Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 10
10 14. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR BÆNDUR Á GAZA-STRÖNDINNI Palestínskir bændur aka hestvagni sínum fram hjá varðturni ísraelska hersins við eina af landnemabyggðum gyðinga á Gaza-ströndinni. Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísrael, er kominn til Washington þar sem hann mun ræða við bandaríska ráða- menn um fyrirhugað brotthvarf Ísraela frá Gaza. MJANMAR Vonir glæddust í gær að Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Mjanmar, verði látin laus úr stofufangelsi þegar þarlend stjórnvöld létu lausa tvo leiðtoga. Aung Shwe og U Lwin losnuðu úr haldi í gær eftir að hafa verið tæpt ár í stofufangelsi. Aung San Suu Kyi var hneppt í stofufangelsi fyrir tæpu ári og er nú ásamt varaforseta stjórnar- andstöðuflokksins Tin Oo einu leiðtogar stjórnarandstöðunnar sem enn sitja í stofufangelsi. Almennt var búist við lausn Aung Shwe og U Lwin, því báðum hafði verið boðið að sitja ráð- stefnu þar sem ætlað er að drög verði lögð að nýrri stjórnarskrá landsins. Stjórnarandstaðan hefur ekki gefið út hvort hún muni sitja ráðstefnuna og er beðið með ákvörðun þar til ljóst er hvort Aung San Suu Kyi verði sleppt úr haldi. Þótt vonirnar hafi glæðst hafa stjórnvöld verið fámál um fram- haldið. Utanríkisráðherra lands- ins neitaði að staðfesta nokkuð um það hvort Aung San Suu Kyi verði látin laus fyrir stjórnarskrárráð- stefnuna. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, segir viðurkenningu stjórn- arskrárráðstefnunnar háða því að stjórnarandstaðan taki þátt. ■ EFNAHAGSMÁL Framlag fiskveiða og -vinnslu til hagvaxtar síðustu tíu ára var neikvætt um 0,1 pró- sent. Samanlagður hagvöxtur ár- anna 1993 til 2004 var 39,4 pró- sent. Af þessum hagvexti lagði stóriðjan til 0,7 prósent og land- búnaður 0,5 prósent. Umfang op- inberrar þjónustu í hagkerfinu óx á sama tímabili um 6,8 prósent.“ Ásgeir Jónsson, hagfræðingur greiningardeildar KB banka, seg- ir sjávarútveginn ekki munu reka hagsveifluna áfram eins og áður var. „Sjávarútvegurinn skiptir enn mjög miklu máli. Hann skap- ar útflutningsverðmæti og tölu- vert af góðum störfum, sérstak- lega í fiskveiðunum. Þar við bæt- ist mikilvægi hans fyrir lands- byggðina. Hins vegar er greinin ekki að skila miklu í hagvöxtinn.“ Ásgeir segir töluverða fram- leiðni í sjávarútveginum. „Það má ekki draga þá ályktun af þessu að sjávarútvegsfyrirtæki séu ekki vel rekin.“ Hins vegar fari hlutur- inn í landsframleiðslunni minnk- andi og sjávarútvegurinn sé rétt innan við tíu prósent af lands- www.kbbanki.is Árlega veitir KB banki 15 styrki til námsmanna í Námsmannalínunni. Hver styrkur nemur 200.000 krónum. N O N N I O G M A N N I Y D D A • N M 1 1 4 9 8 / S IA .I S ÞÚ ERT FRÁBÆR! NÁMSMANNALÍNA KB BANKA Nánari upplýsingar og umsóknarform má finna á www.namsmannalinan.is. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2004. Þetta er ein leiðKB banka til aðstyrkja námsmenn Styrkir eru veittir til: Útskriftarnema á háskólastigi innanlands. Námsmanna á háskólastigi erlendis. Þetta er önnur le ið MINNKANDI VÆGI Sjávarútvegurinn er enn sem komið er mikilvægasta útflutningsgreinin. Vægi greinarinnar í landsframleiðslu hefur farið minnkandi með vexti annarra greina. Hlutur sjávarútvegs í landsframleiðslu er kominn niður fyrir tíu prósent. Sjávarútvegurinn dregur ekki vagninn Vöxtur landsframleiðslu síðustu tíu ára var 40 prósent. Framlag sjávar- útvegs til hagvaxtarins var neikvætt. Greinin er enn mikilvægasta út- flutningsgreinin. Útrásin hefur orðið í öðrum greinum atvinnulífsins. Vonir glæðast um að Suu Kyi verði sleppt í Mjanmar: Tveir úr stofufangelsi VON UM FRELSI Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafi Nóbels, hefur setið í stofufangelsi í tæpt ár. Vonir um að hún verði látin laus á næstunni hafa glæðst. M YN D /A P Herskáir múslimar gera árás: Fjórir lög- reglumenn drepnir RÍAD, AP Herskáir múslimar skutu til bana fjóra lögreglumenn í norðvesturhluta Sádí-Arabíu í dögun í gær. Árásarmennirnir flúðu af vettvangi á stolnum lög- reglubifreiðum. Lögreglumennirnir voru skotn- ir við eftirlitsstöð á þjóðveginum frá Ríad til Qassim-héraðs. Að sögn lögreglu er talið að árásar- mennirnir hafi tekið þátt í skot- bardaga í Ríad á mánudaginn sem kostaði einn lögreglumann og einn vígamann lífið. Lögreglan elti árásarmennina í úthverfi borgarinnar Unaizah og umkringdi svæðið á meðan leit stóð yfir. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.