Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 8
8 26. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR FINGRI BÚDDA FAGNAÐ Búddískir munkar efndu til hátíðarhalda á flugvellinum í Hong Kong þegar fingur Búdda var færður þangað í skotheldu gler- boxi. Fingurinn var fluttur þangað í tilefni af hátíðarhöldum sem fram fara í dag til að minnast fæðingar Búdda. Væntingavísitala Gallups: Dregur úr bjartsýninni VÍSITÖLUR Væntingavísitala Gallups lækkaði um tíu stig milli apríl og maí. Vísitalan stendur í 110,5 stigum. Vísitalan er nú um 26 stigum lægri en hún var í maí í fyrra. Þá voru kosningar og bjart- ir tímar útmálaðir í boðskap ráða- manna. Vísitalan er samsett úr mati á núverandi ástandi og vænt- inga til stöðunnar eftir sex mán- uði. Væntingarnar til ástandsins eftir sex mánuði vega nú þyngst í lækkun vísitölunnar. Bjartsýni á framtíðina fer því þverrandi. Greining Íslandsbanka telur skýr- ingar þessa liggja í neikvæðum fréttum af ástandi heimsmála auk þess sem umræða í íslenskum stjórnmálum kunni að hafa áhrif. Bjartsýnin er mest meðal ungs fólks og karlmenn eru bjartsýnni en konur. Þá er munur á vænting- unum eftir menntun svarenda. Háskólamenntað fólk er bjart- sýnna, auk þess sem fylgni milli h æ k k a n d i tekna og auk- innar bjart- sýni sést stað í væntinga- vísitölunni. Væntinga- vísitalan er unnin á sama hátt og sam- bærileg vísi- tala í Bandaríkjunum. Hún þykir hafa gott forspárgildi um þróun einkaneyslu. Vísitalan 100 gefur til kynna að jafn margir eru já- kvæðir og neikvæðir á stöðu sína og horfur. ■ Óþrifnaður enn vanda- mál á sundstöðum Þeim dæmum fjölgar erlendis þar sem tilkynnt er um örverur á sund- stöðum sem orðnar eru ónæmar fyrir klór. Ekkert slíkt dæmi þekkist hér á landi en óþrifnaður margra getur ýtt undir þessa þróun. NEYTENDUR „Þetta vandamál er því miður alltaf til staðar og afskap- lega erfitt að herða eftirlit meira en nú er,“ segir Stefán G. Kjartans- son, forstöðumaður Laugardals- laugar, vegna þess fjölda fólks sem ekki þrífur sig áður en farið er til laugar. Er- lendir ferða- menn sem eru öðru vanir er- lendis frá hafa löngum virt að vettugi ábend- ingar sundstaða hér á landi um vandleg þrif á líkamanum fyrir sundferð en Stef- án segir að vandamálið sé ekki ein- skorðað við þá. „Það er alls ekki svo. Það eru líka til íslenskir sund- gestir sem forðast í lengstu lög að baða sig og ganga jafnvel með- fram veggjum til að sleppa fram hjá sundlaugarvörðum okkar.“ Erlendis sýna kannanir vís- indamanna að óþrifnaður sund- laugargesta getur haft alvarleg áhrif á gæði vatnsins í lauginni og upp hafa komið fáein dæmi um ör- verur sem orðnar eru ónæmar fyrir klór, eina efninu sem not- hæft er til sótthreinsunar sund- lauga án mikils skaða fyrir fólk. Klór hefur um árabil verið sterkasta efnið í baráttu við sýkla á borð við e-kolí, kóleru og fleiri tegunda sem una hag sínum ann- ars vel í þeim heitu og röku að- stæðum sem ríkja yfirleitt á sund- stöðum. Eina ráðið sem íslenskir sundstaðir hafa, finnist hættuleg- ar örverur sem valdið geta heilsu- tjóni og klór vinnur ekki á, er að skipta alfarið um vatn í lauginni en ljóst má vera að slíkt er ekki fýsilegt sé vandamálið viðvarandi. Hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnun- inni er verið að vinna að heilstæð- um reglum fyrir sundstaði en þar er lögð áhersla á að þrátt fyrir að kemísk efni séu notuð til sótt- hreinsunar í sundlaugum sé það mun skárri kostur en afleiðing- arnar yrðu ef slíkt væri ekki gert. Tilefnið er að rannsóknir sýna að þegar klór kemst í samband við köfnunarefni það sem fólk gefur frá sér sem svita eða þvag í sund- laugum þá myndast gastegund sem hópar vísindamanna vilja meina að auki líkur á að sundlaug- argestir, og þá sérstaklega börn, fá astma eða ofnæmi. Hættan á þessu er þó í lágmarki hérlendis þar sem flestar laugar eru úti við og mjög grannt er fylgst með holl- ustu á sundstöðum hér á landi. albert@frettabladid.is Sádar í Guantanamo: Við vorum pyntaðir DUBAI, AP Fimm Sádi-Arabar sem haldið var í fangabúðunum í Guant- anamo segja að bandarískir her- menn hafi pyntað sig þar. Ásakanir Sádi-Arabanna fylgja í kjölfar svip- aðra ásakana breskra fanga sem var sleppt frá Guantanamo fyrir nokkru. Bandarísk stjórnvöld hafa neitað því að fangar hafi verið pynt- aðir í Guantanamo. Sádunum fimm var sleppt úr haldi í maí á síðasta ári. Lögmaður mannanna segir að þeim hafi verið misþyrmt og þeir pyntaðir, fyrst í Afganistan en síðar í Guantanamo. ■ Maí 136,8 Júní 117,9 Júlí 112,6 Ágúst 115,3 September 116,8 Október 125,2 Nóvember 120,9 Desember 104,2 Janúar 123,7 Febrúar 127,5 Mars 132,9 Apríl 120,6 Maí 110,5 Súðarvogi 48, Kænuvogsmegin, sími 588 2013 ÚR TORFBÆJUM INN Í TÆKNIÖLD Valin besta fræðibók ársins 2003 Á erindi við alla fjölskylduna Þrjú bindi í fagurri öskju, 1700 bls., 2000 myndir og teikningar – sögulegar gersemar. Átta gullfallegar myndir fylgja til innrömmunar. „Menningarlegt stórvirki“ Heimildargildi verksins jafnað við Íslendingasögurnar. „Með þessu stórfenglega ritverki hafa þeir sem að því komu átt hlut í björgun menningarverðmæta ... tengir saman nútíð og fortíð, landið og söguna.“ Hjörleifur Guttormsson, fv. alþingismaður og ráðherra SÓLRÍK SVARTSÝNI Þrátt fyrir vorkomuna dregur úr bjartsýni Íslendinga samkvæmt væntingavísitölu Gallups. Vísitalan lækkaði um tíu stig milli mánaða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Norræna lögreglan: Sameinuð gegn barnaklámi STOKKHÓLMUR, AP Lögreglan í Sví- þjóð, Noregi, Danmörku og Finn- landi handtóku tugi manna í sam- eiginlegum aðgerðum gegn barnaklámi í gær. Aðgerðirnar tóku til hundruða manna sem grunaðir eru um vörslu og dreif- ingu barnakláms. Aðgerðir lögreglu tóku mið af upplýsingum frá öllum löndunum og hófust klukkan sex í gærmorg- un í löndunum fjórum. Að sögn lögreglunnar í Noregi gekk sam- starfið vel fyrir sig. ■ ■ ASÍA FANGAR NÁÐAÐIR Suður-kóreska ríkisstjórnin náðar í dag 1.489 fanga í tengsl- um við hátíða- höld þegar fæðingar Búdda er minnst. Meðal þeirra sem stjórnvöld náða eru fyrrum embættismenn sem voru dæmdir fyrir ólöglegar greiðslur til Norður-Kóreustjórnar til að liðka fyrir samskiptum ríkjanna. ÞJÓÐAHÖLL FYRIR BÆNAHÚS Eina bænahús gyðinga í Tajikistan verður jafnað við jörðu. Þess í stað verður reistur bústaður fyrir forseta landsins, Emomali Rakh- monov, sem fær heitið Þjóðarhöll- in. Gyðingum er boðin lóð til að byggja nýtt bænahús en engar bætur fyrir það sem verður rifið. ALLT AÐ 160 LÁTNIR Ekki færri en 68 manns létu lífið þegar ferju hvolfdi í suðausturhluta Bangla- desh um helgina. Meira en 90 manns er enn saknað og því kann tala látinna að hækka í 160 eða meir. Síðustu daga hafa lík barna og fullorðinna verið dregin upp úr vatninu. LAUGARDALSLAUG Sund er gott og hollt en hið sama þarf ekki að eiga við um vatnið sem synt er í. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA „Og ganga jafnvel með- fram veggj- um til að sleppa fram hjá sund- laugarvörð- um okkar. FRÁ GUANTANAMO Sádar segjast hafa verið pyntaðir. Getnaður: Frjóvgað með 21 árs sæði BRETLAND 21 ári eftir að sautján ára krabbameinssjúklingur lét frysta sæði úr sér fæddist honum barn sem var getið með sæðinu. Aldrei áður hefur liðið svo langur tími frá því að sæði var fryst þar til það var notað til að frjóvga egg og þykja þetta því góð tíðindi fyrir unga krabbameinssjúklinga sem langar til að eignast börn síðar meir. Maðurinn greindist með krabba- mein í eistum árið 1979 og gerði meðferðin sem hann gekkst undir ófrjóan. Eftir að hann var laus við krabbameinið 1992 vildi hann eign- ast börn og tókst að frjóvga egg konu hans í þriðju tilraun. ■ ALÞJÓÐAHEILBRIGÐISMÁLASTOFNUNIN Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, hefur verið kos- inn formaður framkvæmda- stjórnar Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO). Þetta er í fyrsta sinn sem Ís- lendingur gegnir þessu embætti en Davíð var kosinn í stjórn stofnunarinnar á þingi samtak- anna í fyrra. Formaður fram- kvæmdastjórnarinnar er kosinn til eins árs í senn. Fjórir áratugir eru síðan Norðurlandabúi var síðast kos- inn til setu í forsæti fram- kvæmdastjórnar stofnunarinn- ar í Genf. Fráfarandi formaður stjórnarinnar er dr. Kwaku Afriyie, heilbrigðismálaráð- herra Ghana. Í framkvæmdastjórn WHO sitja 32 fulltrúar 192 aðildarríkja samtakanna og eru fram- kvæmdastjórnarmenn kosnir til þriggja ára í senn. Stjórnin fer með æðsta vald samtakanna á milli alþjóðaþinga og sér meðal annars um að tilnefna forstjóra og framkvæmdastjóra WHO sem síðan er kosinn formlega á al- þjóðaheilbrigðismálaþinginu. Um 3500 manns eru starfandi á vegum skrifstofu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, á vegum sex svæðisskrifstofa og í aðildarlöndunum 192. ■ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin: Kosinn formaður framkvæmdastjórnar DAVÍÐ Á. GUNNARSSON Davíð er fyrsti Íslendingurinn til að gegna stöðu formanns framkvæmdastjórnar Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.