Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 43 stk. Keypt & selt 27 stk. Þjónusta 49 stk. Heilsa 9 stk. Skólar & námskeið 4 stk. Heimilið 6 stk. Tómstundir & ferðir 7 stk. Húsnæði 22 stk. Atvinna 13 stk. Tilkynningar 2 stk. til London og Kaupmannahafnar Tvisvar á dag Nám í fótsnyrtingu Bls. 2 Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 18. apríl, 109. dagur ársins 2004. Reykjavík 5.44 13.27 21.12 Akureyri 5.21 13.12 21.05 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á „Ég er mjög ánægð með starfið mitt og er ekki með skipti í huga í bili,“ segir Ásgerður Ingibergsdóttir tanntæknir. Hún hefur síðustu sex árin unnið á tann- læknastofu Þórarins Sigþórssonar sem stundum er nefndur Tóti tönn. Ásgerður er þekkt úr kvennafótboltanum þar sem hún var meðal annars árum saman í ís- lenska landsliðinu en nú hefur hún lagt skóna á hilluna. Hún kveðst kunna því vel að vera hætt. „Nú hef ég allt í einu tíma fyrir önnur áhugamál, get sótt námskeið og fleira skemmtilegt sem ekki var hægt áður.“ segir hún. Ásgerð- ur menntaði sig sem tanntækni, fyrst í tvö ár í Heilbrigðisskólanum við Fjöl- braut í Ármúla og eitt ár í Tannlækna- deild Háskólans. Námið var bæði bók- legt og verklegt. En hvenær hættu að- stoðarstúlkur tannlækna að vera kallað- ar klínikdömur? Ásgerður upplýsir að það hafi verið árið 1998. „Félag aðstoð- arfólks tannlækna hélt upp á 20 ára af- mæli sitt það ár og þá fékk það starfs- heiti sínu breytt í tanntækna. Námið við Heilbrigðisskólann er viðurkennd starfs- menntun og nemendur hljóta löggildingu strax að henni lokinni.“ segir hún. En í hverju er starf hennar fólgið á stofunni hjá Þórarni? „Vinnudagurinn skiptist í tvennt hjá mér. Hálfan daginn er ég í afgreiðslunni, svara í símann, bóka sjúklingana, held utan um listana og annað sem tilheyrir daglegum rek- stri og hinn hluta dagsins vinn ég inni á klínikinni með Tóta við að sinna fólkinu. Þá er ég að taka myndir og mát, blanda fyllingar, sjá um áhöldin og fleira.“ Ás- gerður kveðst aldrei hafa lent í neinum hremmingum vegna óþægra sjúklinga og segir samkomulagið líka gott við Þórarin og Ragnheiði konu hans sem vinnur á móti henni á vöktunum. Hún hlær þegar henni er þar líkt við þriðja hjól. „Samstarfið er auðvitað orðið náið. Við erum ofan í hvert öðru allan dag- inn!“ gun@frettabladid.is Vinnur hjá Tóta tönn: Sér um bókanir og tekur myndir og mát Ásgerður Ingibergsdóttir Hefur aldrei fengið óþæga sjúklinga á tannlæknastofuna. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Lítið ekinn Ford Escort 1400 station 1996 bensín, beinskiptur, dráttarkúla, góð nagla- og sumardekk, ekinn 115 þ. Skoðaður 2004. Verð 280 þ. Sími 895 1250. Toyota Corolla XLI ‘95. Ekinn 167 þ. Í toppstandi, sk. ‘05. Verð 360 þ. Uppl. Guðmundur, 698 0000. BMW 318i, ‘99. Ek. 80 þ. Álfelgur, spól- vörn, aksturstölva o.fl. S. 846 6137. Toy. Carina E Gli 2.0. Tilboð 260 þ. Op. Corsa ‘99. S. 849 6117. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. atvinna@frettabladid.is Ferðalangur 2004 er fagnaður sem haldinn verður í Reykjavík á sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl. Þar verður ferðaþjónustan kynnt fyr- ir íbúum höf- uðborgarsvæð- isins, meðal annars til að benda á mikil- vægi hennar sem atvinnu- greinar. Að við- burðinum standa Höfuðborgarstofa, Ferðamálasamtök höfuðborgar- svæðisins, Ferðamálaráð, SAF og fyr- irtæki í ferðaþjónustu á höfuðborg- arsvæðinu. Dagskráin er fjölbreytt og fer fram víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. M.a. verður boðið upp á rútuferð á heimaslóð kryddaða ýmiskonar af- þreyingu, sjóstangaveiði, kajaksigl- ing, útreiðatúr, hellaskoðun, kletta- klifur eða safnaskoðun. Meiningin er að heimamenn horfi á borgina og umhverfi hennar með augum ferða- mannsins. Akureyrskum unglingum fæddum 1988 er gefinn kostur á sex vikna vinnu í sumar hjá bæj- arfélaginu sínu. Miðað er við sjö tíma á dag eða samtals 210 vinnustundir. Vinna 14 og 15 ára unglinga verður með svipuðum hætti og síðastliðið sumar og verða störfin auglýst síðar. Suðurnesjamenn vilja snúa vörn í sókn í atvinnumálum á næstu misserum. „Við höfum verið með fólk af atvinnuleysisskrá í starfsþjálfun í þrjá til sex mánuði hjá ýmsum fyrirtækjum. Það er plástur á sárin og betra en ekki neitt,“ segir Ketill Jósepsson hjá Reykjanesbæ. Hann segir Suðurnesjamenn búa við allmikið atvinnuleysi annað árið í röð sem rekja megi til uppsagna hjá Varnarlið- inu. Nú segir hann mikið af ónýttum mannvirkjum á svæðinu sem ýmsir mögu- leikar felist í. Ferðamönnum til Íslands fjölgaði um 13,4% fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Störfum í ferða- þjónust- unni fjölgar ekki að sama skapi að sögn Þorleifs Þórs Þorleifssonar, hagfræðings Samtaka ferðaþjónustunnar. „Þar er svo mikil aukaafkastageta á þessum árstíma,“ segir hann. „Ef gestum fjölgaði um 15% yfir allt árið gæti það leitt af sér 7% fjölg- un starfa,“ reiknaði hann út snar- lega og kom með smá hliðar- dæmi: „Það þarf ekki fleiri rútu- bílstjóra þótt farþegum fjölgi úr tveimur upp í 50 og þjónar geta oft bætt við sig borðum.“ Liggur í loftinu Í ATVINNUMÁLUM Í marsmánuði voru skráðir 114.789 at- vinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 4.991 hafi að með- altali verið á at- vinnuleysisskrá í mánuðinum. Þess- ar tölur jafngilda 3,5% af áætlun Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis um mannafla á vinnumarkaði. Meðalfjöldi atvinnulausra var um 2% minni í mars en í febrúar en um 11,6% minni en í mars árið 2003. Ekki er líklegt að at- vinnuástandið breytist mikið í apríl og er talið að atvinnuleysið geti orðið á bilinu 3,3% til 3,6%. Atvinnuleysi minnkaði alls staðar frá febrúar, nema á höfuðborgar- svæðinu, þar sem það er nú 3,9%. Á landsbyggðinni er atvinnuleysi 3% en mest minnkaði það á Suðurlandi og Vestfjörðum. Á lands- byggðinni er atvinnuleysið mest á Suðurnesjum, 4,3%, en minnst er atvinnuleysið á Austurlandi, 1,9%. Atvinnuleysi er nú alls staðar minna en í mars 2003 nema á Vestfjörðum. Það hefur minnkað hlut- fallslega mest á Austurlandi og á Vesturlandi. Atvinnulausum körlum fækkaði um 4,2% milli febrúar og mars og var sú fækkun á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu var lítils háttar fjölgun. Heildarfjöldi atvinnulausra kvenna breyttist lítið, fjölgun var á höfuðborgarsvæðinu en fækkun á landsbyggðinni. Framboð af lausum störfum í lok mars jókst frá því í febrúar. 482 störf voru laus hjá vinnumiðlunum í lok mars en 357 í lok febrúar. Um 30% þessara starfa eru á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi: Ekki miklar breytingar í apríl Lausum störfum fjölgaði lítillega Atvinnu- leysi verður lílklega 3,3 til 3,6% í apríl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.