Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 34
26 8. apríl 2003 FIMMTUDAGUR LEBRON JAMES LeBron James, leikmaðurinn efnilegi hjá Cleveland Cavaliers, hrifsar til sín frákast af miklu harðfylgi í leik gegn Toronto Raptors í NBA-deildinni í fyrrakvöld. Tilþrif James dugðu ekki til því Cleveland tapaði leikn- um 87-86. Körfubolti HANDBOLTI „Ég bý í Drammen en spila með liði í Osló sem heitir Njård,“ sagði Stella Óskarsdóttir, einn leikmanna U19-landsliðsins sem keppir í undankeppni EM um helgina. „Í 17 ára deildinni í Noregi erum við í efsta sæti og þrír leikir eftir. Við erum með mjög ungt lið og erum við að komast upp í aðra deild,“ sagði Stella. Svo gæti farið að hún skipti yfir í Drammen, sem er á leið upp í úrvalsdeildina. Stella bjó á Íslandi í tíu ár en hef- ur búið í Noregi undanfarin átta ár. „Ég var hérna fyrir einum og hálfum mánuði og var að æfa með Val og svo fékk ég boð um að koma núna.“ Stella segir á Ísland þurfi að vinna Slóvakíu til að eiga möguleika í riðlinum eftir að Úkraína datt út. „Við vitum að Danirnir eru með sterkt lið. Við vonum að það komi fullt af fólki og að heimavöllurinn hjálpi okkur.“ ■ HANDBOLTI „Þetta er raunhæft en þetta eru mjög sterk lið. Ef við náum að fylla húsið og fáum stuðning áhorf- enda er allt hægt,“ sagði Eva Margrét Kristinsdóttir, fyrirliði U19-liðsins sem leikur við Dani og Slóvaka í undankeppni EM um páskana. „Danmörk lenti í fjórða sæti á EM. Slóvakar spiluðu í undanriðli á móti Þjóðverjum og Frökkum, sem eru mjög sterkar þjóðir, og stóðu í þeim. Við spiluðum við úrslitaleik um að komast inn á EM við Hollendinga og við töpuðum fyrir þeim með einu marki. Holland lenti svo í sjötta sæti á EM.“ Flestar þeirra sem keppa um páskana kepptu einnig með liðinu í Hollandi í fyrra. Eva er ein af fimm leikmönnum liðsins sem leika með Gróttu. „Við erum að mínu mati með besta unglingaflokkinn á landinu,“ sagði Eva. „Við erum bikarmeistarar þar og deildarmeistarar og erum tap- lausar í vetur. Við erum kannski ekki búnar að standa okkur nógu vel í meistaraflokki en unglingaflokkurinn hefur staðið sig mjög vel.“ ■ Markmiðið að komast áfram Íslendingar leika við Dani og Slóvaka í undankeppni Evrópumóts U19-liða kvenna um páskana. HANDBOLTI „Þessi hópur tók þátt í undankeppni HM í fyrra og í þess- um hópi eru tólf leikmenn af sext- án sem léku úti í Hollandi,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari U19- landsliðs kvenna. Hann bendir á að leikmenn hinna liðanna hafi mun meiri leikreynslu. „Okkar leikmenn hafa leikið þrjá til tíu leiki en Danirnir og Slóvakarnir 30 til 60. Danmörk og Slóvakía voru í undirbúningsmótum síð- ustu helgi og helgina þar á und- an.“ „Undirbúningurinn hjá okkur var ekki langur. Liðið kom saman á mánudag,“ sagði Ágúst. „Við höfum verið duglegir að fara á leiki unglingaliðanna og meistara- flokkanna. Flestar í liðinu spila í meistaraflokki og margar hverjar hafa stór hlutverk í félagsliðum og hafa töluvert mikla reynslu.“ „Það fara tvö lið áfram en markmiðið er eðlilega að vera ann- að þeirra,“ sagði Ágúst. Komist ís- lenska liðið áfram tekur það þátt í lokakeppni sem fer fram í Prag í byrjun ágúst. „Það er klárt mál að Danir eru með mjög sterkt lið. Slóvakía er á pappírunum sterkara en við en við höfum heimavöllinn, nokkuð þéttan og góðan hóp og ég hef fulla trú á því að við getum lagt Slóvaka að velli. En það er erfitt að segja til um þetta meðan ég hef ekki séð þessi lið.“ „Það verður frítt inn á leik- ina og það er von okkar og trú að við fáum góða mætingu,“ sagði Ágúst. „Burtséð frá því hvernig þetta fer erum við að fá sterkar þjóðir eins og Dani og Slóvaka og ég get ekki sagt ann- að en að þetta sé gott framtak frá HSÍ og gott fyrir kvenna- boltann að fá þennan riðil heim.“ ■ 9. - 12. APRÍL Í SÝNINGARSAL B&L GRJÓTHÁLSI 1 STÓRSÝNINGIN BÍLADELLA 2004 LEIKIR Í 5. RIÐLI Föstudagur kl. 15.00 Danmörk - Slóvakía Laugardagur kl. 16.30 Ísland - Slóvakía Sunnudagur kl. 14.00 Ísland - Danmörk Allir leikirnir verða í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Aðgangur er ókeypis. ÍSLENSKA LIÐIÐ Markverðir Helga Vala Jónsdóttir Fram Bryndís Jónsdóttir Haukar Elísabet Arnardóttir KA Aðrir leikmenn Anna María Halldórsdóttir Grótta Anna Úrsula Guðmundsdóttir Grótta Arna Gunnarsdóttir Stjarnan Björk Gunnarsdóttir Stjarnan Eva Margrét Kristinsdóttir Grótta Gerður Rún Einarsdóttir Grótta Ingibjörg Karlsdóttir Haukar Íris Ásta Pétursdóttir Grótta Katrín Andrésdóttir KA Rakel D. Bragadóttir Stjarnan Soffía Rut Gísladóttir Víkingur Sólveig Kjærnested Stjarnan Stella Björk Óskarsdóttir Njård Eva Kristinsdóttir: Þurfum að fylla húsið Stella Óskarsdóttir: Verðum að vinna Slóvakíu ÍSLENSKA U19-LANDSLIÐIÐ Leikur við Slóvaka á laugardag og Dani á sunnudag. EVA MARGRÉT KRISTINSDÓTTIR Fyrirliði U19-landsliðsins sem leikur við Dani og Slóvaka um páskana. STELLA ÓSKARSDÓTTIR Leikur með félaginu Njård frá Osló.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.