Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 47
Fréttiraf fólki 39SUNNUDAGUR 18. apríl 2004 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Jose Luis Rodriguez Zapatero. Um 38 milljarða króna. Fjögur. NÝTT Á LEIGUMARKAÐI! Heimkynni ehf, bjóða nýjar og glæsilegar íbúðir við Þórðarsveig, til útleigu á almennum leigumarkaði. Þórðarsveigur 32-36 er nýtt 33ja íbúða fjölbýlishús, vel staðsett í fögru umhverfi Reynisvatns. Um er að ræða 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru fullbúnar innréttingum og tækj- um. Sér inngangur er í allar íbúðir. Suðurgarður hússins nýtur skjóls af stórum gamalgrónum trjálundi, sem umlykur garðinn og gerir hann að afar fjölskylduvænu útivistarsvæði. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU Á VEFNUM OKKAR W W W . H E I M K Y N N I . I S . Garðatorgi, Garðabæ - sími 565 6550 Úrval af Adidas fatnaði og skóm á börn og fullorðna. Frábært verð. VORIÐ KEMUR MEÐ ADIDAS Afmæli og einleikur Tvíburasynir mínir eru að faraað halda upp á tvítugsafmælið sitt í kvöld,“ segir Elísabet Jökuls- dóttir skáld. „Ég fæ ekki að halda ræðu þannig að ég ætla að koma þeim á óvart á annan hátt. Fyrr í dag fer ég líka í afmæli tvíbura- ömmustelpnanna sem eru orðnar 7 ára.“ Vikan hefst því með mikl- um afmælisfögnuði en Elísabet átti einmitt sjálf afmæli í gær. Síðasta vetrardag verður svo frumsýndur nýr einleikur eftir Elísabetu í Iðnó. Einleikurinn kallast The Secret Face og er skil- greindur sem gleðiharmleikur en hann fjallar um stúlku sem jarðar sjálfa sig 12 sinnum. „Ég ætla á opna æfingu á mánudag og gener- alprufu á þriðjudag. Það er svo gaman að sjá þetta smella saman á síðustu metrunum. Hingað til hef ég bara séð eina æfingu en ákvað svo að sleppa takinu. Það er hætta hjá höfundum að vera haldnir fullkomnunaráráttu og vilja sífellt vera að breyta textan- um þannig að ég lét þær bara hafa þetta og svo hlakka ég til að sjá hvað verður.“ Sýningunni hefur verið boðið á árlega leiklistarhátíð í New York í sumar og segist Elísabet endilega vilja fara með, ef hún þorir, því hún er svo flughrædd. „Í vikunni er ég svo líka að pæla í að fara í klippingu, andlits- snyrtingu og nokkrar lýtaaðgerð- ir til að halda ró minni,“ segir hún og hlær. Hún hlakkar voða mikið til frumsýningarinnar en greini- legt er að einhver frumsýningar- kvíði er fyrir hendi. ■ Idol-stjarnan Ardís Ólöf er einaf þeim sem hefur hafið útgáfuferil sinn með lagi vik- unnar á Tonlist.is, Draumur. Lagið er eftir Einar Örn Jónsson, hljómborðsleik- ara hljómsveit- arinnar Í svörtum fötum. Egill Helgason segir á heima-síðu sinni á Strikinu að hann sé hættur að styðja KR. Orðrétt segir hann „Nú er ég búinn að fá enn eina ástæðuna til að hætta að halda með KR. Einar Þór Daníelsson, flinkasti og skemmtilegasti leikmaður liðs- ins um árabil, er hættur og far- inn til Vestmannaeyja. Ætlar að spila með ÍBV. Ég er reyndar í góðri pásu frá því að vera KR- ingur, hef ekki mætt á leik hjá liðinu síðan sumarið 2000. Þá fór mér að ofbjóða stór- mennskulætin og peninga- hyggjan kringum félagið – menn gátu aldrei verið ánægðir hvaða árangur sem náðist, voru sítuðandi, og virtust svo ekki kunna aðra leið til að hanga á toppnum en að kaupa leikmenn í gríð og erg. Nú er svo komið að strákar sem alast upp hjá Meðalbrauð fyrir meðalmenn ÍBandaríkjunum eru allirjafnir. Þetta kemur okkur undarlega fyrir sjónir vegna þess að við hér á Íslandi erum vön þeirri hugsun að allir séu ójafnir og þess vegna þurfi að jafna út lífið með jafnrétti á öllum sviðum. Við vitum það að ungir menn eiga lengra líf framundan en gamlar konur, við vitum að fatlað fólk er oft kjánar, og fátækir og ríkir eiga mismikið af peningum (yfir- leitt á sá ríki meiri peninga, nema hann skuldi eitthvað geð- veikt mikið). Allt eru þetta óhrekjanlegar staðreyndir sem jafnvel háskólafólk getur ekki annað en viðurkennt. Og frá blautu barnsbeini reynum við að sporna gegn þessum ójöfnuði með jöfnuði. Vegna þess að okkur finnst það svo réttlátt, svona nánast eins og það væri framlenging af kristnu hugarfari, Jesú með framlengingu og allt sem við kemur jöfnuði er okkur heilög belja og afar jákvætt. Þannig er til Jafnaðarmannaflokkur í landinu, jöfnuður er jákvætt og gott orð í hugum okkar, þeg- ar við verðum þreytt þá jöfn- um við okkur, við jöfnum út ágreining, leysum flókin dæmi með jöfnum og það besta sem margir vita er jafningur (kart- öflur í hveitisósu). Ójöfnuður er hins vegar neikvætt orð og við berjumst á móti því að ganga um með ójöfnu framan á okkur og förum í líkamsrækt, kaupum ekki ójafnt parkett og hverjir þekkja ekki viðvörun- arskiltið: Varúð! Ójöfnur. Þannig gerum við lífið sann- gjarnara og jafnara, eins og golf sem er jafnasta íþróttin af öllum. Þar fá góðir spilarar mínusstig til þess að jafna út leikinn og gera hann spenn- andi. Og svona er Ísland líka. Þeir sem sækja um vinnu eru jafnir vegna þess að við jöfn- um fólk með lögum, fábjánar fá klapp á bakið og eiga rétt á því að vera ráðnir ef þeir skemma ekki beinlínis út frá sér, konur eiga rétt á öllum störfum sem þær geta unnið eins vel og karlmaður og opin- mynntur Vestmannaeyingur- inn fær eitt og hálft atkvæði á móti óþolandi heilbrigðum Reykvíkingnum, meira að segja listamönnum er úthlutað styrkjum eftir því hvað þeir eru lélegir og ganga þeir þá fyrir sem ekki eiga neinn raun- hæfan séns á að gera góða hluti. Þetta er falleg hugsun og Íslandi til sóma. Ef þessi hugs- un ríkti í heiminum þá ættum við kannski einhvern tíma möguleika á að vinna Júró- visjón og lenda ekki í því að vera jafnaðir við jörðu ár eftir ár. ■ ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR Tvíburasynirnir halda upp á 20 ára afmæl- ið, tvíburaömmustelpurnar fagna sjö árum. Vikan sem verður ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR ■ Einleikur hennar frumsýndur á miðvikudag. KR og leika í öllum yngri flokk- um geta varla gert sér vonir um að komast þarna í lið fyrir aðkeyptum þursum.“ Hann þyk- ist þess í stað vera farinn að halda með Val, enda búsettur í því hverfi. Hafa menn leyfi til að flakka svona með stuðning sinn?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.