Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 33
hafa verið byggðir ódýrt. Víða úti á landi eru menn kannski að borga tuttugu þúsund í félagsgjöld og geta spilað golf sex mánuði á ári.“ Reglur um klæðaburð Á sumum golfvöllum eru gerðar ákveðnar kröfur um klæðaburð. Hörður segir að það sé ætlast til þess að fólk komi snyrtilega til fara á golfvöllinn en það sé engin krafa um að það klæðist dýrum fatnaði. „Þetta er hluti af leiknum því golfíþróttin krefst ákveðins sjálfsaga og það er lögð áhersla á að það sé borin virðing fyrir íþrótt- inni sjálfri – að menn séu snyrtileg- ir gagnvart umhverfi sínu og öðr- um,“ segir Hörður. Hjá sumum golfklúbbum er fólki meinaður að- gangur að völlunum klæðist það gallabuxum. Hörður segir það frekar vera af praktískum ástæð- um. „Þetta er partur af því að virða íþróttina og umhverfið almennt. Ég held að þetta sé mikilvægur þáttur að halda í þennan aga og virðingu sem þarf í golfið, sérstaklega gagn- vart unglingum og börnum. Menn eiga ekki að líta á það sem nei- kvæðan hlut.“ Hörður nefnir sem dæmi að fólki mæti ekki í gallabux- um í handbolta enda séu þær óhentugar til þess. „Hér á Íslandi eru menn ekki mjög harðir varð- andi fatnaðinn en víða erlendis færðu ekki að fara inn á velli í gallabuxum.“ Golfið komið til að vera Hörður er sannfærður um að golfsprengjan sé komin til að vera. „Við þurfum að byrja á því að leysa þennan golfvallavanda. Æfingasvæði eins og í Grafarholti koma til með að leysa hluta af hon- um og við þurfum að leggja meiri áherslu á að fólk byrji þar þannig það verða kannski meiri kröfur á stóru völlunum þegar fólk fer þangað. Það er til að halda uppi leikhraða svo vellirnir afkasti þokkalega. Við förum kannski þá leið sem hefur verið farin víða er- lendis þar sem er gerð krafa um forgjafaskírteini – þannig að fólk sé búið að ná ákveðinni getu áður en það fer inn á golfvöllinn. Þá á fólk möguleika á að vera á ódýrari og minni völlum til að byrja með. Það er eitthvað sem mætti skoða í Reykjavík, að koma upp æfinga- völlum, þannig að byrjendur geti lært íþróttina. Ég hef trú á því að þessi aukning eigi eftir að halda áfram því golfið er mjög hagstæð heilsurækt.“ Fleiri börn og unglingar Hörður segir golfið líka vera orðið meiri afreksíþrótt. „Ungir krakkar og börn eru farin að horfa á golfið sem alvöru íþrótta- grein en ekki sem eitthvað karla- sport. Fólk er farið að hugsa að ef það ætli að ná langt í íþróttinni þurfi það að vera í toppformi lík- amlega, einbeitt og agað. Fólk verður að æfa jafn mikið og í öðr- um íþróttagreinum. Við erum að upplifa það núna að miklu fleiri börn og unglingar eru að koma inn í íþróttina. Það sem er til dæmis jákvætt við könnun Gallups er að 50 prósent af börn- um 12 til 20 ára hafa áhuga á golf- íþróttinni. Það er miklu hærri tala en var fyrir nokkrum árum. Það er gott að áhuginn er svona mikill því þá getum við vonandi byggt upp sterka afrekssveit. Vandamálið er hins vegar að geta tekið við þeim og hafa aðstöðu fyrir þau.“ kristjan@frettabladid.is 25SUNNUDAGUR 18. apríl 2004 GRAFARHOLTSVÖLLUR Grafarholtsvöllur er elsti golfvöllurinn á Íslandi, tekinn í notkun í maí árið 1934, fyrir réttum 70 árum. HÖRÐUR ÞORSTEINSSON Framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands telur að þörf sé á fleiri golfvöllum enda hefur kylfingum fjölgað gríðarlega síðustu ár. Golfklúbbur Reykjavíkur, elstiog stærsti golfklúbbur lands- ins, stendur nú í stórræðum við byggingu á nýju æfingasvæði í Grafarholti. Æfingasvæðið er í raun þriggja hæða skýli með 72 básum þar sem kylfingar geta æft allan ársins hring. Það er eina æf- ingasvæði sinnar tegundar hér á landi – minnir um margt á æfinga- skýli sem sjást í bandarískum bíó- myndum. Æfingasvæðið verður flóðlýst þannig að skammdegið á ekki að koma í veg fyrir golfiðkun. „Þetta er algjör bylting fyrir golfið sem felst meðal annars í því að það verður hægt að æfa allan ársins hring við góðar aðstæður, það er ef veðurguðirnir leyfa,“ segir Ómar Örn Friðriksson hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Reykja- víkurborg og Golfklúbbur Reykjavíkur standa að uppbygg- ingu svæðisins, sem kostar um 110 milljónir. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi en stefnt er að því að vígja svæðið þann 3. júlí. ■ Golfiðkun á Íslandi hefur yfirleitt verið ódýr og það er ákveðin tröllasaga um að þetta sé eitthvað ríkra manna sport. ,, ÆFINGASVÆÐIÐSvona kemur æfinga-svæðið til með að líta útþegar byggingu er lokið. Bylting fyrir golfið FRAMKVÆMDIR Framkvæmdir standa nú yfir en áætlað er að svæðið verði tekið í notkun í sumar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA TÖ LV U M YN D /O N N O

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.