Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 16
Ámorgun, föstudaginn langa,verða 50 ár liðin síðan AA- samtökin voru stofnuð á Íslandi. Þá voru liðin rétt um tuttugu ár síðan samtökin urðu til í Banda- ríkjunum við leit tveggja fylli- bytta að leið til að halda sér frá áfengi. Síðan hafa milljónir manna um allan heim fetað þessa leið. Hún hefur bæði bjargað lífi fólks og auðgað og bætt líf þess – ekki aðeins ofdrykkjumanna og fíkni- efnaneytenda heldur ekki síður fjölskyldna þeirra, vina og vanda- manna. Fáir sjúkdómar hafa jafn skaðleg áhrif á líf annarra og sjúk- lingsins sjálfs og alkóhólismi. Hann getur eyðilagt fjölskyldur og skemmt út frá sér á vinnustöð- um og víðar. Í hvert sinn sem alkó- hólista tekst að ná einhverjum bata bætir það líf margra annarra. AA-samtökin á Íslandi eru sterkari og fjölmennari en víðast hvar annars staðar. Í viku hverri eru haldnir viðlíka margir AA- fundir í Reykjavík og nágrenni og borgum sem telja milljónir íbúa. AA-samtökin hafa því haft meiri áhrif á íslenskt samfélag en meðal flestra nágrannaþjóða okkar. Lík- ast til liggur hluti skýringarinnar í því að okkur Íslendingum veitti fremur en öðrum af því að láta renna af okkur. Drykkjusiðir okk- ar voru ótamdir og við höfðum fullmikið þol gagnvart fullum köllum og drykkjulátum á al- mannafæri og inni á heimilum. Að sumu leyti má segja að með breyt- ingum á samfélagi okkar hafi þol okkar gagnvart drykkjulátunum minnkað og hrakið fyllibytturnar í áfengismeðferð. Annars staðar hefur drykkja og neysla fíkniefna náð að laga sig hægar og jafnar að nútíma lifnaðarháttum og þar get- ur verið erfiðara að glöggva sig á ofneyslu þessara efna. En það eru til samfélög með jafn ótamda drykkjusiði og jafn áberandi alkóhólisma þar sem AA- samtökin hafa ekki náð jafn góðri fótfestu og á Íslandi. Góðan árang- ur samtakanna hérlendis getum við nefnilega þakkað óbilandi trú og ósérhlífnu starfi frumherja; ekki aðeins þeirra sem stofnuðu Íslandsdeild samtakana fyrir fimmtíu árum heldur einnig þeim hópi sem endurnærði samtökin fyrir tuttugu og fimm árum síðan og byggði upp SÁÁ – Samtök áhugafólks um áfengisvandann – og fólks sem áður og enn í dag gef- ur af sér til AA-samtakanna með því að rétta fólki í erfiðleikum hjálparhönd. Þrátt fyrir umfang sitt og fjölda félaga byggja AA-samtökin ekki á hefðbundnu skipulagi fé- laga. AA-samtökin eru lítið annað en starf þeirra sem leita til sam- takanna eftir hjálp; yfirbygging er sáralítil og skipulag allt lauslegt og óformlegt. Styrkur samtakanna hérlendis er síður en svo sjálf- sagður heldur mikil verðmæti sem við megum vera stolt af. ■ Umræður standa nú að vonumnokkuð um reglur um reynslulausn. Tilefnið er ærið; ít- rekaðar og einkar fólskulegar árásir ógæfumanns sem fékk reynslulausn úr fangelsi eftir að hafa afplánað 2/3 refsivistar sinn- ar. Dómsmálaráðherra hefur tek- ið málið föstum og ákveðnum tök- um og væntanlegar eru eftir páska hugmyndir að breytingum á lögum, sem girða fyrir að annað eins endurtaki sig. Í flestum tilvikum hafa fangar möguleika á að fá reynslulausn, þegar þeir hafa lokið helmingi til tveimur þriðju refsivistar sinnar. Þetta er umdeilanlegt fyrirkomu- lag en gildir engu að síður; með mikilvægri undantekningu þó. Í lögum er gerð undantekning frá reglunni um reynslulausn og hún er svona: „Þegar hluti fangelsis- refsingar er óskilorðsbundinn en hluti skilorðsbundinn eða þegar fangi afplánar vararefsingu fé- sektar verður reynslulausn hins vegar ekki veitt“. Mismunun á grundvelli efnahags Þetta getur leitt til þess að mönnum verði hreinlega mismun- að fyrir lögunum á grundvelli efnahags. Þess vegna hef ég ítrek- að ásamt Össuri Skarphéðinssyni formanni Samfylkingarinnar freistað þess að fá þessu breytt. Við höfum í þeim tilgangi flutt frumvarp á Alþingi sem felur í sér afnám þessarar mismununar. Þ.e að gefa þeim föngum einnig kost á reynslulausn sem afplána vararefsingu, af því að þeir hafa ekki getað reitt fram fésekt, vegna bágs efnahags. Þessi mál voru til umræðu á Alþingi í lok febrúar er ég mælti fyrir frumvarpi okkar. Ánægju- legt var að vita hversu mikil sam- staða var um þetta mál í þinginu. Þeir alþingismenn sem tóku til máls, úr a.m.k. þremur stjórn- málaflokkum, lýstu stuðningi við málið. Vonandi gefur þetta fyrir- heit um að hægt verði að ná þessu máli fram. Er ekki frelsið ómetanlegt? En um hvað snúast efnisatrið- in? Segjum svo að maður sé, vegna einhverra lögbrota, dæmd- ur í sekt og til vara í fangelsi sé sektin ekki greidd. Slíkir dómar eru ekki óalgengir og tíðkast með- al annars sem refsing fyrir auðg- unarbrot. Flestir telja frelsi sitt ómetanlegt og reyna allt til þess að greiða sektina og geta síðan um frjálst höfuð strokið. Menn selja eigur sínar, hús og húsmuni til þess að sleppa við fangavistina. Við þekkjum jafnvel dæmi um að ættingjar og vinir skjóti saman fé – oft líka af litlum efnum – til þess að greiða sektina. Þetta gerist meðal annars vegna þess að tíðum er sá brotlegi fjárvana, til dæmis eftir erfiðleika í atvinnurekstri, vegna veikinda, óreglu, eða af öðrum ástæðum. En því miður geta þetta ekki allir. Það hafa ekki allir efni á að greiða sektina; jafnvel ekki með tilstyrk vina og vandamanna. Þá bíður þeirra fangavistin. Þessir einstaklingar eiga samkvæmt lög- um ekki völ á reynslulausn. Við höfum bannað það með lögum. Þetta er það sem ég á við þegar ég held því fram að þessi löggjöf leiði óafvitandi til mismununar gagnvart lögunum, á grundvelli efnahags. Það er þeim lögum sem við Össur Skarphéðinsson reyn- um nú að breyta og tekst vonandi með tilstyrk góðra manna. Hvaða vit er í því...? Því hvaða vit er í því að gefa mönnum val á allt að helmings lækkun á refsivist, sem hafa verið sekir fundnir um ofbeldi af gróf- asta tagi, t.d nauðgun eða níðings- skap gagnvart börnum, en meina það þeim einstaklingi sem ekki hefur getað greitt sekt sína og því farið í fangelsi, sakir fátæktar? Er það réttlætið sem við viljum hafa? Nú þegar sjónir manna beinast að vonum mjög að allt öðrum þætti reynslulausnarinnar, er ástæða til þess að vekja enn á ný athygli á þeirri hlið þessarar lög- gjafar sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. Þetta er mál sem snýr að réttlætiskennd og sann- girni og vonandi eru hinar góðu viðtökur á Alþingi til marks um að málið fái farsælan endi. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um AA-samtökin. 16 8. apríl 2004 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Kúgunarsaga Íslands frá fyrriöldum er frekar fátækleg í samanburði við sögu Eistlands. Ís- lendingar voru að vísu bláfátækir allar götur frá lokum þjóðveldis- aldar fram yfir aldamótin 1900 og kenndu Dönum yfirleitt um allt, sem aflaga fór, en Íslendingar áttu þó margvíslega sök á þessu sjálfir, a.m.k. á 19. öld. Það var t.a.m. Íslendingum sjálfum að kenna, að frjáls viðskipti við út- lönd hófust ekki fyrr en 1855 og þá helzt fyrir tilstilli Jóns Sig- urðssonar forseta, sem tókst með þrautseigju að sannfæra hikandi máttarstólpa bændaveldisins um yfirburði fríverzlunar umfram viðskiptahöft. Eistland er önnur saga: Eistar hafa búið í landi sínu í fimm þús- und ár og yfirleitt undir oki erlends valds. Danir réðust inn í Eistland 1219, Þjóðverjar 1227, Svíar 1561, Rússar 1710, og það var ekki fyrr en 1920, að Eistar fengu loksins frið til að stofna sjálfstætt ríki. En það stóð ekki lengi: Rússar réðust inn aftur 1940, þá Þjóðverjar 1941, og síðan aftur Rússar 1944, og þeir hypjuðu sig ekki á brott fyrr en við hrun Sov- étríkjanna 1991. Síðan hefur Eist- land verið frjálst og fullvalda ríki. Að nota tímann Tímann, sem liðinn er, síðan Eistar endurheimtu sjálfstæði sitt 1991, hafa þeir notað býsna vel. Þeim tókst í fyrsta lagi að tryggja friðsamlega sambúð við rússneska minni hlutann í land- inu og þá um leið við Rússland. Það var vel af sér vikið við erfið- ar aðstæður. Þriðji hver íbúi Eist- lands er Rússi, og nær annar hver íbúi höfuðborgarinnar, Tall- inn. Það stafar af því, að Sovét- ríkin sendu mikinn fjölda Rússa til Eistlands eftir 1944 gagngert til að veikja þjóðernisvitund Eista og viðnámsþrótt. Sovét- stjórnin sendi einnig fjölda Eista til Síberíu, og þaðan áttu margir þeirra ekki afturkvæmt. Yfir- gangur Rússa gagnvart Eistum hafði þó beinlínis öfug áhrif. Mikilvægast af öllu, segir eist- neski rithöfundurinn Jaan Kross, var málið: það þjappaði þjóðinni saman og gerði henni kleift að halda velli í myrkrinu. Eistnesk- an hélt a.m.k. lífinu í honum; hann var einn þeirra fjölmörgu Eista, sem fékk að reyna fanga- búðir beggja, Hitlers og Stalíns. Rússarnir hegðuðu sér yfirleitt eins og herraþjóð í Eistlandi og hirtu margir ekki um að læra eistnesku. Nú súpa þeir seyðið af þeirri vanrækslu, þar eð eistnesk lög kveða nú á um það, að full þegnréttindi, þar á meðal kosn- ingarréttur og kjörgengi, út- heimta gott vald á eistnesku. Eigi að síður kjósa flestir Rússanna heldur að búa við skert tækifæri í Eistlandi en að fara aftur til Rússlands, enda eru þeir flestir fæddir í Eistlandi og hafa sumir aldrei komið til Rússlands. Opnuðu hagkerfið upp á gátt Eistar afréðu strax að endur- fengnu sjálfstæði að innleiða for- takslausan markaðsbúskap og opna hagkerfi landsins upp á gátt. Árangurinn er sá, að Eist- land er nú, nokkrum árum síðar, eitt opnasta hagkerfi álfunnar. Það er vel af sér vikið í landi, sem missti nær allan útflutnings- markað sinn á einu bretti við hrun Sovétríkjanna. En Eistar höfðu snör handtök og sneru við- skiptum sínum umsvifalaust vestur á bóginn. Þeir njóta nábýl- isins og skyldleikans við Finn- land. Vel þjálfað eistneskt vinnu- afl hefur stuðlað að því að gera finnska farsímafyrirtækið Nokia að stórveldi á heimsvísu. Grósk- an í efnahagslífi Eistlands hefur verið mikil að undanförnu, eftir að vaxtarverkjum umskiptanna frá miðstjórn til markaðsbúskap- ar linnti. Fólkinu fer á hinn bóg- inn fækkandi. Landbúnaður hef- ur dregizt mjög saman (um tvo þriðju miðað við landsfram- leiðslu) síðan 1991, en þjónusta hefur á hinn bóginn þanizt út um helming, svo að atvinnuvega- skipting mannaflans er nú í þann veginn að verða svipuð og víðast hvar í Vestur-Evrópu. Með sama áframhaldi verða Eistar orðnir jafnokar Finnlands að lífskjörum innan tveggja til þriggja ártuga ñ eins og þeir voru, þegar þeir voru sviptir frelsi sínu í síðari heims- styrjöldinni. Eitt er ótalið enn: Eistar hafa sótt mjög fram í menntamálum síðustu ár. Fyrir umskiptin, 1990, sótti um fjórðungur eistnesks æskufólks háskóla eins og hér heima. Nú sækja nærri 60% eist- neskra ungmenna háskóla á móti tæpum helmingi hér heima (töl- urnar eru frá 2001). Aukningin í báðum löndum stafar af aukinni eftirspurn eftir menntun. Innsigli Eistar gengu í Atlantshafs- bandalagið um daginn og ganga inn í Evrópusambandið 1. maí n.k. ásamt níu öðrum þjóðum. Aðildin að þessum lykilsamtökum Evr- ópuþjóða er endastöð umskipt- anna frá miðstjórn til markaðsbú- skapar og innsiglar stöðu Eista meðal bandamanna þeirra og vina í Evrópu og Ameríku. Það virðist ólíklegt, að Eistar eigi eftir að lenda undir yfirráðum nálægra ríkja að nýju. Sjálfstæði Eistlands virðist nú loksins vera í höfn. ■ Umræðan EINAR K. GUÐFINNSSON ■ skrifar um reynslu- lausn fanga. Útskrift 1. maí ■ Bréf til blaðsins Er þetta réttlætið sem við viljum hafa? AA-samtökin á Íslandi í 50 ár ■ Eistar afréðu strax að endur- fengnu sjálf- stæði að inn- leiða fortaks- lausan mark- aðsbúskap og opna hagkerfi landsins upp á gátt. Árangur- inn er sá, að Eistland er nú, nokkrum árum síðar, eitt opn- asta hagkerfi álfunnar. Friðarhreyfing í Bandaríkjunum Af umfjöllun um bandarísk stjórnmál í íslenskum fjölmiðlum mætti ætla að full samstaða væri vestra um hernaðarstefnu stjórn- valda, stórfellda vígvæðingu og rekstur hernaðarbandalaga. Sú er þó alls ekki raunin. Í Bandaríkjunum er starfrækt öflug friðarhreyfing sem heldur uppi harðri gagnrýni á utanríkis- stefnu Bandaríkjastjórnar. Þannig hafa fjölmennar mót- mælaaðgerðir verið haldnar gegn stríðsrekstrinum í Írak og víðar. RITSTJÓRI Á FRIDUR.IS Gróðasjónarmið á hálendinu Mér er mjög umhugað um náttúru okkar lands en stærsti hluti lands- ins er óbyggðirnar, hálendið. Það hefur mikið verið virkjað hér á landi enda jarðvarmi og vatnsafl ekki af skornum skammti, en þar þurfa menn að kunna sér hóf. Út- lendir auðhringar eru ekki beinlín- is elsku amma mín. Virkjunarleið- in er ekki sú eina að hálendinu. Það er mjög í tísku hjá virkjun- aróðum að tala um greiðari bíla- umferð vegna virkjana; eins og vegir verði ekki lagðir án ægivirkj- ana! Mér virðist reynt að láta gróða- sjónarmið gilda líka á hálendinu. Ef ekki skal virkja þá á ferðaiðn- aðurinn að þéna vel á þessu. En hvers á útivistarfólk að gjalda? Þarf það að reka augun í virkjanir hvert sem litið er eða þá rútuflota pakkaferða? HANNA Á NATTURUVAKTIN.COM Augljós tilgangur Ástæða sölu Landsímans er ein- föld: Á fjarskiptamarkaði starfa nú á fjórða tug fyrirtækja. Fram- sóknarflokkurinn hefur ávallt ver- ið þeirrar skoðunar að ríkið eigi að draga sig út úr rekstri þegar samkeppnisaðstaða hefur skap- ast. Þau skilyrði eru orðin að veruleika hérlendis. Þess vegna var flutt frumvarp um sölu Land- símans. Þar var ekki um feluleik að ræða heldur tilgangurinn aug- ljós og sýnilegur. HJALMAR ÁRNASON Á ALTHINGI.IS/HJALMARA ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um Eistland. Um daginnog veginn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.