Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 30
22 18. apríl 2004 SUNNUDAGUR Það hefur aldrei hvarflað aðmér að ég myndi fá þessi verðlaun. Þess vegna veit ég ekki hvort þau skipta mig svo miklu máli. Þau munu ekki breyta mínu lífi á nokkurn hátt,“ segir Guðbergur Bergsson um Norrænu bókmenntaverðlaunin, sem hann fékk nýlega afhent við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi. Verðlaunin eru vegleg viður- kenning á ævistarfi rithöfund- arins, en hann segist aldrei hafa hugsað mikið um viðurkenning- ar. „Ég hef bara haldið mínu striki,“ segir hann. „Svo veit ég ekki vel hvað er viðurkenning. Viðurkenning er oft auðsæ í mjög stuttan tíma, svo hverfur hún. Það skiptir meira máli að vinna þannig að verkin síist inn í framtíðina og það gerist oft án þess að menn hafi fengið viður- kenningar. Það er erfitt fyrir samtímann að koma auga á það sem skiptir mjög miklu máli. Stundum er eins og það sem skipti raunverulega máli sé ósýnilegt.“ Í lok þakkarræðu sinnar í Stokkhólmi vék Guðbergur að verðlaununum í lítilli sögu og sagði frá því hvaða hugsanir til- kynningin um þau hefði kveikt hjá honum: „Dag nokkurn, berst mannin- um við borðið bréf, alveg upp úr þurru. Hann opnar það fyrst tveimur dögum síðar. Hann sér að hann hefur fengið verðlaun. Þetta kemur honum á óvart og honum finnst það skrítið. Hann veit að með þessu bréfi verður einhver hluti hans sýni- legur og líklegast munu marg- ir segja: Ég vissi að þetta myndi gerast. Ég vissi það alveg frá upphafi. Svo man hann ljóðlínu frá skáldinu Auden: „Loks er leyndarmálið af- hjúpað...“ Allt í lagi, segir hann. Og bæt- ir svo við með virðingu: Ó já... leyndarmálið er af- hjúpað... það er ekkert við því að gera. Þakka ykkur fyrir.“ Sjálfsagt mótlæti Guðbergur kom til Stokk- hólms frá Madrid. Þar hefur hann verið að velja myndir fyrir sýningu á spænskri samtímalist sem verður haldin í Gerðarsafni í Kópavogi. Hann er að ljúka við þýðingu á skáldsögu eftir Paulo Coelho sem kemur út hjá JPV forlagi fyrir jólin og er einnig að vinna að nýrri skáldsögu sinni sem heitir Lömuðu kennslukon- urnar. Hann segist eiga von á að bókin verði á næsta jólamarkaði en vill ekki ræða hana frekar að svo stöddu. Guðbergur var um tíma afar umdeildur höfundur, ekki síst vegna skáldsögunnar Tómas Jónsson metsölubók, en er nú viðurkenndur sem einn fremsti rithöfundur Íslendinga á seinni hluta 20. aldar. Í mótttöku sem Svavar Gestsson, sendiherra Ís- lands í Svíþjóð, hélt vegna verð- launaveitingarinnar rifjaði Svavar upp viðtökur við bók- inni, lofið og lastið, og sagði bók- ina hafa verið bókmenntafrels- un sinnar kynslóðar. „Þetta var Bókin,“ sagði Svavar. Þegar Guðbergur er spurður um mótlæti og neikvæð við- brögð sem hann mætti áður fyrr segir hann: „Mér finnst sjálf- sagt að þetta sé þannig. Lífið er að miklu leyti mótlæti. Ef mað- urinn verður ekki fyrir mótlæti þá verður hann fyrir miklu með- læti sem eyðileggur hann að lok- um. Og ef maður hefur ekki þurft að kynnast mótlæti í æsku þá er hann líkamlega illa undir það búinn að verða gamall og mæta mótlæti frá líkamanum. Aldurinn býr á vissan hátt í sálarlífinu. Ef maður er mjög argur þá kemur það fram í lík- amanum. Þess vegna skiptir máli að búa yfir vissu hlutleysi gagnvart lífinu og sjálfum sér. Maður verður að vara sig á öfga- kenndum tilfinningum í lífinu: ofsagleði – ofsahræðslu – mikilli ánægju með sjálfan sig. Hvað listina varðar, þá er öryggi í list- um aldrei til. Þar býr algert öryggisleysi. Ef maður er ör- uggur í því sem maður er að gera þá getur maður verið viss um að maður sé að gera eitthvað rangt.“ Hættulegt að eiga marga vini Guðbergur hefur í langan tíma verið áberandi þjóðfélags- gagnrýnandi, núna síðast í vikulegum pistlum í Fréttablað- inu. Finnst honum mikilvægt að listamenn taki þátt í þjóðfélags- umræðunni og séu gagnrýnir á samtíma sinn? „Ef listamenn hafa tilfinn- ingu fyrir samtíma sínum þá er sjálfsagt að þeir taki þátt í þjóð- félagsumræðu, en listamaður- inn verður þá að gera það sem einstaklingur en ekki sem full- trúi fyrir stærri hóp,“ segir Guðbergur. „Listamaður á aldrei að verja sterk öfl í sam- félaginu. Hann á að tala sem einstaklingur og byggja á at- hugunum sínum og skoðunum. Ég hef búið í ólíkum samfélög- um og kynnst margs konar fólki. Þess vegna hafa viðhorf mín verið öðruvísi en viðhorf þeirra Íslendinga sem búa í þröngu íslensku samfélagi, þar sem margvísleg viðhorf eru ekki vel þegin.“ Hvernig eru þessi sér- íslensku viðhorf? „Hið séríslenska viðhorf er að sætta sig við allt. Það er arf- leifð frá íslensku bændamenn- ingunni þar sem menn voru húsbóndahollir. Það er mjög eyðileggjandi að vera algjör vinur vina sinna og það er hættulegt að eiga marga vini vegna þess að þá verður maður þræll þeirra.“ Guðbergur Bergsson hlaut á dögunum Norrænu bókmenntaverðlaunin. Í viðtali ræðir hann um verðlaun og bókmenntir, mikilvægi mótlætis og innrásina í Írak Ég lít framhjá sjálfum mér Í STOKKHÓLMI „Mér hefur aldrei fundist ég utangarðs. En ég hef heldur ekki verið innangarðs í neinu. Mér finnst alveg sjálfsagt að vera einn með sjálfum mér. Ég hef verið það síðan ég var barn.“ Menn þora ekki að standa einir sem rit- höfundar. Þeir eru að hugsa um að selja og ef bók selst í ákveðið mörgum eintökum þá er hægt að sanna töl- fræðilega að hún sé ein- hvers virði. Rithöfundar hræðast líka að fá slæma dóma, en það er mjög gott fyrir höfunda að verða fyrir því. Slæmir dómar reka höf- undinn oft út af þeirri föstu braut sem hann er kominn á og ætti ekki að vera á. Það þýðir ekkert fyrir höfund að rígfesta sig á ákveðni braut, nema honum takist að víkka hana. Til að það takist þarf hann að leggja ansi mikið á sig og kannski finnst honum ekki taka því að breikka brautina í jafn litlu samfé- lagi eins og því íslenska. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.