Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 24
4 Svipmynd HRÍSEY: EYJA Á EYJAFIRÐI UNDAN ÁRSKÓGSSTRÖND ÍBÚAFJÖLDI: 180 STÆRÐ: 11,5 ferkílómetrar. Næststærsta eyja við Ísland TILKALL TIL FRÆGÐAR: Þar er eina einangrunarstöð fyrir gæludýr sem flutt eru til Íslands. ÞEKKTASTI SONUR: Árni Tryggvason, leikari og trillukarl, býr í Hrísey. SÖGUPERSÓNAN: Þorvaldur Rögnvaldsson kraftaskáld smalaði saman öllum músum í eyjunni á miðöldum og kvað þær niður við Múshól nyrst á eynni. FYRIR INNVÍGÐA: Aðeins ein stytta er í Hrísey. Hákarla Jörundur Jónsson (1871–1888) stendur við Syðstabæ steyptur í brons. Hvar vinnurðu? Í Tækniháskóla Íslands Í hverju felst starfið? Ég er rektor skólans. Í því felst að vera með yfirumsjón með faglegu starfi og rekstri. Hvenær vaknarðu á morgnana? 7.15 Hvað vinnurðu lengi? Yfirleitt lengi, algengt er að vinnutími á vinnustað sé 9 til 10 tímar á dag. Síðan er töluverð vinna unnin heima í ýmislegri skipulagsvinnu og lestri, fartölvan er mikið notuð. Hvað er skemmtilegast við vinnuna? Þetta er skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Samstarfsfólkið, verkefnin og samskiptin út á við, allt þetta heillar mig mikið og er afskaplega skemmtilegt. En erfiðast? Ekkert sérstakt, ef einhver svokölluð „erfið“ verkefni banka upp hjá mér þá lít ég á þau sem verkefni sem þarf að vinna lausn á. Hvað gerirðu eftir vinnu? Eftir vinnu þá æfi ég hlaup með trimmhóp Fjölnis, spila bridge, geri eitthvað skemmti- legt með dætrum mínum, fer á skíði ef heppnin er með okkur skíðafólkinu og það snjóar, les bækur og fleira. Hvað gerirðu um kvöldið? Eitt kvöld í viku er spilakvöld, afslöppun. Ef þess þarf þá hjálpa ég dætrum mínum með heimanám, les og horfi stundum á sjónvarp. Hvenær ferðu að sofa? Á veturna í kringum kl. 11 en á sumrin er ég algjör næturhrafn, fer seint í rúmið og snemma á fætur. Vissir þú... ... að líkaminn framleiðir og eyðir 15 milljón rauðum blóð- kornum á mínútu. ... að á meðal mannsævi borð- um við um 27 þúsund kíló af mat, það er þyngd sem jafnast á við sex fíla. ... að rifbeinin á þér hreyfast um fimm milljón sinnum á ári, í hvert skipti sem þú andar. ... að neglurnar á fingrunum vaxa fjórum sinnum hraðar en táneglur. ... að meðalmaður blikkar aug- unum rúmlega tíu milljón sinn- um á ári. Konur blikka oftar en karlar. ... að þú vaknar betur á morgnana ef þú færð þér epli en ef þú færð þér kaffi. ... að fæturnir á þér eru stærri um eftirmiðdaginn en á morgn- ana. ... að karlar eru sex sinnum líklegri en konur til að verða fyr- ir eldingu. ... að 27% kvenna sem vinna í bandaríska lottóinu fela miðann í brjóstahaldaranum sínum. ... að 96% kerta eru keypt af konum. Ein á toppnum í Sundlaug Kópavogs. Sjónarhorn Stefanía K. Karlsdóttir, rektor Tækniháskólans: Hvunndagurinn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.