Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 18
18 26. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR SKEMMDIRNAR SKOÐAÐAR Sjíaklerkar skoða hér skemmdirnar á einu helgasta musteri sjíamúslima. Það skemmdist í bardögum bandarískra hermanna og stuðningsmanna sjíaklerksins al-Sadr. Trúaðir hafa miklar áhyggjur af skemmdunum. Forsetakosningarnar í sumar: ÖSE boðið að senda eftirlitsmenn FORSETAKOSNINGAR Utanríkisráðun- eytið segir það sjálfstæða ákvörð- un Lýðræðis- og mannréttinda- stofnunar ÖSE, Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, hvort eft- irlit er tekið upp með kosningum í aðildarríki ÖSE og þá einnig með hvaða hætti. Í tilefni af ítrekuðum yfirlýs- ingum Ástþórs Magnússonar for- setaframbjóðanda hefur utanrík- isráðuneytið sent frá sér yfirlýs- ingu og vill með því leiðrétta mál- flutning frambjóðandans. Í yfir- lýsingunni segir að fastanefnd Ís- lands hjá ÖSE hafi 12. maí síðast- liðinn tilkynnt yfirmanni Lýðræð- is- og mannréttindastofnunar ÖSE um væntanlegar forsetakosning- ar á Íslandi. Fastanefndin hafi jafnframt boðið ÖSE að skoða þörfina á að senda eftirlitsnefnd til Íslands til að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Jafnframt var þeim aðildar- ríkjum ÖSE, sem þess óskuðu, boðið að senda fulltrúa til eftir- lits, segir í tilkynningu utanríkis- ráðuneytisins. ■ Verulegir flokkadrættir eru núinnan þingflokks Framsókn- arflokksins og er óánægju farið að gæta víðar í flokknum. Erfiðum tímum er spáð fram undan fyrir flokkinn. H e i m i l d a r m e n n innan þingflokksins skýrðu Frétta- blaðinu frá því að flokka- drættir hefðu endurspegl- ast í vali á r æ ð u m ö n n - um flokksins í eldhúsdags- umræðum sem fram fóru á Al- þingi á mánu- d a g s k v ö l d . S a m k v æ m t hefð hafi verið komið að Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra, Jónínu Bjartmarz og Kristni H. Gunnarssyni að halda ræðu. Stjórn þingflokksins hafi hins vegar tekið þá ákvörðun að Jón- ína og Kristinn skyldu ekki taka til máls. Jónína og Kristinn voru einu stjórnarþingmennirnir sem greiddu ekki atkvæði með fjölmiðlafrumvarpinu. Jón- ína sat hjá og Kristinn greiddi atkvæði gegn því. Þess í stað var formanni flokksins, Halldóri Ásgríms- syni, og félagsmálaráð- herra, Árna Magnússyni, falið að stíga í ræðustól. Heimi ldarmönnum Fréttablaðsins þótti ekki athugavert að formaður- inn tæki til máls í ljósi þess hve mikið póli- tískt hitamál fjölmiðlafrumvarp- ið hefur reynst vera. Hins vegar var ekki full sátt um það að hvor- ugum þeirra þingmanna sem ekki greiddu atkvæði með fjölmiðla- frumvarpinu, Jónínu og Kristni, yrði leyft að halda ræðu. Sögðu þingmennirnir sem blaðið ræddi við að þetta væri til marks um það að þeim sem ekki styddu Halldór væri hreinlega ýtt til hliðar. Það hefði þótt sterkur leikur fyrir andlit flokksins út á við að velja Jónínu Bjartmarz í ræðustól eftir að hún hafði sýnt þá dirfsku að greiða ekki atkvæði með frum- varpi sem flokkur hennar hafði tekið þátt í að leggja fram. Val á Jónínu sem ræðumanni í eld- húsdagsumræðum hefði hugsanlega getað eytt nokkrum háværum rödd- um um sundrungu þing- flokksins. Auk þess hefði það getað endurnýjað hluta af því trausti meðal almennings sem flokkurinn hefur tapað í meðferð fjölmiðla- frumvarpsins. Undantekning að þingmenn fylgi ekki flokkslínu Ólafur Þ. Harðarson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að það heyri frekar til undantekninga að þingmenn fylgi ekki flokkslínunni. „Ég hef tekið þátt í rannsókn á Norðurlöndunum sem fjallar um það. Þar kemur í ljós að á öllum Norður- löndunum, nema helst í Finnlandi, hafa þingmenn gríðarlega ríka tilhneig- ingu til að fylgja flokks- línunni. Það gerist iðu- lega að þingmenn eru ekki ánægðir með allt í frum- vörpum sem þeir þurfa að samþykk- ja. Við höfum hins vegar á Íslandi nokkur dæmi um það að þingmenn hafi greitt atkvæði gegn stjórnar- frumvörpum eða setið hjá. Mjög oft hefur það engar sérstakar af- leiðingar haft,“ segir Ólafur. Hann nefnir sem dæmi þegar ráðherrann Eggert G. Þorsteins- son felldi stjórnarfrumvarp 1970 og segir að sú ákvörðun hafi ekki dregið dilk á eftir sér. Þó hafi ríkisstjórnin einungis haft einn mann í meirihluta. Einnig hafi þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins greitt atkvæði gegn EES árið 1992. Þeir hafi þó ekki skipt miklu máli því meirhluti hafi ver- ið tryggður. „Í flestum tilfellum þegar svona gerist jafnar ríkisstjórnin sig, sérstaklega þegar stjórnar- þingmenn fella ekki málið fyrir ríkisstjórninni,“ segir Ólafur. Steingrímur Hermannsson óttast um fram- vinduna S t e i n g r í m u r H e r m a n n s s o n , fyrrum forsætisráð- herra og formaður Framsóknarflokksins, segir að fjöl- miðlafrumvarp- ið hljóti að hafa verið mjög erfitt mál inn- an flokksins. Aðspurður um hugs- a n l e g a r a f l e i ð - i n g a r skoðana- á g r e i n - i n g s þingmannanna segir hann að það fari allt eftir því hvernig formað- urinn taki á málunum. „Annað hvort unir formaður- inn þessu eða ekki. Ég vil engu spá um það. Stundum grær um heilt, stundum ekki. Það fer eftir formanninum hvort hann erfir það eða ekki við þá þingmenn sem ekki stóðu með honum,“ seg- ir Steingrímur. Hann segist þó óttast að erfið- ir tímar séu fram undan hjá Framsóknarflokknum miðað við þær samþykktir sem komið hafa víða af landinu um meðferð fjöl- miðlafrumvarpsins. „Mér heyrist allir vera hlynnt- ir því að setja eigi lög um fjölmiðla. Það er óánægja með hvernig þetta mál var kynnt og sá hraði sem á því var. Það er líka mikil óánægja með þessa tvískiptingu, markaðsráðandi eða ekki markaðsráð- andi. Allir eru meira eða minna á því að það hefði átt að setja há- mark á eignarhlut einstaks aðila í fjölmiðli til dæmis, en það hefði átt að ganga yfir línuna,“ segir Steingrímur. Hann segir að það hefði verið skynsamlegra að bíða og beita sér fyrir sátt. „Ég hef það á tilfinningunni að Halldór hafi reynt að beita sér fyrir því en ekki náð því í gegn,“ segir hann. Ólafur Þ. Harðarson sagði að ómögulegt væri á þessu stigi málsins að meta hvaða áhrif sam- þykktirnar af lands- byggðinni hefðu á Framsóknarflokkinn. „Það verður fram- vindan á næstu mánuð- um sem segir til um það hvort þetta er tilfallandi minniháttar óánægja eða hvort eitthvað meira verður úr þessu,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvort Steingrímur muni eft- ir álíka erfiðleikum innan flokksins segir hann að eina tilfellið sem hann minnist svona alvarlegs klofnings í hafi verið EES-málið. „ Þ e g a r þátttakan í EES kom upp klofn- Þýskur eftirlaunaþegi: Hrakinn heim ÞÝSKALAND, AP Þýski eftirlaunaþeg- inn Rolf John, sem komst í heims- fréttirnar þegar upp komst að hann hafði fengið þýsk félags- málayfirvöld til að greiða húsa- leigu í Miami fyrir sig, er fluttur aftur til Þýskalands. Þjóðverjar hneyksluðust mjög þegar það fréttist að hann fengi greiddar fullar bætur í Þýskalandi þrátt fyrir að búa í Bandaríkjun- um. Stjórnmálamenn brugðu á það ráð að breyta lögum til að loka á líf- eyrisgreiðslur Flórída-Rolf, eins og hann hefur verið kallaður, og þeirra sem eru í svipaðri stöðu. Nú er Flórída-Rolf snúinn heim og búinn að sækja um bætur á ný en hafnaði boði um íbúð. ■ Tony Blair: Írakar fá neitunarvald LONDON, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði í gær að Írakar myndu fá neitunarvald um meiriháttar hernaðaraðgerðir eins og árás Bandaríkjahers á Najaf í síðasta mánuði. Breskir hermenn yrðu þó áfram undir breskri yfirstjórn, ekki íraskri. Íraski varnarmálaráðherrann, Ali Alawi, kvaðst gera ráð fyrir að íraskur her og öryggissveitir yrðu reiðubúin til að taka við verkefn- um erlendra herja í Írak innan árs. Því ætti erlent herlið ekki að vera í landinu næstu árin, heldur aðeins næstu mánuði. ■ Egyptar miðla málum MIÐAUSTURLÖND Egyptar hafa tekið að sér að miðla málum milli Palestínu- og Ísraelsmanna. Eg- yptar hafa fram að þessu verið tregir til að blanda sér í leikinn vegna tregðu Ariels Sharon til að setjast að samningaborðum. Með íhlutun Egyptalands virðast þó báðir aðilar hafa opnað möguleik- ann á viðræðum. Stjórnmálaskýr- endur telja að stefnubreyting Eg- ypta stafi vegna þrýstings frá Bandaríkjamönnum, sem vonast til að loksins verði hægt að fylgja vegvísinum frá því í fyrra eftir. ■ HLÝTT Á SPURNINGU Blair sagði á blaðamannafundi að Írakar gætu komið í veg fyrir meiriháttar hernað- araðgerðir eftir valdaafsal. SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR BAKSVIÐS FLOKKADRÆTTIR Í FRAMSÓKNARFLOKKNUM EFTIRLITIÐ SJÁLFSTÆÐ ÁKVÖRÐUN ÖSE Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi segir dómsmálaráðuneytið hafa hafnað kröfu sinni um að alþjóðlegir eftirlitsmenn frá ÖSE fái að fylgjast með aðdraganda kosninganna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R HALLDÓR Veldur sá er á heldur. STEINGRÍMUR “Stundum grær um heilt, stundum ekki.” VALGERÐUR Eðlilegt að hún talaði fyrir Framsókn á eldhúsdegi. JÓNÍNA Sett aftur fyrir í röðinni. ÁRNI Í uppáhaldi. ARIEL SHARON Tregur til að setjast að samningaborðinu. Erfitt fram undan hjá Framsóknarflokknum Rof á hefð Framsóknarflokksins við eldhúsdagskrárumræðu þykir endurspegla flokkadrætti. Steingrímur Hermannsson óttast að erfiðir tímar séu fram undan hjá flokknum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.