Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 17
Hvernig heldurðu þér í formi? Kasóléttur en á leið í boxið aftur Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 75 stk. Keypt & selt 27 stk. Þjónusta 48 stk. Heilsa 7 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 11 stk. Tómstundir & ferðir 13 stk. Húsnæði 26 stk. Atvinna 17 stk. Tilkynningar 2 stk. SMS sem minnir á pilluna BLS. 3 Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 6. apríl, 97. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.27 13.30 20.35 Akureyri 6.07 13.15 20.21 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás hádegi sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á matur@frettabladid.is Morgungrautur Gabríels Hollur og góður morgunverður er ómetanleg undirstaða þess sem koma skal á viðburðaríkum degi. Mörgum hættir þó til að festast í einhæfum morgunverði. Hér er upp- skrift að graut sem áreiðanlega er ekki á hvers manns borðum á morgnana en er meinhollur. Ekki spillir fyrir að bankabyggið fæst líf- rænt ræktað frá Móður Jörð í Valla- nesi. 3 dl bankabygg 9 dl vatn 2 epli skorin í litla teninga 1–2 dl rúsínur 1 msk. kanill 2 tsk. salt 1–2 dl fræ eftir smekk, til dæmis sólblómafræ og/eða graskersfræ Hráefnið er allt sett í pott til dæmis að kvöldi og suðan látin koma upp. Síðan er slökkt undir, lokið sett á pottinn og farið að sofa. Að morgni þarf bara að hita grautinn upp. Gott er að hafa mjólk út á heitan graut- inn en hann má líka borða með mjólk, en það má líka borða hann kaldan eða nota sem músli á súrmjólkina. Grauturinn þolir vel geymslu í kæli svo tilvalið er að sjóða hann til nokkurra daga í einu. Ekki gleyma kryddinu • Gerið innkaupalista þar sem þið skráið vandlega niður hvað kaupa þarf fyrir hverja máltíð. Ekki gley- ma morgunmat. • Kaupið líka inn nesti til að borða á leiðinni, til dæmis djús, súkku- laði, kex, samlokur og fleira. Þetta er sérlega sniðugt ef keyra á langt með krakka. Svöng börn eru pir- ruð börn. • Setjið poka af ísmolum í kæli- boxið og látið standa í klukku- stund áður en þið pakkið niður í það. • Pakkið sam- lokunum fyrst í pappír og setjið svo ál- pappír utan um. Þannig haldast þær kaldar lengur. Hluti sem ekki mega kremjast ætti að setja í plastbox. • Farið í gegnum skápana rétt áður en lagt er af stað og stingið niður kryddi, salti, sykri, matarolíu og þvílíku. • Borðið fyrst matinn sem geymist styst. Kjöt í vakúmpakkningu mætti til dæmis geyma til síðasta kvöldsins. Matur í ferðalagið Þeir eru eflaust margir sem ætla að nýta páskana til ferðalaga af ein- hverju tagi og má ætla að hjá mörg- um verði þetta fyrsta sumar- bústaðahelgin í sumar. Flestir kannast við það hversu tíma- frekt getur verið að kaupa inn og pakka niður fyrir slíkar ferðir. Oft endar maður með alltof mikið af nammi og stórsteikum. Litlu nauðsyn- legu hlutirnir vilja hins vegar stundum gleymast, til dæmis hamborgarakryddið, tómat- sósan og smjörið. Hér á eftir fara nokkur ráð áður en haldið er af stað í leit að ævintýrum. Hálfdán Steinþórsson Segist taka þátt í óléttu konu sinnar og borða allt nema plastpoka. Ætlar að hella sér aftur í boxið af krafti eftir að erfinginn hefur litið dagsins ljós. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR MATINN „Ég var voða duglegur í líkamsræktinni en núna er konan mín komin á steypirinn og ég er bara búinn að tapa mér í smurbrauði á kvöldin, búðingaáti og einhverju brjálæði,“ segir Hálfdán Steinþórsson, þáttastjórnandi Landsins snjallasta. Hann er greinilega einn af þeim mönnum sem upplifa meðgönguna mjög sterkt og fylgja konunni eftir í þeim breytingum sem hún upplifir. „Já, ég hef gert það frá fyrsta degi. Mér var óglatt fyrsta mánuðinn. Svo hætti ég að drekka og nú er ég alveg búinn að tapa mér í nart- inu á kvöldin. Sem er reyndar alveg dásamlegt. En það kemur niður á mitt- ismálinu.“ Hálfdán segir að vissu- lega sé konan ánægð með það hversu náið hann upp- lifir meðgönguna með henni. „Hún er hins vegar ekkert sátt við að ég sé að bæta svona á mig,“ segir hann mæðulega. Hann er því staðráð- inn að fara af fullum krafti í heilsubótina þegar konan kemst með honum. „Nú eru ekki nema um tvær vikur í að barnið fæðist þannig að þetta kemur allt saman.“ Hálfdán hefur annars verið að æfa box með Hnefa- leikafélaginu og segist hafa verið nokkuð duglegur síðasta hálfa árið, þar til hann gleymdi sér aðeins. „Þetta er nokkurs konar fitnessbox með Magna, sem er alveg magnaður. Þetta er mjög skemmtilegt og ýtir svolítið und- ir karlmennskuna, sem er aðeins farin að dala. Þarna ríkir líka heragi, það er öskrað á mann svo maður þorir ekki annað en að dingla til á sér bumbunni af krafti. Ég er hrif- inn af því, enda verð ég að viðurkenna að ég þarf á svona aðhaldi að halda, ef ég á ekki alveg að detta í nartið,“ segir Hálfdán að lokum. audur@frettabladid.is Auglýsingin „Ætli það sé ekki best að leysa frá skjóðunni og ljóstra upp um það hér og nú að eftir að ég hafði farið úr bolnum í ljósmyndatökunni var brugðist við og fenginn staðgengill fyrir neðan háls,“ segir Hálfdán. Fjölskylduhestur til sölu. Til sölu þæg- ur töltgengur hestur. Hentar fyrir alla í fjölskyldunni. Uppl. í s. 847 9770 og netfang eggerthorse@hotmail.com FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA O.FL. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun hefur aðeins 21 prósent lands- manna trú á skoðanakönnunum, sem þýðir að 79 prósent þjóðarinnar hafa ekki trú á að aðeins 21 pró- sent hafi trú á þessari könnun! Og þá er komið að íþróttum!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.