Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 146 stk. Keypt & selt 15 stk. Þjónusta 50 stk. Heilsa 8 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 10 stk. Tómstundir & ferðir 7 stk. Húsnæði 30 stk. Atvinna 25 stk. Tilkynningar 4 stk. Hafragrautur er góður fyrir budduna BLS. 3 Góðan dag! Í dag er miðvikudagurinn 26. maí, 147. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.38 13.25 23.14 Akureyri 2.55 13.09 23.27 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á „Ég spái nú ekki nógu mikið í peninga- eyðsluna, ég er sennilega eitthvað að bruðla,“ segir Gunnar Jónsson leikari að- spurður hvernig hann spari peningana sína. Hann segist þó standa þokkalega peningalega. „Ég er í þessu dæmigerða ströggli, að kaupa mér íbúð og lifa af og ég á til dæmis engan bíl,“ segir hann. Gunnar segist ekki eltast við tilboð en grípur þau ef hann kemst í tæri við þau. „Það er að segja ef mig vantar viðkom- andi hlut, ég kaupi mér ekki það sem ég þarf ekki á að halda bara til að kaupa það.“ Þetta er þá orðin spurning hvort Gunnar bruðlar nokkuð þegar allt kemur til alls. „Nei, kannski ekki,“ segir hann hugs- andi. „Ég fæ að minnsta kosti aldrei móral yfir neinu sem ég kaupi, ég er nú skynsam- ari en það,“ segir hann og er einmitt stadd- ur í Garðheimum að kaupa mosaeyði, kantskera og áburð þegar samtalið á sér stað. „Þetta eru bara nauðsynjar, ég er að reyna að gera þokkalegan garð betri.“ Gunnar er einn af þeim sem reykir og hefur ekki tekist að hætta. „Ég spara þar með því að vefja sjálfur, það munar talsvert um það.“ ■ Hvernig sparar þú? Bruðlar lítið þegar allt kemur til alls fjarmal@frettabladid.is Raunverð eigna á Íslandi hefur hækkað um 5% umfram verðlag frá árinu 1995 ef verðþróun þrig- gja helstu eignaflokka, hlutabréf, skuldabréf og fasteignir, eru tekn- ir saman í vísitölu eftir mark- aðsvirði þeirra á fyrsta ársfjórð- ungi 2004. Þetta kemur fram í frétt á vef KB banka. Þýðir það að hlutabréf hafa 20% vægi, skulda- bréf 30% og fasteignir 50%. Hér sést að eignaverð óx um 50% að raunvirði á árunum 1995-2000, gaf aðeins eftir 2001-2002 en hefur tekið kipp frá árinu 2002. Er nú svo komið að eignaverð hefur hækkað álíka mikið á tveimur síðustu árum og á allri uppsveiflunni 1995-2000.Ý Þar af hefur raunvirði eigna vaxið um 20% frá apríl 2003 til þessa dags. Hesthúsalán eru nú í boði hjá SPRON, en þetta eru lán til allt að tíu ára, gegn veði í allt að 60% af markaðsvirði hesthússins. Til 1. júní er veittur 50% afsláttur af lán- tökugjaldi af slíku láni. Lánið er til dæm- is hægt að nota til að kaupa hest- hús, stækka eða breyta hesthúsinu, mála eða endurnýja glugga eða þak. Gunnar Jónsson leikari segist ekki mjög meðvitaður um peningaeyðsluna sína. Hann vefur þó sitt tóbak sjálfur sem hann segir mikinn sparnað. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í FJÁRMÁLUM Citroen Xsara VTR 3/01. Ekinn: 40.000 km, 1600 cc, beinskiptur. Ásett verð 1.090.000 kr. tilboð 990.000 kr 100 % Lán í 60 mánuði 22.025 (meðal- greiðsla á mánuði) Yndisleg 10 vikna læða, þrílit og mjög sérstök, fæst gefins. Kassavön. Uppl. í 898 0568. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.