Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 32
24 8. apríl 2003 FIMMTUDAGUR Með Avis kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald - Gildir til 31. mars 2005. Verð háð breytingu á gengi. Kaupmannahöfn kr. 3.600,- á dag m.v. A flokk Billund kr. 3.500,- á dag m.v. A flokk Árósar kr. 3.500,- á dag m.v. A flokk www.avis.is Við gerum betur Danmörk AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is Munið Visa afsláttinn Síðasta kvöldmáltíðin er sterk í hugum kristinna manna og í dag, á skírdag, minnumst við þessarar dramatísku kvöldstundar í lífi Jesú Krists. Af þessu tilefni fór Fréttablaðið á stúfana og spurði nokkra þjóðþekkta Íslend- inga hvernig þeir myndu kjósa að hafa sína síðustu kvöldmáltíð ef hana bæri að. Hvernig yrði síðasta kvöldmáltíðin þeirra? ARNAR JENSSON Tekur ekki annað í mál en að hafa konuna og börnin við máltíðina. Arnar Jensson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn Við borð- stofuborðið heima Fyrir það fyrsta yrði ég að bjóðakonunni minni, sem ég ætla að reyna að hafa hjá mér fram á hinstu stundu. Svo ekki sé minnst á börnin. Þetta er fjölskylda mín og í þeirra félagsskap myndi ég vilja snæða mína síðustu kvöld- máltíð. Ég tek einfaldlega ekki annað í mál. Þessi síðasta máltíð yrði þá með einföldu sniði, alveg eins og ég kýs að hafa lífið. Í þess- um töluðu orðum stend ég við borðstofuborðið heima hjá mér. Þar held ég einmitt að ákjósanlegt yrði að raða kræsingunum á borð. Í matinn vildi ég hafa grillaðar bláberjamarineraðar gæsabring- ur með brúnuðum kartöflum og öllum öðrum tilfallandi græjum. Forrétturinn væri með öllu óþarf- ur. Ég og mitt fólk myndum ein- faldlega bara vaða beint í gæsina og gæta þess að hafa nóg til af öllu til alls.“ ■ GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR Myndi gæða sér á gúmmíkjötfarsbollum á miðjum steypuklumpi. Guðrún Eva Mínervu- dóttir, rithöfundur Myndi kyssa Gussa gamla Ég gæli við tvær útfærslur áþeirri máltíð. Annars vegar myndi ég velja kirkjugólfið á Kirkjubæjarklaustri, aldagamla stuðlabergsmyndun sem lítur út eins og eldgamalt kirkjugólf. Það gengur upp úr miðju túni stutt frá Kirkjubæjarklaustri og er afar fallegt. Að sjálfsögðu myndi ég velja gott veður og glampandi sól yfir miðju stuðlaberginu, en samt væri svell á síkjunum í kring og norðurljós, þannig að hægt yrði að fara á skauta. Þetta yrði stutt og laggóð máltíð, á borðum yrði jap- anskur hrár lax með skærbleikum engifer og rauðvíni, vegna þess að það er miklu betra en hvítvín. Fé- lagsskapurinn á kirkjugólfinu yrði rómantískur, en ég sæti til borðs með Gussa sjálfum, eða ein- faldlega Guði. Við þetta tækifæri fengi ég að sjá geislabauginn hans og myndi ég um leið sýna geisla- bauginn minn, rétt áður en við kysstumst undurblítt. Seinni hug- mynd mín er að setja saman mál- tíð uppi á steypuklumpi á Kára- hnúkavirkjun. Þar mætti hins vegar alveg vera rok og rigning, jafnvel slydda ef út í það er farið. Maturinn á steypuklumpinum yrði samsetning á gúmmíkjötfars- bollum úr mötuneytinu og Royal- súkkulaðibúðingur í eftirrétt. Fé- lagsskapur þeirrar máltíðar væri af alþjóðlegum toga, eða einfald- lega allir þeir sem vinna við virkj- unina.“ ■ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Myndi bjóða upp á staðgóðan þjóðlegan íslenskan mat, harðfisk, hákarl og hangiket. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður Gleðskapur á hálendinu Ég yrði nú eflaust manna síðasturtil að setja upp kvöldmáltíð í trú- arlegum eða páskalegum skilningi. Þó myndi ég kalla til góða vini og kveðja með virktum, ætti ég að setj- ast við borð ásamt fleirum til að snæða hinsta sinni. Ég myndi hafa að uppistöðu til staðgóðan þjóðlegan íslenskan mat, harðfisk, hákarl og hangiket og flera slíkt góðmeti á því borði. Í mínu síðasta boði yrði sam- bland af nýjum og gömlum vinum, samherjum og samstarfsmönnum mínum úr minni núverandi tilveru í stjórnmálum; skólasystkini, félagar úr íþróttum, gamlir vinir af heima- slóðum og slatti erlendra vina; ber þar fremstan að nefna Högna Hoy- dal, stjórmálamann frá Færeyjum, skiptinema frá öðrum heimshorn- um og síðast en ekki síst, fjölskyldu mína frá Eyjaálfu, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Þá yrði borðhaldið síður en svo hátíðlegt. Ég myndi sjá til þess að þetta yrði óþvingaður gleðskap- ur, þarna yrðu sögur sagðar, hlegið mikið og myndu menn gera óspart að gamni sínu. Máltíðina myndi ég setja upp úti í náttúrunni, með fallegu útsýni. Mér væri skapi næst að setja veisluna upp á miðhálend- inu, en það ferðalag myndu þeir ein- ir leggja á sig, sem eru raunveru- legir vinir. Hvort veislan yrði hald- in norðan heiða eða hér fyrir sunn- an skal látið ósagt að sinni. Gaman gæti orðið að setja upp gleðskap í Ásbyrgi eða jafnvel í sumarbústað- arlandi fjölskyldunnar í Miðásum í Gnúpverjarhreppi. Eða jafnvel í stóru hlöðunni á Gunnars- stöðum. Hún hýsir marga og yrði ákjós- anlegt skjól ef veður tæki að versna.“ ■ JÓNA HRÖNN BOLLADÓTTIR Myndi snæða á æskuslóðum fyrir síðasta sakramentið. Jóna Hrönn Bolladóttir, miðborgarprestur Myndi fara á æskuslóðir Mín síðasta kvöldmáltíð yrðián efa nærri kirkju og þá á stað sem væri sérlega blessaður. Ég myndi fara til prestsetursins að Laufási við Eyjafjörð. Þar er ég alin upp og finnst staðurinn yndislegur. Kirkjan sjálf heitir Laufáskirkja, en þar var ég ekki einungis fermd heldur líka gift. Faðir minn var prestur við þessa kirkju í 25 ár og kirkjan sjálf skipar stóran sess í huga mér. Í matinn myndi ég hafa læri og brúnaðar kartöflur, með rabar- barasultu. Ég myndi bjóða mann- inum mínum, börnum og tengda- dóttur ásamt foreldrum og syst- kinum. Það væri alveg ljóst að ég væri kvíðin á þessari stundu og fyndist gott að geta grátið við svo margar elskandi axlir, því þrátt fyrir að ég viti hver taki við á dánarstundu veit ég ekki hvað tekur við. Það er einnig mikil- vægt að eiga ekkert ósagt við sitt fólk þegar að dánarstundinni er komið og ef svo væri gæti ég gert það þarna með fólkinu sem ég treysti best og veit að elskar mig. Gjarnan vildi ég svo ganga með þeim öllum og taka við heilögu sakramenti í kirkjunni að lokinni góðri máltíð, en kirkjugarðurinn er grasi vaxinn og gæti ég vel hugsað mér að hvíla þar beinin. Með þessu móti myndi ég kjósa að búa mig undir dauða minn, eftir að hafa nært mig á líkama og sál. Þó held ég að maður eigi að neyta hverrar kvöldmáltíðar í ljósi þess að hún kynni að vera sú síð- asta. Ég vona það vísu að langt verði þar til ég neyti minnar síð- ustu kvöld- máltíðar og bið ég þess að þegar sú stund kemur verði ég nægi- lega sterk til að kveðja með hugarhreysti, sem gæfi mínu fólki styrk til að lifa áfram.“ ■ BUZZ ALDRIN Maður liðsheildarinnar að mati Freys Eyjólfssonar. Maður liðs- heildarinnar Geimfarinn Buzz Aldrin er mað-ur að mínu skapi,“ segir Freyr Eyjólfsson, útvarpsmaður og Geir- fugl með meiru. Þann 20. júlí árið 1969 lenti mannað geimfar á tunglinu. Það var Neil Armstrong sem steig fyrsta skrefið sem frægt er orðið en Buzz Aldrin fylgdi í kjölfarið og varð þar með annar maður í sögunni til að stíga fæti á annan hnött en jörðina. Þess má geta að fyrir tunglferðina komu þessir frægu félagar til Ís- lands og spókuðu sig um í kringum Öskju í geimgöllunum því svæðið þótti líkjast yfirborði tunglsins. Freyr hefur talsvert kynnt sér Buzz Aldin, sem fæddist í Montclair í New Jersey 20. janúar árið 1930 og barðist m.a. í Kóreustríðinu áður en hann hlaut menntun í geimferðavís- indum við Há- skólann í Massachusetts. Árið 1963 var hann valinn sem einn fyrsti g e i m f a r i Bandaríkjanna og flaug Apollo VIII sem flaug í fyrsta skipti í k r i n g u m tunglið, en það var ferðalagið með Apollo XI sem gerði Buzz Aldrin heimsfræg- an þegar farið lenti á tunglinu. „Buzz Aldrin er táknmynd mannsins sem er númer tvö. Sá sem hlaut silfurpeninginn. Sá næstbesti. Eða hvað? Hann var engu minni maður en Armstrong en maður sem ekki vill eigna sér einn heiðurinn af því sem margir hafa unnið saman að. Hann er með- spilarinn – samvinnan og samvisk- an,“ segir Freyr. „Aðrir Buzzarar eru til dæmis Art Garfunkel, Sonny sem var með Cher, Halli vs. Laddi, og svo mætti lengi telja. Þeir eru dæmi um menn sem gera heildina stærri en samanlagða hluta hennar. Mikilvægir hlekkir sem trúa á mátt heildarinnar en ekki einstaklings- ins. Lengi lifi Buzz og við skulum rækta Buzzinn í sjálfum okkur! Lifi liðsheildin!“ segir Freyr að lokum. ■ ■ Maður að mínu skapi FREYR EYJÓLFSSON Hann segir að Buzz sé ekki minni maður en Neil Armstrong þó að sá síðarnefndi hafi fyrr stigið fæti á tunglið. SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN Í hugum flestra hefur síðasta kvöldmáltíðin þá ásjónu sem Leonardo da Vinci skapaði henni í ódauðlegu málverki sínu. Jesús situr fyrir miðju, umkringdur lærisveinum sínum. Sérkennilegt má heita að gestir skuli ekki sitja beggja megin borðsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.