Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 11
■ Evrópa 11MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2004 framleiðslunni. Hann segir þessa niðurstöðu athyglisverða, sérstaklega í ljósi þess hverjar væntingar manna voru fyrir tíu árum til þáttar greinarinnar í vexti hagkerfisins. „Þá hefði maður haldið að sjávar- útvegurinn myndi slá í gegn er- lendis. Það hefur ekki gerst.“ Ás- geir segir að það virðist sem út- rásin og vöxturinn hafi ráðist fremur af því í hvaða greinum innlendir frum- kvöðlar láta til sín taka. „Það hefði fáum dottið í hug fyrir tíu árum að helstu útrásar- greinarnar yrðu lyfjaframleiðsla, líftækni, banka- þjónusta, gervilim- ir og kæld mat- væli.“ Ásgeir bendir einnig á að þjónustan sé út- flutningsgrein og fjöldi ferða- manna síðustu tíu ár hafi tvöfald- ast. Hann segir árangur síðustu tíu ára eiga rætur í frelsisvæð- ingu viðskiptalífsins og opnun viðskipta við útlönd. Stóriðjan lagði ekki til nema 0,7 prósent af aukningunni. Ás- geir segir við því að búast að hlut- fallið verði hærra á næstunni. „Hins vegar hafa menn tilhneig- ingu til þess að ofmeta þátt stór- iðjunnar í hagvextinum,“ segir Ásgeir og bendir á að ekki nema 30 prósent verðmætasköpunar- innar verði til innanlands. Þar sé fyrst og fremst um að ræða orku og laun starfsmanna. haflidi@frettabladid.is HELMINGUR FRAM ÚR FJÁRLÖG- UM ESB Búist er við að helming- ur þeirra landa sem nota evruna fari fram úr fjárlögum ESB fyrir árið 2004. Ástæða þess er að hag- vöxtur í Evrulöndunum er miklu minni en í öðrum löndum, eða 1,7 af hundraði á móti 4,2 í Banda- ríkjunum og 3,4 í Japan. Þetta kemur fram í efnahagsspá Evr- ópusambandsins. SAMEININGARÁFORM Á KÝPUR Höfuðstöðvar Evrópusambands- ins hafa boðist til að breyta lög- um sambandsins til að komast til móts við áætlun Sameinuðu þjóð- anna um sameiningu Kýpur. Þetta þýðir breytingu á reglunni um frjálsar ferðir fólks milli landa. Sameinuð Kýpur gengur í ESB fyrsta maí, næstkomandi. SLÖKKVILIÐ Athygli vakti fríður hópur slökkviliðsmanna sem tóku lífinu með ró í garði fjölbýlishúss við Miklubraut síðdegis í gær. Var um að ræða hóp nema við Bruna- málaskólann sem þar æfði við- brögð við eldsvoða undir stjórn tveggja kennara. Ráðgert er að rífa hús það sem um ræðir og bauðst slökkviliðinu að nota það til æfinga á meðan. Brutu nem- arnir hvern vegginn á fætur öðr- um í æfingaskyni en sjaldgæft er að slík tækifæri gefast. Oddur Hallgrímsson, annar kennaranna, sagði mikilvægt að kunna að bera sig að þar sem sú staða kæmi upp annars lagið að brjóta þurfi gat á veggi og þök í starfi slökkviliðsmanna. „Það stendur til að rífa húsið hér til að rýma fyrir færslu Hringbrautar og því gripum við tækifærið feg- ins hendi þegar það bauðst. Þessi hópur sem hér er mun útskrifast innan tíðar og hérna gefst frábært tækifæri sem ekki stendur alltaf til boða.“ ■ FRAMLAG ATVINNUGREINA TIL HAGVAXTAR 1993 TIL 2004 Landbúnaður 0,5% Fiskveiðar og fiskvinnsla -0,1% Ál og kísiljárn 0,7% Annar iðnaður 3,8% Rafmagns-, hita- og vatnsveitur 1,7% Samgöngur og flutningar 6,0% Byggingastarfsemi 3,8% Verslun, veitinga-, og hótelrekstur 3,8% Önnur þjónusta 12,0% Starfsemi hins opinbera 6,8% Samtals: 39,4% Heimild: Hagstofa Íslands „Þá hefði maður haldið að sjávarút- vegurinn myndi slá í gegn er- lendis. Það hefur ekki gerst.“ Hópur nema í Brunamálaskólanum: Brutu og brömluðu við Miklubraut MÆÐINNI KASTAÐ Sjaldgæft er að slökkvilið fái tækifæri á borð við það sem bauðst við Miklubraut í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.