Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 40
■ ■ TÓNLEIKAR  21.00 Hljómsveitin Tube spilar í Stúdentakjallaranum. Ókeypis aðgangur.  22.00 Jón Sigurður og Espacio með tónleika á Næsta bar. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.15 Peter Møllgaard, prófessor við Viðskiptaháskólann í Kaupmanna- höfn, flytur málstofuerindi um sam- keppni á raforkumörkuðum í Odda, stofu 201. 32 26. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR LISTAHÁTÍÐ „Það lá svona í loftinu að hafa söngvara með mér,“ segir píanóleikarinn vinsæli Jónas Ingi- mundarson, sem fékk frjálsar hendur til að velja með sér lista- fólk fyrir tónleika á Listahátíð, sem haldnir verða í Þjóðleikhús- inu í kvöld. Jónas segir að fáir íslenskir söngvarar hafi „sloppið við“ að syngja með sér í gegnum tíðina, en að þessu sinni hefur hann feng- ið til liðs við sig þau Eteri Gvazava sópran og Bjarna Thor Kristinsson bassa. „Þetta er glæsilegt söngpar. Þau eru hjón, hafa aðsetur í Berlín en syngja bæði víða um heim. Eteri syngur reyndar mest á Ítalíu núna, en Bjarni hefur ver- ið að syngja í Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi og víðar.“ Karlakórinn Fóstbræður verð- ur enn fremur í stóru hlutverki eftir hlé ásamt stjórnanda sínum, Árna Harðarsyni. Jónas hefur verið tengdur þeim kór nánum böndum allt frá því hann gerðist söngstjóri hans fyrir um þrjátíu árum. „Ég var söngstjóri Fóstbræðra í fimm ár og síðan hef ég oftar en ekki spilað með þeim þegar þeir eru á ferðinni. Eldri félagar í kórnum hittast líka einu sinni í mánuði til að syngja saman, og ég er þar munstraður söngstjóri enn- þá.“ Tónleikarnir byrja á því að Bjarni syngur þrjú lög eftir Schubert. Síðan syngja þau hjónin saman nokkur þýsk þjóðlög í út- setningu Brahms, sem gefur þeim tækifæri til að syngjast á. Að því búnu syngur Eteri þrjú lög eftir landa sinn Tsaíkovskí og loks enda þau á tveimur glaðlegum dúettum eftir Saint-Saëns. „Eftir hlé kemur svo kórinn inn og Bjarni syngur með honum mjög flott stykki eftir Nordahl Grieg sem heitir Landkenning. Það fjallar um Ólaf Tryggvason og þarna nýtur kórinn sín til fulls. Síðan syngur Eteri aríu úr óper- unni Rúsölku eftir Dvorak. Þetta er afskaplega tékkneskt og fallegt atriði sem heitir Söngurinn til mánans.“ Að lokum flytja þau fimm al- kunn sönglög eftir Emil Thorodd- sen sem Jón Þórarinsson tónskáld hefur útsett af þessu tilefni fyrir þau Jónas, Eteri, Bjarna og karla- kórinn.■ ■ TÓNLIST Sungið að hætti Jónasar HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 23 24 25 26 27 28 29 Miðvikudagur MAÍ ,,Við ætlum fjórar vinkonur saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? Eldri borgarar Hin sívinsæla 8 daga hringferð um Norðausturland 21.-28. júní nk. Reykjavík - Hornafjörður - Breiðdalsvík - Egilsstaðir - Mjóifjörður - Kárahnjúkar - Norðfjörður - Raufarhöfn - Hljóðaklettar - Dettifoss - Akureyri - Kjölur - Reykjavík VERÐ AÐEINS KR. 71.000 Innifalið í verði: Gisting, kvöldverður, morgunverður og nesti. Skráningar þurfa að berast fyrir 29. maí í síma 892 3011 FERÐAKLÚBBUR ELDRI BORGARA HANNES HÁKONARSON. ALLIR ELDRI BORGARAR VELKOMNIR. ■ ■ FUNDIR  13.30 Þekkingarsetur á lands- byggðinni verður viðfangsefni á árs- fundi Stofnunar fræðasetra Háskóla Ís- lands, sem haldinn verður í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Gaman að takast á við þessi ljóð TÓNLEIKAR „Það hafa mörg lög verið gerð við ljóð hefðbundnu skáld- anna, en hins vegar er minna til af lögum við ljóð eftir þessi óhefð- bundnu skáld, þessi svokölluðu atómskáld,“ segir tónlistarmaður- inn Jón Sigurður, sem er byrjaður að bæta úr þessu með því að semja lög við ljóð íslenskra skál- da frá seinni áratugum. „Það er mjög skemmtilegt að takast á við þessi ljóð og lögin verða náttúrlega svolítið öðruvísi fyrir vikið.“ Hann verður með tónleika á Næsta bar í kvöld ásamt sex manna hljómsveit sinni, sem heit- ir Espacio. „Við ætlum að halda tónleika víða í sumar og stefnum á að taka það upp. Hugmyndin er sú að gefa út tónleikaplötu hið fyrsta með þessum lögum.“ Flest lögin segir Jón vera gerð við ljóð nafna síns, Jóns úr Vör, sem hefur náð að heilla tónlistar- manninn með ljóðtöfrum sínum. Meðlimir hljómsveitarinnar eru allir hámenntaðir og reyndir á sínu sviði. Sjálfur syngur Jón og leikur á bæði gítar og slagverk. Einnig leikur á gítar Pétur Valgarð Pét- ursson, sem er með einleikara- próf á gítar en er jafn vígur á djass, popp og fönk. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á píanó og raddar, en hún er bæði hámennt- aður píanóleikari og er fastur meðlimur í Schola Cantorum. Einnig eru í hljómsveitinni slagverksleikarinn Cheick Ban- goura, sem er frá Gíneu, og svo Birgir Thoraensen kontrabassa- leikari. Aðalsöngvari hljómsveitarinn- ar er síðan Gísli Magnason, en hann verður reyndar ekki með á tónleikunum í kvöld. Á tónleikunum í kvöld verða einnig flutt lög Jóns við ljóð spænskra ljóðskálda. Jón Sigurð- ur er Vestfirðingur í húð og hár, en hefur lengi búið á Grikklandi og Spáni og sú dvöl hefur greini- lega sett mark sitt á tónsmíðar hans og tónlistarflutning. ■ JÓNAS ÁSAMT ETERI OG BJARNA THOR Þau koma fram á tónleikum í Þjóðleikhúsinu í kvöld ásamt Karlakórnum Fóstbræðrum. ■ LISTAHÁTÍÐ Í DAG 17.00 Tónlistartorg í Kringlunni, Ís- lenska dagurlagið með Agli Ólafssyni og Tatu Kantomaa. 20.00 Kvöldstund með Jónasi Ingi- mundarsyni, Bjarna Thor Kristinsson, Et- eri Gvazava og Fóstbræðrum í Þjóðleik- húsinu. JÓN SIGURÐUR MEÐ GÍTARINN Hann kemur fram á Næsta bar í kvöld ásamt hljómsveit sinni Espacio, sem skipuð er há- menntuðum hljóðfæraleikurum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.