Fréttablaðið - 06.04.2004, Qupperneq 8
8 6. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUROrðrétt
Varðskipsmenn á Tý:
Fengu smyril inn um brúargluggann
SMYRILL Sjómönnum á Varðskip-
inu Tý brá nokkuð í brún á 4-8
vaktinni fyrir skömmu þegar
smyrill flaug skyndilega inn um
brúargluggann. Skipið var þá
statt á Selvogsbanka við eftirlit.
Smyrillinn var mjög sprækur
og líkaði vel um borð í varðskip-
inu. Hann var í stuttan tíma með
varðskipsmönnum, sem gáfu
honum hrátt lambakjöt að éta.
Smyrlinum var síðar sleppt við
land. ■
Telja þörf á breyttum
lögum um reynslulausn
Þótt menn viðurkenni brot á skilyrðum reynslulausnar er ekki hægt að setja þá aftur í fangelsi.
Forstjóri Fangelsismálastofnunar og lagaprófessor í Háskóla Íslands telja að breyta þurfi lögunum.
DÓMSMÁL Eftir breytingar á hegn-
ingarlögum frá árinu 1999 er eng-
in leið til þess að koma dæmdum
afbrotamönnum í reynslulausn
aftur á bak við lás og slá fyrr en
búið er að dæma þá fyrir nýtt
brot. Lagabreytingin kom í kjöl-
far þess að umboðsmaður Alþing-
is úrskurðaði að það samræmdist
ekki Mannréttindasáttmála Evr-
ópu að Fangelsismálastofnun og
dómsmálaráðuneytið tækju
ákvörðun um afturköllun reynslu-
lausnar.
Samkvæmt núgildandi lögum
þarf að dæma mann fyrir nýjan
glæp áður en hægt er að setja hann
aftur í fangelsi til að klára afplánun
á dómi. Áður en umboðsmaður
felldi þennan úrskurð var sá háttur
á að reynslulausn var afturkölluð ef
brotamaður taldist ótvírætt hafa
brotið gegn skilyrðum reynslu-
lausnar. Í raun þýddi þetta að mað-
ur á reynslulausn játaði brot eða
ótvíræður vitnisburður sjónarvotta
staðfesti grun um brotið.
Þörf á lagabreytingu
Bæði Jónatan Þórmundsson,
lagaprófessor við Háskóla Ís-
lands, og Valtýr Sigurðsson, sett-
ur forstjóri Fangelsismálastofn-
unar, telja að breyta þurfi lögum á
þann veg að með úrskurði dómara
sé hægt að senda menn til afplán-
unar fangelsisdóms ef augljóst
þyki að hann hafi rofið skilyrði
reynslulausnar. Hægt væri að
leiða fanga fyrir dómara, líkt og
gert er þegar óskað er eftir
gæsluvarðhaldi, og með úrskurði
hans yrði fanga gert að halda
áfram afplánun dóms í fangelsi.
Bent er á að þótt reynslulausn sé
veitt í yfirgnæfandi meirihluta
tilfella sé það í raun ekki sjálf-
stæður réttur dæmdra manna að
fá slíkan afslátt á afplánun heldur
sé meginreglan sú að menn af-
pláni þann dóm sem dómari kveð-
ur upp.
Laus þrátt fyrir játningu
Í máli manns sem réðst á ung-
lingspilt á laugardag með þeim af-
leiðingum að pilturinn hlaut lífs-
hættulegan áverka er hinn grun-
aði á reynslulausn eftir að hafa
hlotið dóm fyrir hrottafengna lík-
amsárás árið 2002. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins hefur
hinn grunaði játað brotið. Játning-
in gerði það hins vegar að verkum
að ekki var hægt að dæma mann-
inn í gæsluvarðhald á grundvelli
rannsóknarhagsmuna. Gengur
hann því laus, er enn á reynslu-
lausn og verður það að minnsta
kosti þangað til dómur er genginn
um líkamsárásina síðastliðinn
laugardag.
Lagabreyting 1999
Forsaga lagabreytingarinnar
árið 1999 sem gerir dóm í nýju
broti að skilyrði fyrir afturköllun
reynslulausnar er úrskurður um-
boðsmanns. Í greinargerð með
frumvarpinu segir að í úrskurði
umboðsmanns komi fram að
mannréttindasáttmálinn útilokaði
ekki að menn væru dæmdir til
áframhaldandi afplánunar á
grundvelli rökstudds gruns um
rof á skilyrðum reynslulausnar.
Umboðsmaður lagði hins vegar
áherslu á að rökstuðningur væri
fyrir slíkum ákvörðunum.
Þrátt fyrir þetta var ekki talin
ástæða til að gera afturköllun
reynslulausnar mögulega nema í
því tilviki að brotamaðurinn hefði
fengið annan refsidóm. Í greinar-
gerð með lagabreytingunni árið
1999 segir meðal annars að þessi
breyting „verð[i] ekki talið var-
hugavert í ljósi þess að dómsmál
ganga nú til muna hraðar en áður
auk þess sem önnur úrræði en af-
plánun eftirstöðva refsingar
get[i] komið til álita ef brot [sé]
framið á reynslutíma.“
Núverandi kerfi ófullnægj-
andi
Valtýr Sigurðsson, settur for-
stjóri Fangelsismálastofnunar,
telur að núverandi kerfi sé ekki
fullnægjandi. „Ég er alveg harður
á þeirri skoðun að þarna er búið
að dæma manninn. Fangelsimála-
stofnun er búin að taka ákvörðun
um að veita reynslulausn á grund-
velli þeirra reglna sem gilda. Hafi
hann játað lagabrot á reynslutím-
anum er ekkert því til fyrirstöðu
að dómari á vakt taki ákvörðun
um hvort hann hafi rofið skilyrði
reynslulausnar,“ segir hann. En
þetta er hins vegar ekki hægt mið-
að við núgildandi lög.
Jónatan Þórmundsson, pró-
fessor í lagadeild Háskóla Ís-
lands, telur að með lagabreyting-
unni árið 1999 hafi verið gengið
lengra en þörf var samkvæmt
Mannréttindasáttmálanum og til-
vikið um helgina sýni að breyt-
inga sé þörf á ný.
Getur ekki gengið svona
„Ég er á því að þetta geti alls
ekki gengið svona. Það er ekkert
hægt að sætta sig við það að menn
sem fá lausn með skilyrðum
fremji alvarleg brot án þess að
það sé hægt með skjótum hætti að
láta þá taka út eftirstöðvar þess
dóms sem þeir hafa þegar hlotið
og senda þá aftur í afplánun,“ seg-
ir Jónatan. Hann telur að breyta
eigi lögum þannig að unnt sé að
afturkalla reynslulausn með úr-
skurði dómara ef rökstuddur
grunur um afbrot liggur fyrir. ■
DROTTNINGIN HEIMSÆKIR
FRAKKLAND
Gilles de Robien, samgöngumálaráðherra
Frakklands, tók á móti Elísabetu Englands-
drottningu á Garde du Nord lestarstöðinni
í París.
Elísabet
Englandsdrottning:
Heimsækir
Frakka
FRAKKLAND Elísabet Englands-
drottning fór í þriggja daga opin-
bera heimsókn til Frakklands í
gær í tilefni af því að eitt hundrað
ár eru liðin frá undirritun Entente
Cordiale, sáttmálanum sem batt
enda á nýlendudeilur landanna
tveggja. Þetta er fjórða opinbera
heimsókn Elísabetar til Frakk-
lands.
Jacques Chirac Frakklandsfor-
seti tók á móti drottningunni og
eiginmanni hennar Filippusi prins
þegar þau komu til Parísar með
Eurostar-lestinni. Drottningin
mun ávarpa franska þingið, heim-
sækja herskóla í vesturhluta
landsins og skoða sig um á Louvre-
safninu svo fátt eitt sé nefnt. ■
www.plusferdir.is
Benidorm
29.900 kr.
N E T
á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman.
Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur á Gemelos XXII,
Gemelos XX og Levante Club, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk
fararstjórn. Enginn barnaafsláttur.
NETplus er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is
15. -22. apríl
DV og Hitler
„Heigulsháttur blaðamennsku
sem gerir út á ærumeiðingar
byggist á siðfræði nafnleysisins,
persónulegs ábyrgðarleysis. Fé-
lagarnir Hitler og Stalín gerðu
það að þungamiðju ofsókna
sinna að verðlauna nafnlausa
uppljóstarara.“
Þröstur Ólafsson tekur út fréttaskrif DV,
Morgunblaðið 5. apríl.
Tala hreint út strákar!
„Ef þessir menn eru að draga
eitt eða annað til baka skulu
þeir bara gera það með al-
mennilegum hætti en ekki lýsa
því yfir að þeir skilji ekki um
hvað er verið að ræða.“
Guðmundur Gunnarsson, formaður RSÍ, sendir
stjórnarformanni Landsvirkjunar tóninn, Frétta-
blaðið 5. apríl.
En hættulaus í dag?
„Hann gæti þess vegna komið
aftur út í samfélagið ofbeldis-
fullur, beiskur og hættulegur.“
Atli Helgason um aðbúnað dæmds barnaníðings
á Litla-Hrauni, DV 5. apríl.
Fréttaljós
ÞÓRLINDUR KJARTANSSON
■ skrifar um reynslulausn fanga.
VALTÝR
SIGURÐSSON
JÓNATAN
ÞÓRMUNDSSON
M
YN
D
/L
AN
D
H
EL
G
IS
G
Æ
SL
AN
-J
Ó
N
P
ÁL
L
ÁS
G
EI
R
SS
O
N
Á VAKTINNI
Smyrillinn hnarreistur á miðunarskífu
skipsins.
GOTT Í GOGGINN
Guðjón Finnbogason bryti gaf
smyrlinum nýtt lambakjöt.