Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 12
12 18. apríl 2004 SUNNUDAGUR Bandaríska sendiráðið í Beirút íLíbanon gereyðilagðist á þess- um degi eftir að bíll, staðsettur utan við sendiráðið, sprakk í loft upp. 63 manns fórust í sprenging- unni, þar á meðal árásarmaðurinn og 17 Bandaríkjamenn. Hryðju- verkaárásin var gerð í mótmæla- skyni vegna komu bandaríska herliðsins til Líbanon. Blóðug borgarastyrjöld braust út árið 1975 í Líbanon, milli Palestínumanna og harðlínu- múslima sem og annarra hópa. Sýríumenn, Ísraelar og Samein- uðu þjóðirnar komu á fjölþjóðlegu friðargæsluliði og sendu til Beirút en háðu árangurslausa baráttu fyrir friði næstu ár. Þann 20. ágúst 1982 lentu fjölþjóðlegar hersveitir, þar á meðal bandaríski herflotinn, í Beirút. 18. apríl 1983 var bandaríska sendiráðið í Beirút sprengt í loft upp. 23. október sneiddu líbanskir hryðjuverkamenn hjá öryggis- kerfi og óku vörubíl, drekk- hlöðnum af sprengiefnum, inn á bandaríska flotaherstöð í Beirút og myrtu 241 bandarískan her- mann. 58 franskir hermenn fórust einnig í sambærilegri sprengingu í aðskilinni sjálfsmorðsárás. Þann 7. febrúar 1984 tilkynnti þáver- andi forseti Bandaríkjanna, Ron- ald Reagan, endi afskipta Banda- ríkjanna af friðarferli og þátttöku í friðarsveitum og þann 29. febrú- ar yfirgaf síðasti liðsmaður Bandaríkjaflotans Beirút. ■ Ég er kominn til Spánar,“ seg-ir Hjörtur Magni Jóhanns- son, safnaðarprestur Fríkirkj- unnar, aðspurður þegar afmæli hans ber á góma. „Þar ætla ég að eyða deginum í faðmi fjölskyld- unnar. Eflaust veljum við glæsi- legan veitingastað til að snæða kvöldverð,“ segir hann enn fremur og blæs þar með af allar sögusagnir um stórveisluhald á þessum annars ágæta degi. Þau hjónin eru í dag nýbakað- ir foreldrar og það var einmitt af því tækifæri sem þau brugðu undir sig betri fætinum með þremur börnum sínum. Tímann ætla þau að nýta í fæðingarorlof föðurins, sem tók sér frí frá kirkjulegum skyldum til að sinna nýfæddu barni sínu. Eldri sonur Hjartar átti reyndar ekki heimangengt þegar ferðin var ákveðin, þar sem hann er við nám í Verslunarskóla Íslands og undirbýr nú próflestur. Það var á sólarströnd Alcudia, Mallorca, sem Hjörtur kynntist eiginkonu sinni fyrir einum fjórt- án árum síðan og segir hann í framhaldi af því eitt hafa leitt af öðru. „Nú, hún var þarna komin í ferðalag með móður sinni og syst- ur þegar við hittumst á kaffihúsi og má segja að fundur okkar hafi verið tilviljun. Sjálfur var ég í fríi frá amstri dagsins og í fylgd með þriggja ára dóttur minni.“ Örvar Amors áttu greiða leið að hjörtum turtildúfnanna og eft- ir seiðandi stundir við suðrænar strendur, kom lítil dóttir í heim- inn og í framhaldi fylgdi hjóna- band. „Hingað erum við svo kom- in aftur, fjórtán og farsælum árum seinna. Við ætlum á þenn- an hátt að rifja upp okkar fyrstu kynni.“ Þrátt fyrir að sólar- strendur séu ylríkar segir Hjört- ur að endingu veðrið vera sæmi- legt. „Hér hafa dunið yfir skúrir í smástund en ég fæ þó vonandi sólarglætu í sumargjöf áður en dagur rennur á enda.“ ■ JAMES WOODS Leikarinn, sem tekst að túlka bæði ill- menni og ljúfmenni, er 57 ára í dag. 18. apríl ■ Þetta gerðist 1853 Fyrsta skráða lestin í sögu Asíu hefur sína fyrstu ferð frá Bombay til Tanna. 1877 Charles Cros skráir ritgerð, sem lýsir ferli upptöku og endurspilun hljóðs. Frakkar telja Cros hafa fundið upp hljóðritun. Bretar til- einka Thomas Edison heiðurinn. 1910 Walter R. Brookins flýgur fyrstur allra manna flugvél eftir sólarlag. 1937 Leon Trotsky lýsir því yfir að hann ætli að steypa einræðisherra Sovétríkjanna Jósep Stalín af stóli. 1949 Írska lýðveldið stofnað. 1955 Albert Einstein deyr. 1984 Michael Jackson gengst undir skurðaðgerð á höfði af völdum brunasára sem hann hlaut við gerð Pepsi-auglýsingar fyrr á því ári. 2002 Berlínarþing ákveður að veita Marelene Dietrich heiðursborg- aratitil. Dietrich flúði til Bandaríkj- anna árið 1930 og neitaði að snúa aftur til Þýskalands eftir valdatöku Adolfs Hitler. BANDARÍSKA SENDIRÁÐIÐ Í BEIRÚT Sendiráðið gereyðilagðist á þessum degi í öflugri sprengingu þar sem 63 manns létu lífið að meðtöldum árásarmanninum. Bandaríska sendiráðið í Beirút sprengt í loft upp LÍBANON ■ Hryðjuverkaárásir í mótmælaskyni hefjast í Beirút. 18. apríl 1983 Fyrstu kynni á sólarströnd Í nógu að snúast í námi og starfi Eva Magnúsdóttir, upplýs-ingafulltrúi Símans, hefur í nógu að snúast þessa dagana en auk krefjandi starfs er hún að ljúka MBA-námi frá Háskóla Íslands í vor. „Sem betur fer er bæði starfið og skólinn fjöl- breytt og skemmtilegt,“ segir Eva. „Við það að fara í fram- haldsnám á MBA-stigi opnast fyrir manni nýjar víddir og hugmyndir kvikna sem mögu- legt er að nýta í starfinu. Að mínu mati eru það forréttindi að vinna hjá jafnöflugu og framsæknu fyrirtæki eins og Símanum á meðan á námi stendur. Þannig er mögulegt að heimfæra ýmis atriði og kenn- ingar jafnóðum upp á það sem er að gerast í fyrirtækinu hverju sinni.“ Eva starfaði áður sem ráð- gjafi í almannatengslum og sem blaðamaður og segir reynslu sína á þeim sviðum nýtast sér vel. „Núverandi starf mitt er meðal annars fólgið í því að miðla fréttum frá fyrirtækinu til fjölmiðla og nýtist þá frétta- nefið ágætlega. Ég leita einnig svara við fyrirspurnum frétta- manna sem snerta fyrirtækið.“ Hún segir margt spennandi vera framundan í starfinu. „Þróun í samskiptatækni hefur verið mjög ör undanfarin ár og á Íslandi gera menn kröfur um hröð og góð fjarskipti og okkur er haldið á tánum þar sem Ís- lendingar eru nýjungagjarnir með eindæmum. Í raun og veru býður starfið upp á nýjungar á hverjum degi en það hentar mér ágætlega þar sem rútínu- vinna er ekki mín deild.“ ■ EVA MAGNÚSDÓTTIR Íslendingar með eindæmum nýjungagjarn- ir í samskiptatækni. Tímamót EVA MAGNÚSDÓTTIR ■ Nýr upplýsingafulltrúi Símans útskrifast úr MBA-námi í vor. HJÖRTUR MAGNI JÓHANNSSON Eyðir fæðingarorlofi sínu í faðmi fjölskyldunnar á Spánarströnd.Afmæli HJÖRTUR MAGNI JÓHANNSSON ■ er 46 ára. Rifjar upp fyrstu kynnin af konu sinni. ■ Blaðberi vikunnar ELFAR ELÍ JAKOBSSON Er blaðberi vikunnar hjá Fréttablaðinu. Hann hefur borið blaðið út síðan í janúar í fyrra og styður Haukana dyggilega. Hvað heitir blaðberinn? Elfar Elí Jakobsson. Hvað ertu búinn að bera út lengi? Síðan í janúar 2003, með smá hléum. Hvað ertu með í vösunum? Símann minn. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Stunda mínar íþróttir. Hvert er þitt mottó? Haukar eru bestir. ■ Andlát ■ Afmæli Magnús Jónsson sjómaður, Safamýri 44, er 75 ára. Einar M. Jóhannsson fiskvinnslufræð- ingur, Bleikjukvísl 18, lést þriðjudaginn 13. apríl. Hrafn Jónasson frá Melum lést mið- vikudaginn 14. apríl. Jón Björn Benjamínsson húsasmíða- meistari, Kópavogsbraut 1a, lést mið- vikudaginn 14. apríl. Jón Kristinn Hafstein tannlæknir lést föstudaginn 16. apríl. Már Haraldsson, bóndi og oddviti, Há- holti, lést fimmtudaginn 15. apríl. Soffía Ásgrímsdóttir Lundberg, Rödstupveien 28, Kristiansand S, Noregi, lést sunnudaginn 11. apríl. Útförin fer fram í Kristiansand miðvikudaginn 21. apríl. „Ég var sendill í Geirsprenti, sem var þá og hét,“ segir Viggó Sigurðsson, fyrrverandi þjálfari hand- knattleiksliðs Hauka. „Ég var þrettán ára rukkari á reiðhjóli og mjög öflugur sem slíkur, hjólaði um all- an bæinn þveran og endilangan. Síðan Þurfti ég alltaf að rukka sjálfur inn launin mín á föstudögum, annars hefði ég ekkert fengið og það brást aldrei að ég fengi þau á réttum tíma. Sumrin eftir þetta var ég svo alltaf í byggingarvinnu og tók mikinn þátt í uppbyggingu Breiðholtsins enda er ég algjört Breiðholtsbarn.“ Fyrsta starfið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.