Í NEW YORK Bandaríkjamenn eru enn að glíma við hina skelfilegu reynslu af hryðjuverkaárásunum 11. september 2001.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.