Fréttablaðið - 06.04.2004, Page 15

Fréttablaðið - 06.04.2004, Page 15
■ Evrópa 15ÞRIÐJUDAGUR 6. apríl 2004 FORSETAHÖLLIN Í BÚKAREST Kristiina Ojuland, utanríkisráðherra Eist- lands, tekur í höndina á Ion Iliescu, forseta Rúmeníu, fyrir fund í forsetahöllinni í Búkarest. INDÓNESÍA, AP Indónesar gengu í gær í annað sinn að kjörborðinu í frjálsum kosningum og bendir allt til þess að flokkur núverandi for- seta, Megawati Sukarnoputri, tapi stöðu sinni sem stærsti flokkur á þingi. Ekki er búist við að öll at- kvæði verði talin fyrr en í lok mánaðarins, en samkvæmt spám er sigurvegari kosninganna flokk- ur fyrrverandi einræðisherra landsins, Suharto, en honum var steypt af stóli fyrir sex árum. Ef svo verður eru úrslit kosninganna mikið áfall fyrir Megawati for- seta og koma líklega til með að hafa áhrif á forsetakosningarnar í sumar. Kosningakerfið er talið eitt það flóknasta í heimi en 24 flokkar berjast um þau 550 sæti sem eru á indónesíska þinginu. Framkvæmd kosninganna hefur verið harðlega gagnrýnd og vitað er að 700.000 kjörbærra manna fengu ekki að kjósa vegna mis- taka í stjórnsýslu. ■ STOKKHÓLMUR, AP Sænska dagblaðið Veckans Affärer heldur því fram að Ingvar Kamprad, stofnandi sænsku verslanakeðjunnar IKEA, sé ríkasti maður heims. Talsmenn IKEA vísa þessu á bug og segja misskilning að allt fyrirtækið sé í eigu Kamprads. Í grein blaðsins kemur fram að vegna breytts gengis sænsku krón- unnar gagnvart Bandaríkjadal sé Kamprad nú efnaðri en Bill Gates, stofnandi Microsoft. Blaðið metur eignir Kamprads á sem svarar yfir 3.800 milljörðum íslenskra króna en samkvæmt viðskiptatímaritinu Forbes á Gates tæpa 3.300 milljarða. Ingvar er 77 ára og býr í Sviss. ■ Flutningabílstjóri sveigði fyrir rútu: Þrjátíu biðu bana ÍRAN, AP Þrjátíu manns biðu bana og 27 slösuðust þegar yfirfull far- þegarúta lenti í árekstri við olíu- flutningabíl í norðausturhluta Írans í gær. Talið er að ökumaður flutn- ingabílsins hafi misst stjórn á bílnum í þoku og sveigt til hliðar, í veg fyrir rútuna. Báðir bílstjór- arnir létust í árekstrinum auk 28 farþega. 27 voru fluttir á sjúkra- hús og eru sex þeirra lífshættu- lega slasaðir. Umferðarslys eru afar tíð í Íran. Árið 2002 voru skráðir 400.000 árekstrar á vegum lands- ins og 21.000 banaslys. ■ FRANSKA LÖGREGLAN HANDTEK- UR HRYÐJUVERKAMENN Fimmt- án menn voru handteknir í tengslum við sprengjuárásir sem gerðar voru í Marokkó í fyrra. Um er að ræða röð sprengju- árása sem gerðar voru í Casa- blanca og kostuðu hátt í fimmtíu manns lífið. Franska lögreglan vísar því á bug að tengsl séu á milli þessara árása og hryðju- verkaárásarinnar í Madríd. RÚTUSLYS Í SERBÍU KOSTAR NÍU SKÓLABÖRN LÍFIÐ Rúta með búlgörskum skólabörnum fór út af vegi og olli því að níu létust og þriggja er saknað. Rútan fór út af vegi í gljúfri á landamærum Serbíu og Svartfjallalands og lenti í á en veður var slæmt og lítið skyggni vegna þoku. Alls voru 48 börn og kennarar þeirra á leið frá Króatíu í rútunni og þurfti að leggja 38 inn á sjúkra- hús eftir slysið. BÖRN MEÐ SÉRÞARFIR SETT ÚT Í KULDANN Í SARAJEVÓ Einu mið- stöðinni fyrir börn með sérþarfir í Sarajevó hefur verið lokað vegna fjárskorts. Miðstöðin var sett á laggirnar fyrir sex árum af norskri hjálparstofnun en hún hefur ekki styrkt verkefnið í þrjá mánuði. Miðstöðin hefur aðstoðað um 140 börn, sem þjást meðal annars af Downs-heilkenni og einhverfu. MEGAWATI SUKARNOPUTRI Flokkur Megawati forseta er talinn hafa misst stöðu sína sem stærsti flokkur á þingi. Kosningar í Indónesíu: Fyrrum einræðis- herra með góða stöðu Stofnandi IKEA: Ríkari en Bill Gates

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.