Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.04.2004, Blaðsíða 16
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirhefur nú gegnt embætti mennta- málaráðherra í rúmlega eitt hund- rað daga. Þegar hún kom til starfa í byrjun þessa árs blasti við að henn- ar biðu ýmis mikilvæg en að sama skapi erfið úrlausnarefni á hinu fjölbreytta verksviði ráðuneytisins. Eðlilegt var að gefa henni tíma til að átta sig á hlutunum og finna sér far- veg. Sem stjórnmálamaður hefur Þorgerður Katrín frá upphafi haft góðan meðbyr. Líklega má segja að almenningur skynji hana sem glað- lynda og jákvæða og lausa við þann leiða valdþótta sem ýmsir stjórn- málamenn hafa því miður tamið sér. En nú eru hveitibrauðsdagar hennar í menntamálaráðuneytinu liðnir. Nú er ekki lengur nóg að vera brosmildur og jákvæður. Nú þarf Þorgerður Katrín að fara að sýna þjóðinni hvað í henni býr, hvert hún stefnir og hvað hún getur. Tilkynning hennar í gær um að Þjóðminjasafnið verði opnað almenningi 1. september er út af fyrir sig ánægjuleg. Fram- kvæmdir við endurbætur á safn- inu hafa dregist úr hömlu. Fyrir löngu var kominn tími til að taka af skarið um verklok og opnun þessarar mikilvægu menningar- stofnunar. En það eru önnur og stærri mál sem bíða þess að ráðherrann geri upp hug sinn. Ekki er endalaust hægt að setja þau í nefndir eða at- hugun embættismanna. Umhugs- unarefni er að málaskrá ráðherr- ans á Alþingi er nánast tóm. Þar virðist ekkert vera á dagskrá og ekki útlit fyrir að neitt markvert mál komi frá ráðherranum fyrir þinglok. Í fyrirspurnartímum að undanförnu hefur ráðherrann slegið úr og í. Erfitt hefur verið að átta sig á því hvað hún vill og hvað hún treystir sér til að gera. Með mikilvægra mála sem bíða eftir leiðsögn, skoðun og ákvörðun menntamálaráðherra eru framtíð Ríkisútvarpsins og fjárhagsmálefni Háskóla Íslands. Um hvort tveggja eru heitar deil- ur í þjóðfélaginu. Núverandi staða mála er óviðunandi. Sérrétt- indi Ríkisútvarpsins valda vand- ræðum á fjölmiðlamarkaði og skapa einkareknum miðlum óþol- andi starfsskilyrði. Fram þarf að koma hvort ráðherrann sé tilbúinn að afnema skylduáskrift að Ríkisútvarpinu eða loka fyrir auglýsingar. Móta þarf stefnu um það hvernig fjármagna á rekstur þýðingarmestu menntastofnunar þjóðarinnar. Ráðherrann þarf að kveða upp úr um afstöðu sína til skólagjalda. Ráðherrar geta ekki endalaust verið viðhlæjendur allra. Það gildir um Þorgerði Katrínu eins og aðra. Hún verður að fara að segja okkur hvaða leiðir hún vill fara. Hún verður að reka af sér slyðruorðið og sýna okkur á myndarlegan hátt að hún eigi er- indi í forystusveit stjórn- málanna. ■ Þrítugur íraskur sjía-klerkur,Moqtada Sadr, er í sviðsljósinu þessa dagana. Herstjórn Banda- ríkjamanna í Írak hefur gefið út tilskipun um að hann skuli hand- tekinn eða felldur. Þá hafa lög- regluyfirvöld í landinu gefið út handtökutilskipun á hendur honum fyrir að bera ábyrgð á morði á hófsömum sjía- klerki, Abdul Majid al-Khoei, í apríl í fyrra. Sadr var að heita má óþekktur fyrir innrásina í Írak í mars á síðasta ári. Faðir hans, klerkurinn Muhammad Sad- iq Sadr, var myrtur af írösku leyniþjónustunni árið 1999. Moqtada Sadr virðist hafa erft fylgismenn föður sins, sem stofn- sett hafði ýmsar góðgerðastofn- anir og þannig aflað sér vinsælda. Fyrstu vikurnar eftir innrásina fóru fylgismenn Sadr um úthverfi Bagdad, þar sem fátæklingar búa, og gáfu fæði og klæði. Það aflaði Sadr álits og nýrra fylgismanna. Ein útborga Bagdad, Saddam- borg, var endurskírð til heiðurs honum og heitir nú Sadr-borg. Með vopnað herlið Í fyrrasumar kom Sadr á fót vopnuðu herliði, Medhi-hernum, og braut þannig gegn fyrirmælum Bandaríkjamanna um afvopnun. Herlið þetta hefur staðið fyrir árásum á bandaríska hermenn og aðra sjía-hópa. Sadr lýsti einnig yfir stofnun sjálfstæðrar ríkis- stjórnar sem teflt var fram gegn hinni innlendu stjórn sem Banda- ríkjamenn hafa komið á fót. Þetta tiltæki Sadr reyndist þó mark- laust. Sadr stofnaði ennfremur viku- blaðið al-Hawza sem birti einkum efni sem var fjandsamlegt Banda- ríkjunum. Leiddi það til þess að blaðið var bannað í tvo mánuði nú í marslok. Bandaríska herstjórnin taldi blaðið ógna stöðugleika í landinu. Sadr aðhyllist skoðanir sem eiga samhljóm með viðhorfum sem ríkja meðal klerkastjórnar- innar í Íran. Hann er í rauninni miðaldamaður; andvígur réttind- um kvenna, andvígur lýðræði og vill taka upp samskonar stjórnar- hætti í heimalandi sínu og við lýði eru í Íran. Hann er því þrándur í götu þeirrar lýðræðisþróunar sem Bandaríkjamenn beita sér fyrir í Írak. Enn njóta Bandaríkjamenn stuðnings flestra hófsamra sjía- klerka í Írak. Mestu máli skiptir að þeir eiga stuðning höfuðklerksins Ali Sistani. Breið gjá er milli við- horfa hans og Sadr. En óöldin og upplausnin sem nú ríkir víða í landinu er vatn á myllu öfgasinna og verði ekki breyting á ástandinu er hætt við því að hófsamir klerk- ar megi sín lítils gagnvart strang- trúuðum miðaldamönnum af sama sauðahúsi og Moqtada Sadr. ■ Sjónarmið GUÐMUNDUR MAGNÚSSON ■ segir tímabært að menntamála- ráðherra reki af sér slyðruorðið. Maðurinn SJÍA-KLERKURINN HERSKÁI MOQTADA SADR ■ er í eldlínunni í Írak þessa dagana. 16 14. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Hjálmar Árnason er á afar hállibraut, þegar hann hælir ríkis- stjórninni fyrir það hve vel hún hafi gert fyrir atvinnulausa, eins og hann gerði í Fréttablaðinu sl. laugardag. Aldrei hefur þessi tekjulægsti hópur í þjóðfélaginu verið hlunnfarinn eins mikið og í tíð núverandi ríkisstjórnar. Aldrei hefur fjárhagsaðstoð Reykjavíkur- borgar blásið eins mikið út m.a. vegna þess hve atvinnuleysisbætur hafa dregist aftur úr öðrum kjör- um. Fyrsta verk íhaldsstjórnar Hjálmars var að aftengja viðmið at- vinnuleysisbóta við launataxta, enda viðurkenndi fyrrverandi félagsmálaráðherra að með því hefðu kjör atvinnulausra verið skert um 15 þúsund krónur á mán- uði. Hefðu atvinnuleysisbætur orð- ið 180 þúsund krónum hærri á ári á undanförnum árum hefði ekki kom- ið til þetta óhæfuverk þessarar rík- isstjórnar. Svo langt gekk ríkis- stjórnin, sem helst vill ekkert vita af fátækum, að þeir tóku líka jóla- uppbótina af atvinnulausum, nokk- uð sem allir aðrir fengu, en jólaupp- bótin var á árinu 1996 um 28 þúsund krónur og hafði verið í gildi frá ár- inu 1990, þar til núverandi ríkis- stjórn afnam hana þegar hún tók við á árinu 1995. Kastar steini úr glerhúsi Aðalefni greinar Hjálmars er að kjör atvinnulausra hafi verið miklu verri á árunum 1988–1995, heldur en eftir að núverandi ríkisstjórn tók við á árinu 1995. Þetta er rangt því kaupmáttur atvinnuleysisbóta og lífeyris hélst nokkurn veginn í hendur við kaupmátt þeirra sem voru á vinnumarkaði og atvinnu- leysisbætur voru á svipuðu róli og lágmarkslaun á árunum áður en þessi ríkisstjórn tók við. Ríkis- stjórnin sem þá sat einsetti sér að fátækasta fólkið fengi jafna hlut- deild í þjóðarkökunni og aðrir, en sú ríkisstjórn hafði þó hátt í hundrað milljörðum minna úr að spila en sú ríkisstjórn sem hlunnfarið hefur fá- tæka á sl. átta árum. Hjálmar ætti að skammast sín en ekki hrósa sér fyrir það að á ár- unum 1995–1999 er kaupmáttur líf- eyrisgreiðslna þrisvar sinnum lægri en kaupmáttur verkafólks og líka vegna þess að á árunum 1999–2002 var kaupmáttur atvinnu- leysisbóta 1%, kaupmáttur lífeyris 2% á sama tíma og kaupmáttur launa verkafólks var um 10%, eða tíu sinnum hærri en kaupmáttur at- vinnuleysisbóta. Eftir að íhaldsstjórn framsókn- ar- og sjálfstæðismann tók við byrj- aði bilið að aukast gífurlega milli launa annarsvegar og lífeyris og at- vinnuleysisbóta hinsvegar. Og til viðbótar hefur framsóknaríhaldið hrifsað af atvinnulausum svokall- aða desemberuppbót eða jólauppbót á hverju ári frá árinu 1996. Hjálmar Árnason og hans félagar felldu m.a. tillögu okkar í Samfylkingunni nú fyrir jólin um að atvinnulausir fengju jólauppbót eins og aðrir. Ósvífni Svo ósvífnir eru framsóknar- menn að eitt fyrsta verk þeirra eftir síðustu kosningar var að kynna að atvinnuleysisbætur sem þeir höfðu á kjörtímabilinu á und- an skert um 15 þúsund krónur á mánuði skyldu nú skertar enn frekar og atvinnulausir vera bóta- lausir fyrstu þrjá dagana í at- vinnuleysinu. Stjórnarandstaðan og verkalýðshreyfingin kom á síð- ustu stund í veg fyrir þá ósvífni Hjálmars og félaga. Og nú í nýaf- stöðnum kjarasamningum gat verkalýðshreyfingin knúið íhalds- stjórnina til undanhalds og að skila aftur um 10 þúsund krónur af þeim 15 þúsund krónum sem þeir höfðu tekið af þeim á hverj- um mánuði kjörtímabilið á undan með því að aftengja atvinnuleys- isbætur við launaviðmið. Atvinnu- leysisbætur fara þannig í 88 þús- und, sem er meira en 50 þúsund krónum undir því sem félags- málaráðuneytið hefur gefið út að fólk þurfi til lágmarksfram- færslu. Og atvinnulausir horfa ekki fram á bjarta tíma, því í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem nú liggur fyrir Alþingi er stefnt að því að þessar 88 þúsund verði komnar í 95 þúsund krónur á ár- inu 2007 eða eftir þrjú ár. Það er nú allt og sumt sem þessir herrar skammta í góðærinu til atvinnu- lausra. Ætti að skammast sín Hjálmar ætti að hugleiða í samanburði sínum á kjörum at- vinnulausra nú og fyrir 1995, að lyfja- og lækniskostnaður hefur stórhækkað hjá atvinnulausum frá því íhaldsstjórn Hjálmars tók við völdum. Nú er svo komið að margir í hópi þeirra tekjulægstu í þjóðfélaginu geta ekki leyst út lyfin sín eða leitað sér læknis- hjálpar. Hjálmari væri líka hollt að muna að áður en íhaldsstjórnin tók við á árinu 1995, þá greiddu tekjulægstu hópar þjóðfélagsins engan skatt, Nú eru þeir tekju- lægstu, þ.m.t. atvinnulausir, farn- ir að greiða verulegan hluta tekna sinna í skatt, þar sem Hjálmar og félagar hafa séð til þess að skatt- leysismörkin haldi ekki í við þró- un launa. Það er ljóst að atvinnu- lausir eiga lítið skjól hjá Hjálmari sem ætti að skammast sín fyrir hvernig íhaldsstjórn hans hefur hlunnfarið þá tekjulægstu á und- anförnum árum. ■ Ekki af póli- tískum toga Karl G. Sigurbergsson skrifar fyrir hönd Félags eldri borgara á Suðurnesjum: Stjórnarfundur Félags eldri borg-ara á Suðurnesjum haldinn 7. apr- íl 2004 óskar að koma á framfæri at- hugasemdum við ummæli, sem höfð eru eftir Sigurði Árnasyni lækni í Fréttablaðinu 4. apríl sl. Þar segir í upphafi fréttar um heilbrigðismál: „Þetta eru rakalaus læti á ófaglegum forsendum sagði Sigurður Árnason, sérfræðilæknir á Sjúkrahúsusinu í Keflavík, um þá orrahríð sem stend- ur yfir vegna notkunar svokallaðrar D-álmu sjúkrahússins.“ Og í lok um- mælanna er haft eftir nefndum lækni: „Þar er sárt að vita að einstak- ir stjórnmálamenn okkar æsi þessi mál upp á röngum forsendum sem vopn í atkvæðaveiðum sínum“. Stjórn F.E.B. á Suðurnesjum vill taka fram fyrir hönd þeirra fjöl- mörgu félagsmanna, sem hafa ritað nöfn sín undir mótmæli við breytt- um áherslum á notkun D-álmu deild- arinnar, að þær undirskriftir eru alls ekki af pólitískum toga, rétt eins og D-álmu söfnunin var á sínum tíma – alveg laus við pólitískar deilur. ■ Andsvar JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR ■ alþingismaður skrifar um kjör atrvinnulausra. Hræsni Hjálmars ■ Bréf til blaðsins ■ Af netinu Eftirlýstur mið- aldaklerkur Hveitibrauðsdagarnir eru liðnir Hljómar undarlega Heldur eru þær kaldranalegar kveðj- urnar sem Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sendir ríkisstjórninni þessa dagana. Nú segist hann þakka sínum sæla fyrir að hafa ekki fengið 20 milljarða rík- isábyrgð á lán fyrir fyrirtæki sitt eins og meirihluti Alþingis samþykkti árið 2002 eftir miklar umræður í þinginu. Hann segist nú skilja þau rök sem mæltu gegn því að veitt yrði ríkisábyrgð á skuldabréf fyrirtækis- ins, en bætir því við „að betra hefði verið að rökin hefðu komið fram fyrr“ (sbr. Mbl. 11. apríl). Fyrir okkur sem tókum þátt í þessari umræðu hljómar þetta óneitanlega undarlega því allar röksemdir lágu fyrir í að- draganda málsins og þegar það kom til kasta Alþingis færðu menn fram ítarlegar skýringar á afstöðu sinni. ÖGMUNDUR JÓNASSON Á OGMUNDUR.IS MYND AF LEIÐTOGANUM SVÍFUR YFIR Herskáir stuðningsmenn sjía-klerksins Moqtada Sadr á útifundi í Bagdad í síðustu viku. ■ Hann er í raun- inni miðalda- maður; andvíg- ur réttindum kvenna, andvíg- ur lýðræði og vill taka upp samskonar stjórnarhætti í heimalandi sínu og við lýði eru í Íran.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.