Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 10
26. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR Reykingabann: Verður ekki vandamál OSLÓ, AP „Bannið hefur virkað,“ sagði Michael Martin, heilbrigðis- ráðherra Írlands, þegar hann ræddi við Norðmenn um væntan- legt reykingabann á veitingahús- um og skemmtistöðum sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Martin kom til Noregs til að sannfæra Norðmenn um að engin óyfirstíganleg vandamál fylgdu reykingabanni en Írar urðu fyrst- ir til að setja svona bann. Mikil- vægasta heilræði hans Norð- mönnum til handa var að þeir skyldu ekki hafa áhyggjur. Indverjar hafa þegar bannað reykingar á öllum opinberum stöðum og Nýja-Sjáland fer sömu leið á árinu. ■ Smábátafrumvarpið: Bátaeigendur bíða síns tíma SJÁVARÚTVEGUR „Mín tilfinning er að bátaeigendur bíða flestir eftir frekari vitneskju um þann kvóta sem þeir geta fengið úthlutað og þá verða margir bátanna seldir,“ segir Hlöðver Brynjarsson, sölu- maður hjá Bátum og búnaði, en það er stærsti söluaðili smábáta hér á landi. Margir telja að ný- legt frumvarp Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra, sem gerir sóknardagabát- um kleift að skipta yfir í kvóta- kerfið, verði til þess að smábáta- eigendur, sem margir eru lang- þreyttir á sífelldri fækkun sóknardaga, grípi tækifærið til að selja kvóta og bát frá sér við fyrsta tækifæri. Hlöðver segir söluna daufa þessa stundina þar sem bæði seljendur og kaupendur bíði nú eftir að frumvarpið gangi í gegn en þegar hefur komið til ágrein- ings milli seljanda og kaupanda báts sem átti sér stað skömmu áður en frumvarpið var kynnt. „Það er slíkt mál á mínu borði eins og er og of snemmt að segja til um lyktir þess máls.“ ■                                                 !          "              !     # $      %       &'     (           )    !   !   ! # !            $       *              !         %#    )'      !  +   !  %         ,     %# !   -                                   !         "#  "        $" " %       # & ' !   ()*(+ "         ,   "               "#                #-)))          ! " -)    . '    '    &    %/               0 1                                FRIÐARGÆSLA Alls verða sautján ísl- enskir friðargæsluliðar við störf þegar Íslendingar taka við stjórn flugvallarins í Kabúl í Afganistan. Fimm þeirra eru þegar komnir á svæðið en hinir leggja af stað í dag. Þar sem gæsla flugvallarins er innan vébanda NATO er þess krafist að friðargæsluliðarnir hafi stöðu hermanna; klæðist ein- kennisbúningum og hafi hlotið þjálfun í vopnaburði. Grunnþjálf- un þeirra fer fram í Noregi. Að sögn Arnórs Sigurjónssonar, yfir- manns íslensku friðargæslunnar, eru meðlimir hennar valdir á öll- um aldri, á grundvelli reynslu og sérþekkingu í ýmsum málum. Ný- verið misstu Norðmenn sinn fyrsta mann við gæslustörf á flug- vellinum. Arnór segir það engin áhrif hafa á ráðstafanir íslensku friðargæslunnar eða störf hennar eða Norðmanna. Halldór Ágríms- son utanríkisráðherra mun taka formlega við stjórn flugvallarins fyrir hönd Íslands hinn 1. júní næstkomandi. ■ HEILBRIGÐISRÁÐHERRARNIR Norski og írski heilbrigðisráðherrann reyndu að búa Norðmenn undir reykinga- bannið. DEYFÐ Í SÖLU SMÁBÁTA Seljendur og kaupendur vilja bíða og sjá hvað verður næstu misseri. Íslensk friðargæsla til Kabúl: Hafa stöðu hermanna ÞÝSKIR FRIÐARGÆSLULIÐAR Í AFGANISTAN Ástandið á flugvellinum í Kabúl er eldfimt eftir að norskur friðargæsluliði var felldur við störf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.