Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 46
8. apríl 2004 FIMMTUDAGUR Breska stúlknahljómsveitinSugababes kom til landsins í gærkvöld en stelpurnar verða með tónleika í Laugardalshöll í kvöld. Þær hafa spilað fyrir troðfullum húsum vítt og breitt um Bretland að undanförnu og hafa gagnrýnendur gert góðan róm að sviðsframkomu þeirra og söng. Íslandsheimsókn þeirra hef- ur vakið nokkra athygli í heima- landinu og þannig efndi útvarps- stöðin Ten-17 á Englandi til stórrar SMS-keppni þar sem aðalvinningurinn var Íslands- ferð og fjórir miðar á tónleikana í Höllinni. Keppnin var auglýst hressilega í þrjár vikur og þátt- takan var góð. Vinningshafinn fagnaði síðan ákaft í beinni þegar honum voru tilkynnt úrslitin. Hann er vænt- anlegur til landsins í dag ásamt þremur gestum sínum en greitt verður fyrir allt uppihald hóps- ins á meðan á Íslandsdvölinni stendur. Fólkið fer aftur heim á föstudaginn langa en með því í för eru plötusnúður útvarps- stöðvarinnar og blaðamaður frá Evening News. ■ Breti vann miða á Sugababes í HöllinniMargf alda› u punktana flína Punkta›u fla› hjá flér! Gæ›aflís frá Catmandoo Ver› mi›a› vi› 1000 punkta: 500 kr. Smásöluver›: 3.490 kr. Ver›gildi punkta: x3 H ám ark 1000 punktar á hvert tilbo› FLÍSPEYSA F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 7 2 Ein skærasta poppdrottningin íÚkraínu þessa dagana heitir Ruslana. Hún verður fulltrúi lands síns í Eurovision-keppninni og ætlar að gefa Íslendingum kost á að heyra lagið sitt annað kvöld á skemmtistaðnum Pravda. Ruslana er á tónleikaferðalagi um Evrópu þessa dagana, og Ís- land verður fyrsta stopp hennar á Norðurlöndunum. Héðan heldur hún til Skandinavíu þar sem hún ætlar að kynna Eurovision-lagið sitt. „Hún er gífurlega vinsæl úti í Úkraínu. Þetta er þeirra popp- prinsessa, svona eins og Birgitta Haukdal hjá okkur,“ segir Ingi Karlsson, sem hefur undirbúið komu hennar hingað. „Tónlistin hennar er mjög dansvæn, með einhvers konar austrænu ívafi. Mjög töff og nú- tímaleg.“ Hann bætir þó við, að kannski sé dálítið villandi að tala um aust- rænt ívaf. Tónlistin er kraftmikil og í henni má heyra áhrif frá fjallahéruðum Úkraínu. Ruslana semur og framleiðir alla sína tónlist sjálf, og útfærir dansatriðin eftir eigin höfði. „Hún leggur gríðarlegan metn- að í allt sem hún gerir,“ segir Ingi. Jón G. Zoega, konsúll Úkraínu hér á landi, hefur að vísu aldrei heyrt í henni, en hitti hana þó stutta stund úti í Kiev fyrir stuttu. „Þetta er voða falleg stúlka og geðþekk. Úkraínumenn róa að því öllum árum að nálgast Vest- urlöndin, ganga í ESB og NATO, og hún tekur þátt í því af fullum krafti.“ Jón var ekki eini Íslendingur- inn sem hitti hana á dögunum, því Davíð Oddsson forsætisráð- herra var á staðnum og tók í höndina á stúlkunni. Með í för voru einnig Jón Baldvin Hanni- balsson sendiherra og Bryndís Schram, sem hefur unnið hörðum höndum að því að gera Ruslönu kleift að koma til Íslands. ■ Tónleikar RUSLANA ■ Er Birgitta Haukdal Úkraínu. Hún keppir fyrir land sitt í Eurovision í vor en flytur keppnislagið á Pravda í kvöld. RUSLANA Á ÚTOPNU Úkraínska Eurovision-drottningin Ruslana ætlar gera allt vitlaust á Pravda annað kvöld ásamt dansflokki sínum, Wild Dances. Meðal ann- ars flytja þau endanlega útgáfu af Eurovision-lagi Úkraínu þetta árið. Villtir dansar Ruslönu Íslandsvinir SUGABABES ■ Heppinn landi þeirra vann miða á tónleika þeirra í Höllinni. Hann kemur til landsins á morgun ásamt boðsgesti, plötusnúði og blaðamanni. SUGABABES Íslandsheimsókn stelpnanna hefur vakið athygli á Englandi og heppinn hlustandi útvarpsstöðvarinnar Ten-17 vann ferð til Ís- lands og miða fyrir fjóra í SMS-leik. Hann var að vonum hæstánægður og mun fylgjast með Sugababes í Höllinni í kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.