Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 25
Ég var boðaður á fund ásamtnokkrum þingmönnum ann- arra flokka með Heather A, Conley í bandaríska sendiráðinu á dögunum. Heather er háttsettur embættismaður hjá bandaríska ríkinu og ber titilinn „Deputy Assistant Secretary for Europian and Eurasian Affairs“. Umræðuefnið var aðallega varnarsamningurinn og önnur tengd mál. Allir þingmenn fengu að spreyta sig á fundinum og láta í ljós skoðanir sínar á málefnum landanna. Hér á eftir kemur mitt innlegg til fundarins. Varnarsáttmálin í uppnámi „Það er skiljanlegt að varnar- sáttmálinn sé í uppnámi. Kalda stríðið er að baki og frá því sem áður var, er tekið við harla ólíkt umhverfi í pólitísk- um skilningi á sviði alþjóðamála. Það sem stendur upp úr er hryðju- verkaógnin sem kallar á nýja taktík á sviði hernaðar- mála um allan heim. Þetta skiljum við. Banda- ríkjamenn verða áfram vinir ís- lensku þjóðarinnar en heilbrigt vinasamband getur aldrei verið án gagnrýni. Frjálslyndi flokkur- inn var ákveðið á móti innrás Bandaríkjamanna í Írak.“ Slæmt atvinnuástand „Öllum er ljóst að Bandaríkja- menn nutu mikils og vel af her- stöðinni á tímum kalda stríðsins. Landfræðilega var herstöðin Bandaríkjamönnum gífurlega mikilvæg. Saga þjóðanna kallar áfram á að varnir landsins verði tryggðar að því leyti sem nýtt pólitískt landslag í alþjóðamálum biður um. Það ríkir ógnarástand í atvinnumálum á Suðurnesjum og þar er helsti áhrifavaldurinn upp- sagnir á starfsfólki varnarliðsins og starfsfólki þjónustufyrirtækja sem starfað hafa í áranna rás fyr- ir varnarliðið. Um árabil hefur héraðið setið eftir í byggðastefnu Íslendinga. Fyrst og fremst vegna veru varn- arliðsins síðustu áratugina. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir efna- hag héraðsins að fá aðgang að húsakosti sem varnarliðið býr yfir á Keflavíkurflugvelli og hef- ur ekki í hyggju að nýta áfram sökum þeirra breytinga sem eru í nánd. Til að mynda eru hugmynd- ir íslenskra flugvirkja mjög áhugaverðar en til að ná þeirra markmiðum fram verður að koma til stuðningur og skilningur frá Bandaríkjamönnum.“ Hvað er framundan? „Í fyrsta lagi verður íslensk þjóð að fá vitneskju um fram- vindu mála og fá á hreint hvaða húsakostur og búnaður stendur því til boða til frekari uppbygg- ingar á ýmis konar iðnaði í fram- tíðinni. Í annan stað er mjög mik- ilvægt að Bandaríkjamenn opni á viðskiptatækifæri. Til dæmis yrði viðhald á litlum hluta af flugvéla- kosti NATO Íslendingum mjög dýrmætt verkefni. Einnig er mik- ilvægt að dyr séu opnaðar til bæði Airbus og Boeing verksmiðjanna í Bandaríkjunum. Stuðningur af þessu tagi mun að miklu leyti milda annars sögulegan stirðleika sem orðinn er í samskiptum þjóð- anna. Við verðum að horfa á breytingarnar sem samvinnu- verkefni en ekki sem pólitískt þrætumál.“ Þessi sjónarmið féllu í mjög góðan jarðveg hjá Heather A. Conley. Ég var beðinn um að hafa frekara samband eftir fundinn og mun ég sannarlega nýta það tæki- færi. Hver er hættan? Einu þjóðirnar sem „tækni- lega“ geta ráðist á okkur Íslend- inga úr lofti eru Bretar, Banda- ríkjamenn og Rússar. Aðrar þjóð- ir búa ekki yfir herþotum með langdrægni í aðra eins vitleysu. Við erum í NATO, því má að líkum leiða að þessar þjóðir sýni okkur ekkert annað en vinarhug. Við Ís- lendingar erum umvafðir vina- þjóðum. Ef fullmönnuð flugmóð- urskip frá erlendum óvinaríkjum til að mynda Norður Kóreu fara af stað er ljóst að NATO mun bregð- ast hratt við. Ég get með engu móti skilið þessa taugaveiklun hjá stjórnarliðum. Til hvers í ósköp- unum eiga Bandaríkjamenn að vera hér með herþotur og þær óvopnaðar í þokkabót ? Það sem helst þarf að tryggja gagnvart varnarliðinu er að mínu mati tvennt. Í fyrsta lagi verður bæði þekking og kunnátta Bandaríkja- manna um hryðjuverkaógnir og varnir því samfara að heimfærast yfir til okkar með lágmarksvörn- um sem talist geta trúverðugar. Í öðru lagi ber að tryggja áfram- haldandi veru þyrlusveita varnar- liðsins en þær skapa ákveðið öryggi, þá helst fyrir sjófarendur á norðurslóðum. Hugmynd frá Flugvirkja- félaginu Flugvirkjafélag Íslands telur yfir 400 félagsmenn, þeirra á meðal eru 104 atvinnulausir. Í ljósi mikilla breytinga hjá varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli skap- ast óneitanlega ný tækifæri og nýjar hugmyndir. Ef flugvélaskýli nr. 885 á Keflavíkurflugvelli fæst úthlutað til nýrra verkefna mun boltinn fara að rúlla. Landfræði- leg staða okkar tryggir næg verk- efni. Allt að 200 manna vinnustað- ur gæti orðið raunin í skýli 885. Annar eins fjöldi starfa kæmi til sökum samlegðaráhrifa. Tryggja þarf flugvallarsvæðið sem toll- frjálst svæði (free trade) og áfram afgirt. Ef þessar hugmynd- ir ná fram að ganga mun koma til flugvirkjaskóli í Reykjanesbæ í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Nýtt afl og frumkvæði Það verður að koma til kraftur og samheldni frá sveitarfélögum á Suðurnesjum. Flugvallarsvæðið er gullæð mikilla tækifæra. Að sama skapi getur svæðið orðið dýr baggi á samfélaginu ef hug- myndadeyfð og aðgerðarleysi verður áfram raunin. Því tel ég brýnt að sveitarfélög á Suðurnesj- um ásamt Flugvirkjafélagi Ís- lands gefi tóninn með því að ræða milliliðalaust við Bandaríkja- menn. Bandaríkjamenn geta af- hent nýjum og öflugum félögum húsakost og búnað á Keflavíkur- flugvelli. Okkur er ekkert annað að vanbúnaði. Nýr og öflugur iðnaður fyrir Íslendinga er hand- an við hornið. ■ 17ÞRIÐJUDAGUR 6. apríl 2004 ■ Það verður að koma til kraftur og samheldni frá sveitar- félögum á Suðurnesjum. Umræðan GUNNAR ÖRN ÖRLYGSSON ■ vill að Flugvirkjafélagið og sveitar- félög á Suðurnesjum ræði milliliðalaust við Bandaríkjamenn um nýjungar í atvinnumálum Breytingar boða tækifæri

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.