Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 31
23MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2004 hvað?hvar?hvenær? 11 12 13 14 15 16 17 APRÍL Miðvikudagur RE/MAX-deild karla: Öruggt hjá ÍR HANDBOLTI ÍR-ingar sigruðu Gróttu/KR 29-23 á heimavelli í átta liða úrslitum RE/MAX-deildar karla í handbolta í gærkvöld. ÍR-ingar tóku strax forystuna í leiknum og leiddu 3-0 og 5-1 og síðan 17-10 í leikhléi. Grótta/KR átti nokkrar ágætar atlögur að ÍR-ingum í seinni hálfleik og tókst að minnka muninn í tvö mörk en ÍR-ingar gáfu í að nýju og unnu öruggan sigur. Einar Hólmgeirsson átti frábær- an leik í gær. Hann skoraði fimmtán mörk, þar af átta af tólf mörkum ÍR- inga í seinni hálfleik. Ingimundur Ingimundarson skoraði sjö, Bjarni Fritzson fimm og Hannes Jón Jóns- son tvö. Ólafur Gíslason varði nítján skot, þar af tvö víti. Páll Þórólfsson skoraði sex mörk fyrir Gróttu/KR, Konráð Olavsson og Kristinn Björgúlfsson fjögur, Daði Hafþórsson þrjú. Gísli Guð- mundsson varði sautján skot, þar af eitt víti. ■ RE/MAX-deild karla í handbolta: Áttatíu mörk HANDBOLTI Haukar unnu ÍBV 41-39 á Ásvöllum í átta liða úrslitum RE/MAX-deildar karla í handbolta í gær. Staðan í leikhléi var 21-19 fyrir Hauka. Leikurinn var jafn allan tímann en Haukarnir höfðu þó frumkvæð- ið. Þeir náðu mest þriggja marka forskoti og leiddu 24-21 snemma í seinni hálfleik. Þá tók við besti kafli Eyjamanna í leiknum og þeir breyt- tu stöðunni í 26-29 en Haukarnir náðu með seiglunni að breyta stöð- unni sér í hag á lokakaflanum. Halldór Ingólfsson skoraði níu mörk fyrir Hauka, þar af sjö úr vít- um. Ásgeir Örn Hallgrímsson skor- aði sjö mörk, Þórir Ólafsson og Jón Karl Björnsson sex mörk hvor, Andri Stefan fimm, Vignir Svavars- son fjögur, Robertas Pauzuolis þrjú og Þorkell Magnússon eitt. Birkir Ívar Guðmundsson varði 20 skot. Zoltán Belányi skoraði tíu mörk fyrir ÍBV, fjögur þeirra úr vítum, og Josef Böse átta, tvö úr vítaköst- um. Sigurður Stefánsson skoraði fimm mörk, Kári Krisjtánsson þrjú, Michael Lauritzen tvö og Er- lingur Richardsson, Sigurður Bragason og Björgvin Rúnarsson eitt mark hver. Jóhann Guðmunds- son varði fjórtán skot, þar af eitt víti. ■ RE/MAX-deild karla í handbolta: Stefán varði víti í lokin HANDBOLTI Stefán Guðnason var maður leiksins þegar KA vann Fram 30-29 í framlengdum leik í átta liða úrslitum RE/MAX-deild- ar karla í handbolta. Stefán átti mjög góðan leik í marki KA og kórónaði glæsilega frammistöðu sína með því að verja vítakast Valdimars Þórssonar sjö sekúnd- um fyrir lok framlengingar. Leikurinn var jafn allan tím- ann. KA leiddi 13-12 í leikhléi en staðan var 26-26 eftir venjulegan leiktíma. Framarar voru alltaf á undan að skora í framlengingunni þar til í lokin þegar Stelmokas breytti stöðunni í 30-29. Andreus Stelmokas og Ingólfur Axelsson skoruðu sex mörk fyrir KA, Arnór Atlason og Sævar Árnason fimm, Einar Logi Frið- jónsson og Bjartur Máni Sigurðs- son þrjú, og Andri Snær Stefáns- son og Jónatan Magnússon eitt hvor. Andri sýndi mikla yfirvegun þegar hann jafnaði, 28-28, úr vítakasti í lok fyrri hálfleiks framlengingar. Stefán Guðnason varði 25 skot, þar af þrjú vítaköst. Valdimar Þórsson skoraði tíu mörk fyrir Fram, þrjú þeirra úr vítaköstum, Hjálmar Vilhjálmsson skoraði sjö, Guðjón Finnur Drengs- son fjögur, Arnar Þór Sæþórsson og Héðinn Gilsson þrjú og Jón Björg- vin Pétursson og Þorri Björn Gunn- arsson eitt hvor. ■ GEIR OG VALDIMAR MÆTTIR Á HLÍÐARENDA Á NÝ Geir Sveinsson og Valdimar Grímsson stjórnuðu Valsliðinu í förföllum Óskars Bjarna Ósk- arssonar, þjálfara Val, í fyrsta leik einvígis þeirra við FH. FÓTBOLTI Manchester United vann Leicester 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Varnarmaðurinn Gary Neville skoraði eina mark leiksins en það var aðeins fimmta mark hans í 431 leik með United. Neville skoraði síðast þegar United gerði jafntefli, 1- 1, við Basel í meistaradeildinni í mars í fyrra. Eftir sigurinn er United að- eins þremur stigum á eftir Chelsea en félagið sem lendir í öðru sæti í úrvals- deildinni fær öruggt sæti í riðla- keppni meistaradeildarinnar. United á eftir að leika við Charlton, Liverpool og Chelsea á Old Trafford og Portsmouth, Blackburn og Aston Villa á útivelli. Leicester er sem fyrr í næstneðsta sæti og á fyrir höndum erfiða fallbaráttu. Leicester á eftir að leika við Manchester City og Portsmouth á heimavelli og Black- burn, Charlton og Arsenal á útivelli. ■ Átta liða úrslit RE/MAX-deildar karla í handbolta: Geir og Valdimar stjórnuðu Val til sigurs HANDBOLTI Geir Sveinsson og Valdi- mar Grímsson stjórnuðu Valsliðinu til sigurs, 31-26, í förföllum Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, í fyrsta leik einvígis þeirra við FH í átta liða úrslitum RE/MAX-deildar karla. „Við erum mjög sáttir með þennan leik. Ég hef á tilfinningunni að nokkrir hjá þeim séu orðnir þreyttir en við erum sprækir strák- ar og með breiðan hóp og ætlum að nýta okkur það að þeir spila mikið á sömu mönnunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað svona gerist hjá okkur og það er leiðinlegt að þurfa að segja frá því að við höf- um lent í þessu áður með Geira,“ sagði Bjarki Sigurðsson, fyrirliði Vals, en faðir Óskars Bjarna þjálf- ara varð bráðkvaddur og þess vegna fékk Óskar Bjarni Geir og Valdimar til að stjórna liðinu fyrir sig. „Við kunnum að þjappa okkur saman við svona aðstæður. Geiri og Valdimar stóðu sig frábærlega í dag, við söknum að sjálfsögðu Mumma og Óskars Bjarna en þessi sigur var fyrir þá,“ sagði Bjarki eft- ir leik. FH byrjaði vel og var komið í 2-5 og 4-8 í byrjun leiks en þegar leið á hálfleikinn fór framliggjandi vörn Valsmanna að trufla mikið sóknarleik FH og um leið og Vals- menn urðu skynsamari í sókninni sigu þeir fram úr í seinni hálfleik en það var jafnt í hálfleik, 14-14. Í - seinni hálfleik skoruðu Valsmenn 6 af fyrstu 8 mörkunum og höfðu tögl og haldir í leiknum eftir það. Bald- vin Þorsteinsson skoraði 10 mörk fyrir Val, Hjalti Gylfason var með 7 og besti maður liðsins, Hjalti Pálmason, skoraði 5. Þá varði Örvar Rúdólfsson 15 skot en hann kom inn á í mark Vals eftir 13 mínútur en þá hafði Pálmar Pétursson varið aðeins 1 skot. Hjá FH skoraði Logi Geirsson 8 mörk og nýtti skotin sín vel (62%) en átti eins og félagar hans alltof mikið að slæmum sendingum sem Valsmenn breyttu fljótt í ódýr mörk hinum megin. Magnús Sigmundsson varði vel í fyrri hálfleik, 12 af 15 skotum, en náði eins og liðið ekki að fylgja eftir góðri byrjun og það voru pirraðir og þreyttir FH-ingar sem yfirgáfu Hlíðarenda í gær. ■ Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu: Gary Neville skoraði LEIKIR  18.45 Keflavík mætir Stjörnunni í deildarbikarkeppni karla í fótbolta í Reykjaneshöll. SJÓNVARP  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði.  18.30 Fákar á Sýn. Fjölbreyttur hesta- þáttur.  19.00 Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi á Sýn. Bellsouth Classic.  20.00 UEFA Champions League. Meistaradeildin. Gullleikir á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn. STEFÁN GUÐNASON Varði vítakast þegar sjö sekúndur voru til leiksloka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.