Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 29
Aumingja Halldór Ásgrímsson. Mað- urinn sem þekktur er fyrir að varla renni í honum blóðið missti - nánast - stjórn á sér á Alþingi í síðustu viku. Stjórnarandstaðan þjarmaði að stjórnarflokkunum vegna stuðnings þeirra við innrásina í Írak og í hita leiksins lét Halldór hafa eftir sér að skömmu eftir innrásina hefði verið gengið til kosninga og þar hefði þjóð- in veitt honum umboð til að stjórna landinu. Annað, sagði Halldór, væri hægt að segja um Össur Skarphéð- insson og Samfylkinguna. Aumingja Halldór að misskilja stöðuna svona kjánalega. Staðreynd- in er sú að tæpum mánuði fyrir kosn- ingarnar í fyrra mældist Framsókn- arflokkurinn með 10,3 % fylgi (skoð- anakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið 12. apríl 2003). Taugar titruðu hjá bændum landsins. Það sem kom Framsókn til bjargar var snilldarlega beitt auglýsingaherferð sem beindist fyrst og fremst að ungum kjósend- um. Það er altalað (og þetta eru varla nýjar fréttir, Halldór) að sigurvegari kosninganna hafi verið auglýsinga- stofan sem sá um að hanna herferð- ina. Máttur auglýsinganna færði Framsóknarflokknum sín 17,73 pró- sent atkvæða. Ekki Halldór Ásgríms- son. Og jafnvel þótt ríkisstjórnin hafi þannig naumlega haldið velli í kosn- ingunum verður að líta á orð Hall- dórs sem kjánalegan misskilning í hita leiksins. Það voru nefnilega að- eins 11,62 % kjósenda sem veittu honum umboð til að leiða þjóðina í kjördæmi hans, Davíðs og Össurar. Hinsvegar veittu 36,27 % Össuri Skarphéðinssyni umboð sitt. Það er tilfinnanlega mikill munur. Össur fékk jafnvel örlítið meira umboð en sjálfur Davíð Oddsson, og á lands- vísu hlaut Samfylkingin 30,95 % en Framsókn 17,73 % atkvæða. Hvaða stjórnmálaleiðtogi fer þá með umboð þjóðarinnar? Halldór Ásgrímsson er metnaðar- fullur stjórnmálamaður. En hann er ekki efni í forsætisráðherra. Það sýn- ir sig í samþykktu frumvarpi að hann hefur ekki dug til að standa í stafni hinnar leku skútu. Hann þorir alls ekki að rugga báti Davíðs og er rétt eins ræddur við hann og aðrir þing- menn stjórnarinnar. Hann er fylgisauður, ekki forystu- sauður. Og nú þegar raunverulegt innræti Framsóknarflokksins blasir við þjóðinni hefur fylgið ratað niður í 12 % (skv. könnun ParX-viðskipta- ráðgjöf IBM vikuna 17.-23. maí 2004). Það getur ekki verið góð til- finning að taka við völdum með 12% þjóðarinnar á bak við sig. Það hlýtur að valda streitu. Streita veldur til- finningalegum upphlaupum. Upp- hlaupin leiða í ljós tilfinningarnar undir yfirborðinu, og á slíkum stund- um opinbera menn gjarnan sitt rétta andlit, sínar verstu ranghugmyndir. Einmitt það gerðist í vikunni sem leið. Halldór hljóp á sig eina örskots- stund og skynsemin fauk út um gluggann. Lái honum hver sem vill, því streita hans hlýtur að vera alvar- legt og raunverulegt vandamál. En það eru ranghugmyndir Halldórs líka, því þjóðin hefur aldrei veitt hon- um og Framsóknarflokknum umboð til að stýra landinu. ■ HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR Hjá Steypustöðinni færðu faglega ráðgjöf hjá landslagsarkitekt- unum Birni Jóhannssyni, Einari Birgissyni eða Stanislas Bohic um allt sem lýtur að því að skipuleggja nýjan garð eða betrumbæta þann gamla. Pantaðu tíma í síma 540 6800 og fáðu faglega ráðgjöf um skipulag garðsins. Hellur steinar Ráðgjöf landslagsarkitekta Nú er rétti árstíminn til að huga að lóðarframkvæmdum og garðvinnu sem fram- undan eru. Fáðu sendan nýjan bækling okkar um hellur og steina eða kynntu þér úrvalið á steypustodin.is Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 8-18 l r steinar N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 1 9 3 7 / si a. is Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800 • Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540 6855 • Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881 www.steypustodin.is Hellur og steinar fást einnig í verslunum BYKO Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Með 11,62 prósent umboð 21MIÐVIKUDAGUR 26. maí 2004 Stjörnustælar Stjörnustælar skila engu í hópíþróttum. Ofurstjörnur eru tilætlunarsamari en allir aðrir. Þeirra sýn, þeirra gjörðir, þeirra vilji er nafli alheimsins. Allir hinir leikmennrinir eru á villigötum. „Gefið boltann á mig,“ æpa þeir sínkt og heilagt - leikurinn á að snúast um þeirra ljóma. Og ef þeir fá ekki boltann eru viðbrögðin í samræmi við ann- að: Rjúkandi fýla, skammir í fjölmiðlum um hina leikmennina, þjálfarann og fylgis- menn. Lítið fer fyrir drenglyndi og liðsanda þessara ofurstjarna. Sumir gætu kallað slíkt háttarlag óheiðarleika hinna dýru leik- manna. Ég held að það eigi tæpast við því ofurtrú þeirra á sjálfum sér og eigin ágæti er slík að þeir að þeir meina það frá hjarta sínu að allir aðrir hafi rangt fyrir sér. Hjálmar Árnason á althingi.is/hjalmara Hættir að gagnrýna Meira að segja frjálshyggjudrengirnir á Vef- þjóðviljanum eru hættir að gagnrýna Flokkinn (mig minnir að þeir hafi gert það í gamla daga). Þeir benda þó stundum á að Flokkurinn sé ekki alveg á réttri leið, en þó aldrei án þess að „benda á“ að allir aðr- ir flokkar séu mun verri og því sé Flokkur- inn í raun ágætur. Svo eru sumir sem velta því fyrir sér hvers vegna einstaklingssinn- arnir á Vefþjóðviljanum skrifa aldrei undir eigin nafni. Hafa einstaklingar þar engar sjálfstæðar skoðanir? Svo virðist ekki vera því reglulega kemur fram í ritinu að Vef- þjóðviljinn leggi eitthvað til, að Vefþjóðvilj- inn stingi upp á, að Vefþjóðviljinn hafi þá skoðun og að Vefþjóðviljinn telji. Sigurður Hólm á skodun.is Lífleg stjórnmál Stjórnmál seinustu vikna hafa verið afar líf- leg svo ekki sé meira sagt - það er jafnvel hægt að líkja þeim við farsa. Þar hefur fjöl- miðlafrumvarp Davíðs Oddssonar verið hvað mest til umræðu. Í fyrstu var ríkis- stjórninni einungis leyft að lesa skýrslu fjöl- miðlanefndarinnar og henni haldið leyndri fyrir Alþingi. Því næst var hluta skýrslunnar lekið til fjölmiðla sem segir eflaust talsvert um hið meinta traust sem ríkir á milli ríkis- stjórnarflokkanna þessa dagana. Magnús Már Guðmundsson á politik.is Nýja hagkerfið Svo virðist sem hlutar „nýja hagkerfisins“ séu að festast í sessi. Miðaldra Íslendingar eru farnir að kaupa sér bíla á uppboðum á eBay og sum internetfyrirtæki eru farin að græða alvöru peninga. Tækniþróunin sér um að framleiðni vinnuafls mun halda áfram að aukast. Aukin framleiðni kemur m.a. þannig fram að þrátt fyrir umtalsverð- an hagvöxt virðist störfum fjölga lítið vegna þess að sífellt færri hendur vinna nú sömu störf. Verði hagvöxtur nægilegur mun störf- um þó halda áfram að fjölga. Það er það sem er gott við hagvöxtinn, hann stækkar kökuna sem í boði er. Kristinn Árnason á frelsi.is DAVÍÐ A. STEFÁNSSON UMRÆÐAN NÆSTI FORSÆTIS- RÁÐHERRA AF NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.