Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 39
Fréttiraf fólki 31MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2004 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Muqtada al-Sadr. Phil Mickelson. Jón Steinar Gunnlaugsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1 sykrað, 5 kvæðis, 6 leyfist, 7 fimmtíu og einn, 8 raus, 9 kláraði. 10 tónn, 12 vörumerki, 13 gruna, 15 sér- hljóðar, 16 kássa, 18 vitlaus. Lóðrétt: 1 viðbit, 2 háttur, 3 öfug röð, 4 hátíðarsælgæti, 6 skordýra, 8 þjóðarleið- togi sem var, 11 fugl, 14 for, 17 ólíkir staf- ir. LAUSN Lárétt: 1sætt,5óðs,6má,7li,8mas,9 lauk,10la,12ora,13óra,15ae,16 mauk,18röng. Lóðrétt: 1sólblómi,2æði,3ts,4páska- egg,6maura,8mao,11ara,14aur, 17 kö. Á morgun standa Green-peace-samtökin fyrir tón- leikum á Nasa. Þar sem sænski rapparinn Timbuktu kemur fram ásamt hiphopsveitinni Damn! og raftónlistarpönkaran- um Miss Universum. „Við erum að halda þessa tón- leika án þess vera vekja áhuga á einhverju einu baráttumáli,“ segir Frode Pleym, talsmaður Greenpeace á Íslandi. „Við erum bara að reyna auka áhugann á samtökunum á Íslandi. Við erum ekki að tengja þetta hvalveiðum, umhverfismálum eða öðrum baráttumálum Greenpeace. Við viljum bara að fólk læri að þekkja nafnið, til þess að byrja með, og að standa fyrir svona tónleikum er góð leið til þess að koma okkur á framfæri.“ Frode segist hafa fundið fyrir töluverði hugarfarsbreytingu í garð samtaka sinna frá því að þau komu hingað með Rainbow Warrior skipið þegar hvalveiðar hófust hér aftur í fyrra. „Mér finnst fólk vera forvitið um Greenpeace núna. Í haust þegar við komum á Rainbow Warrior var mikið um nei- kvæðni í okkar garð. En vegna þess hvernig við nálguðumst málefnið þá fannst mér viðhorf- ið breytast,“ segir Frode. Timbuktu vann sænsku Grammy-verðlaunin sem besta hiphopsveitin nú síðast og Miss Universum hefur fengið tilnefn- ingar sem besta söngkona. Báð- ar sveitir eru með pólitíska texta en hafa ekki áður lagt sam- tökunum sem slíkum hjálpar- hönd með þessum hætti. ■ Greenpeace gerist tónlistarinnflytjandi Tónlist GREENPEACE ■ Grænfriðungar ætla að kynna íslenskt tónlistaráhugafólk fyrir sænskri hiphop og raftónlist á morgun. MISS UNIVERSUM Tónlist Miss Universum er lýst sem raf- pönki með reiðum pólitískum textum.                   !                       Hvert stefnir í kjarasamningum hjá ríkinu? Ráðstefna BHM, KÍ og BSRB um stefnumörkun og þróun í samningum opinberra starfsmanna fimmtudag 15. apríl kl. 13:00 Súlnasal Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík 13:00 - Ráðstefna sett Ögmundur Jónasson formaður BSRB 13.15 - Nýskipan í ríkisrekstri stefna og framkvæmd Dr. Ómar H. Kristmundsson lektor við H.Í. Steingrímur Ari Arason framkvæmdastjóri LÍN 14.30 - Nýja launakerfið kostir og gallar dreifstýringar í kjarasamningum Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins Halldóra Friðjónsdóttir formaður BHM Þórólfur Matthíasson Hagfræðingur Kaffihlé 15.30 -16.00 16.00 - Hvert stefnir Hvernig samningar og starfsumhverfi hæfir opinberum stofnunum? Hvert skal stefna í komandi kjarasamningum? Jens Andrésson formaður SFR Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður Félags framhaldsskólakennara Ína Björg Hjálmarsdóttir formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga Björn Karlsson forstöðumaður Brunamálastofnunar 17:00 - Almennar umræður 17:30 - Samantekt og ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: Elna Katrín Jónsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara Ríkið gefur almúganum plötur Valur Gunnarsson á von á þvíað fá stóra skattaskuld í haus- inn ef hann nær ekki að bjarga sér einhvern veginn fyrir horn. Ástæðan er sú að hljómsveit hans, Ríkið, gaf út sína fyrstu breið- skífu upp á eigin spýtur í fyrra og þarf nú að súpa seyðið af því. „Ég fékk svo stóran reikning frá tollstjóra vegna virðisauka- skatts,“ segir Valur, söngvari Ríkisins. „Helstu útgjöldin sem fylgja því að gefa út sína eigin tónlist á Íslandi eru skattar. Ég er búinn að reyna að fá þetta endurgreitt en mér var bara vís- að á endurskoðanda en það kost- ar mig næstum því það sama og endurgreiðslan sjálf. Salan á langt í land með að dekka kostn- aðinn þannig að við ætlum að gefa öll eintökin og vonast til að skatturinn sjái sóma sinn í því að láta undan. Einnig viljum við bara gefa sem flestum kost á því að njóta íslenskrar tónlistar.“ Ríkið bregður á það ráð að bjóða almúganum á tvenna tón- leika, frítt, þar sem plata þeirra frá því í fyrra, Seljum allt, fæst gefins. Fyrri tónleikarnir verða í kvöld á Grand Rokk þar sem Lokbrá, 5ta herdeildin, Innvort- is, Barbarossa og Tony Blair leika með Ríkinu undir yfir- skriftinni Gefum allt. Seinni tón- leikarnir verða á Ellefunni á morgun ásamt Heiðu & Heið- ingjunum og Jan Mayen. Ríkið á um 1000 diska sem sveitin þarf að losa sig við. „Það er hægt að nota þessa diska sem fris- beediska, glasamottur eða til þess að styðja undir völt borð. Þetta býður upp á marga mögu- leika, þannig að það er um að gera að grípa tækifærið og næla sér í eintak.“ ■ RÍKIÐ Vilja að einhvern njóti afurðanna og ætla að gefa áhugasömum plöturnar sínar. Tónlist RÍKIÐ ■ Pönkrokkararnir í Ríkinu skulda hinu opinbera háar fjárupphæðir vegna plötuútgáfu sinnar fyrir jól. Meistaraflokkur Skagamanna íkarlaflokki spilar í nýjum treyj- um í úrvalsdeildinni í sumar. Það telst varla fréttnæmt svo lengi sem þær verða gular en það myndu líklega renna tvær grímur á gula og glaða stuðningsmenn ÍA ef þeirra menn mættu á völlinn í græn- um treyjum. Það skemmtilega við þessar nýju treyjur er hins vegar að þær eru ansi þröng- ar og eru af þeirri gerð sem ítalska landsliðið leikur í. Þetta gerir það af verkum að einhverjir liðsmenn ÍA eru farnir að huga að vaxtarlaginu og hyggjast jafnvel herða á í lyfting- unum til þess að treyjurnar falli vel að þéttum brjóstkassanum þegar þeir hlaupa á vellinum í sumar. Glæsimennið Garðar B. Gunnlaugs- son missir þó varla svefn yfir þessu enda ber hann titilinn Herra Ísland og ætti því að kunna vel við sig í að- þrengdum sparkgallanum. Þeir voru margir framsóknar-mennirnir sem glöddust með Geirmundi Valtýssyni í sextugs- afmælisveislu kappans á öðrum degi páska. Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra lét sig að sjálfsögðu ekki vanta enda maður ómissandi þegar góða veislu gjöra skal. Ráðherrann tók til máls og fór á sínum víðfrægu kost- um og var að sögn viðstaddra í topp- formi. Ræðan var flott og misbauð víst engum en ráðherrann lét það fylgja sögunni að afmæli Geirmund- ar væri besta páskaveislan í ár.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.