Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 11
■ Af Netinu 11SUNNUDAGUR 18. apríl 2004 Gefumst ekki upp Okkur á Frjálslyndu skútunni [á Alþingi] líður eins og við séum á fullu í stórsjó og brælu. Menn vinna á frívöktum og það er lítið um svefn og aðra hvíld. Við neit- um staðfast að slá á lens en beit- um fleyjinu upp í vindinn og vinn- um sem best úr þessu, okkar kjósendum til hagsbóta. Okkur mun takast það og enginn skal halda að við gefumst upp. Við tökum þátt í slagnum af full- um krafti, erum virk í umræðun- um og berjumst. Það þarf miklu meira til en eina nokkurra vikna skítabrælu á þingi, búna til af Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni, til að sökkva Frjálslyndu skútunni und- ir stjórn Guðjóns Arnars. MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Á XF.IS Vegið að starfsheiðri Ekki veit ég hvers hann á að gjalda þessi Ólafur Börkur Þor- valdsson dómstjóri sem skipaður var í embætti hæstaréttardómara sl. sumar. Hann gerði það eitt að sækja um stöðu hæstaréttardóm- ara og var ráðinn. Að starfsheiðri hans og virðingu hefur verið vegið frá fyrsta degi – bæði af konum og körlum. JÓN G. HAUKSSON Á HEIMUR.IS Opnun Þjóðminjasafnsins Ýmislegt er hægt að telja til sem ástæður þess að verkið [við end- urbætur Þjóðminjasafnsins] hefur tafist og orðið kostnaðarsamara. Ein stærsta ástæða tafa er sú að ástand hússins var mun verra en upphaflega var talið. Auk þess hafa önnur vandamál komið upp svo sem eins og rekstrarvandræði verktaka auk innanhússerfið- leika. Í því sambandi má nefna er þjóðminjavörður rak fjármála- stjóra án þess að veita honum andmælarétt sem síðar var dæmt ólögmætt eins og mikið var rætt um í fréttum. Fljótlega eftir það fjaðrafok tók nýr þjóðminjavörður til starfa. Því má segja að ekki hafi ríkt nein lognmolla í kringum Þjóðminjasafnið á þessum sex árum, þótt að eiginleg starfsemi hafi verið lítil. GUÐRÚN PÁLÍNA ÓLAFSDÓTTIR Á DEIGLAN.COM Magnús Þór Hafsteinsson fermikinn í grein sinni í Frétta- blaðinu þann 14. apríl. Þar gerir hann eilitla úttekt á skýrslu utan- ríkisráðherra og áhyggjum sínum af varnarmálum Íslands. „Afleiðing af lokum kalda stríðsins. Ísland er laust úr skot- línu stórvelda Bandaríkja og Sov- étríkja. En ekki bara svo einfalt.“ Hvað er ekki svo einfalt? Við erum laus úr einum mestu hættutímum sem uppi hafa ver- ið. Ekki að ég hafi að miklu leyti hugsað út í þessa hættu. Fyrstu sjö æviár mín voru háð geðþótta stjórnmálamanna í austri og vestri. Sumir voru undir þessari kjarnorkuhættu í heil fimmtíu ár. Japanir fengu nú að kenna á þessari vá í seinni heimsstyrj- öldinni. Magnús segir okkur frá því að hernámsliðið er að fara og því verðum við að fá okkur ann- að. Ekki viljum við vera sjálf- stætt land án erlends hers, eða hvað? Þingmaðurinn nefnir að góð staðsetning Íslands á Atlantshafinu ætti að henta Bretum, Dönum, Þjóðverjum eða Norðmönnum. Einnig ættum við að búa til kafbátalægi fyrir kjarnorkuknúna kafbáta þeirra. Magnúsi fyndist þetta ennþá skemmtilegra ef við hefðum sérsveitir og létum landhelgis- gæslunni herskip í té svo hún gæti orðið hluti af flota NATO. Hryðjuverk þrátt fyrir her Hryðjuverk urðu í Þýskalandi og Bretlandi á sínum tíma þrátt fyrir mikinn varnarbúnað. Nú ný- verið hafa orðið hryðjverk á Spáni og fyrir nokkrum árum í mesta herveldi sögunnar, Bandaríkjun- um. Ísland er nú hluti af NATO og vestrænu ríkjunum. Við erum varnarlaus, væri ekki einfaldast að sprengja okkur upp? Ísland hefur bara ekki ennþá átt þátt í svo mörgum óhæfuverkum að taka þurfi eftir, ennþá skyggja bandalagsríkin á okkur hvað varð- ar hryðjuverk gegn arabalöndun- um og þriðja heiminum. Þessi sami her og er með her- nám hér á landi hefur hertekið Afganistan og Írak. Þessi sami her átti að vernda landið sitt gegn hryðjuverkum, það tókst ekki. NATO hefði átt að eiga þátt í að verja Madrid en það tókst ekki. Af hverju ætti þeim að takast að verja Ísland? Besta vörnin liggur í friðsamri utanríkisstefnu þar sem árásar- stríði er hafnað. Besta vörnin liggur í góðri samvinnu við Sam- einuðu þjóðirnar. ■ Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ SÖNN SAGA Andspænis dauðanum magnast lífsneistinn í brjósti þér Frumsýnd í Háskólabíói 22. apríl Valin besta breska myndin á BAFTA verðlaunahátíðinni Frá Óskarsverðlaunahafanum Kevin MacDonald VARNARLIÐSMENN Á ÆFINGU Er þörf á erlendum her á Íslandi til að verj- ast hryðjuverkum? Umræðan TORFI STEFÁN JÓNSSON ■ segir að besta vörn Íslands sé fólgin í friðsamri utanríkisstefnu. Hvaða vörn er best?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.