Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 22
Páskaveðrið lítur ekki of vel út. Útlit er fyrir úrkomu um allt land flesta daga um bænadaga og páska. Á páskadaga lítur veðrið best út með þurru veðri sunnan- og vestanlands og hita yfir frostmarki. Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is Spennandi ævint‡rafer›ir til allra heimsálfa me› Encounter, Dragoman, Contiki, Intrepid, Imaginative Traveller, Tucan o.fl. Allar nánari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu okkar eða á www.exit.is. Færð þú MasterCard Ferðaávísun? sími: 461 2500 • gsm: 895 0625 • fax: 461 2502 www.akurinn.is • info@akurinn.is HÓTEL SKÍÐAMANNSINS FRÁBÆR OPNUNARTILBOÐ Gistiheimilið Akur Inn Við vorum í Brúnei í síðustu viku. Við ætluðum að sjá hversu flott væri þarna en við urðum fyrir vonbrigðum því byggingar, vegir og símakerfi eru í niður- níðslu á meðan soldáninn græðir á tá og fingri. Við komumst að því að fjórði bróðir soldánsins er næstum því búinn að setja land- ið á hausinn með því að byggja glæsihótel fyrir ríka Araba í landi þar sem hvorki má drekka né spila fjárhættuspil! Dýrasta svítan á hótelinu kostar um milljón krónur nóttin. Við sáum meira en bara höfuðborgina því við fórum inn í Temburong- regnskóginn, sem er sennilega aðgengilegasti regnskógur í heimi. Það var stórkostleg upp- lifun að sigla upp Temburong- fljótið og sjá apana hoppa í trjánum og marglita fugla flögra um. Við fórum líka inn í frum- skóginn þar sem við gengum á þröngum stígum og heyrðum í miklum fjölda dýra. Eftir að hafa labbað og svitnað í skógin- um fórum við í náttúrulega sturtu. Vatnið var um 28˚C og það var frábært að vera í fossin- um og kæla sig aðeins í 35˚C hit- anum. Síðan sigldum við niður ána aftur og fórum til baka til höfuðborgar Brúnei. Frá Brúnei héldum við til Kúala Lúmpúr og sáum meðal annars Petronas- turnana, fjarskiptaturninn, garða, moskur og verslunar- hverfi. Eftir stutt stopp í Kúala Lúmpúr fórum við til Singapúr, sem er mikil verslunarborg eins og Kúala Lúmpúr. Það borgar sig þó að þekkja verðið heima áður en maður kaupir, því stund- um er það nálægt því sem þekk- ist í Evrópu en stundum allt að helmingi lægra. Þess má geta að við gengum okkur upp að herða- blöðum í Kúala Lúmpúr og Singapúr, blöðrur og sárir fætur voru daglegt brauð í þessum fallegu borgum. Með kveðju frá Singapúr, Þórir og Gunnar Þórunn Björnsdóttir, myndlistarkona í Amsterdam: Ótrúlega þægilegur íverustaður Amsterdam er einn af töfrastöð- um jarðar. Mannlífið alþjóðlegt og frískandi, gjálfrandi síkin minna á Feneyjar og tígulegir íbúarnir þeysa um á hjólum milli sérhollenskra húsa og forvitni- legra afþreyingarmöguleika. Þór- unn Björnsdóttir hefur búið í Amsterdam síðastliðin átta ár. Fyrst lagði hún stund á myndlist en starfar nú og býr í þessari líf- legustu borg Hollands. „Þetta er ótrúlega þægilegur íverustaður, fólkið indælt og bæði auðvelt og skemmtilegt að fara leiðar sinnar á reiðhjóli,“ segir Þórunn, sem langar að eiga nokkur ár í viðbót meðal Hollendinga. „Mitt líf er hér og því verð ég eitthvað áfram, jafnvel þótt ég sé í aðra röndina alltaf á leiðinni heim til Íslands líka.“ Þórunn upplýsir les- endur um eftirlætisstaðina sína í Amsterdam. Í náttúrulegri sturtu í frumskóginum Í frumskógum Brúnei Gunnar ásamt fylgdarmanni þeirra félaga í frumskógi Brúnei. BAR CAFÉ KROM Utrechtsestraat 75 Gamalt, brúnt kaffihús með eldgam- alli viðarklæðningu og djúkboxi. Mjög skemmtilegur hverfis- bar þar sem gestirnir skiptast á að velja undirspil úr djúkbox- inu meðan þeir sötra rótsterkt kaffi eða sjéníver. Ekta hollensk stemning. BAR PROEF LOKAL Á Damminu fyrir aftan Krasnapolsky-hótelið „Proef lokal“ þýðir „að prófa líkjöra“ og þessi bar er pínu- lítill í eldgömlu húsi í þröngu húsasundi. Þarna má smakka líkjörablöndur hús- bændanna undir svignandi og lífslúnum hillum. Engin sæti eru á barnum svo allir standa upp á endann, en á sumardögum er opnað út í húsagarðinn og þá er hægt að tylla sér niður með líkjörsglasið. ÚTI- OG FLÓAMARKAÐIR NOORDER MARKT hjá Noorder-kirkjunni í Jordaan-hverfinu. Markaður, opinn á mánudagsmorgn- um þegar aðrar versl- anir Amsterdam sofa enn helgarsvefninum. Þarna ríkir lífleg stemning, harmon- ikkuleikur og fjör. Hægt að kaupa antik, skran, fatnað, matvöru og lífrænt ræktaða ávexti og grænmeti. Markaðurinn er í gamla gyðingahverfinu sem er afar gaman að rölta um og skoða. ÚTI- OG FLÓAMARKAÐIR ALBERT CUYP MARKT Fatnaður, matur og fleira. Frábær markaður og yndisleg spænsk búð rétt hjá, inn um þrönga hlið- argötu. Þar er hægt að kaupa framandi spænska matvöru hjá kaupmanni í ofurlitlu rými. VEITINGASTAÐUR WAGA MAMA Max Euweplein 10 Sjarmerandi asískur veitingastaður sem einnig má finna í Bretlandi, Dubai, Dublin og Ástralíu. Þarna ríkir mikil mötu- neytisstemning þar sem gestir sitja saman við langborð og troða í sig vel útilátna skammta af núðlusúpu. Nýtt og nú- tímalegt veitingahús. VEITINGASTAÐUR RENZO’S van Baerlestraat 67 Ítalskt og heimilislegt „ristorante“ í fá- brotnu, hráu hús- næði en með mat sem er eld- aður með hjart- anu. Kaffið er un- aðslegt og sam- lokurnar ómót- stæðilegar. Inni á Renzo’s er lítil ítölsk búð með spenn- andi olíum og pasta. SAFN VAN GOGH-SAFNIÐ Paulus Potterstraat 7 Nýtt safn til heið- urs þessum mikla hollenska lista- manni. Fallegur arkitektúr og heimsfrægar myndir van Gogh. ALMENNINGSGARÐUR VONDELPARK Á sumrin flatmagar mannfólkið á grænum grasbölum í umgjörð himin- hárra trjáa og mikil gleðistemn- ing ríkir í garðin- um. Kaffi- og veit- ingahús eru nokkur og sömu- leiðis skemmti- legt kvikmyndasafn þar sem hægt er að sjá gömul kvikmyndaverk. Á sumr- in er sýnt útibíó fyrir gesti og gang- andi. Hægt að veiða fisk og skoða fugla í Vondelpark, og komast nær náttúrunni. SAFN HÚS ÖNNU FRANK Prinsengracht 263 Sögulegt safn og menjar um gyðingastúlk- una Önnu Frank sem faldist í húsinu til að forðast útrýmingar- búðir nasista. Safn sem læt- ur engan ósnortinn. Heimsferð GUNNAR OG ÞÓRIR SKRIFA FERÐAPISTLA ÚR 120 DAGA HEIMSREISU SINNI.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.