Fréttablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 28
1. júní 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Led
Zeppelin
hvað?
Ja, hérna. Alla mína ævi hefur því
verið troðið ofan í kokið á minni
kynslóð að tónleikar Led Zeppelin
í Laugardalshöll hefðu verið þeir
stórkostlegustu sem haldnir hafa
verið hér á Klakanum. Lýsingarn-
ar hafa verið svo stórkostlegar að
manni hefur nánast liðið eins og
það sé ekkert vit í því að reyna
halda fleiri rokktónleika á Íslandi.
Svo sér maður ljósmyndir af tón-
leikunum af Jimmy Page leika á
gítarinn fyrir gapandi, sitjandi og
hálfvankaða tónleikagesti og ljós-
in kveikt í Höllinni! Það var sem
betur fer önnur stemning á tón-
leikum Korn á sunnudagskvöldið.
Ég hef aldrei séð betri rokk-
sveit á sviði. Allt gekk upp. Kraft-
urinn, hljómurinn, innlifunin og
spilagleðin. Stemningin var svo
gífurleg að hér eftir mun allt
fölna við samanburðinn.
Korn tóku þétt slagarapró-
gramm af öllum plötum sínum.
Aðeins eitt lag af Untouchables
fékk að fjúka og hörðustu aðdá-
endurnir trylltust þegar keyrt var
í lög af fyrstu tveimur plötunum á
borð við Blind, Faget, A.D.I.D.A.S.
og Shoots and Ladders. Inn í það
síðastnefnda spunnur Korn-liðar
Metallica lagið One við gífurlegan
fögnuð. Sveitin endaði svo á lag-
inu Y’All Wanna Single, og sér-
staklega gaman var að heyra allt
mannhafið öskra samtímis, Fuck
that shit!, í stoppkafla í laginu.
Nokkrum sinnum á meðan
Korn voru að spila stóð ég mig að
því að skoða fólkið í kringum mig.
Athygli allra var á sviðinu, og
andlitin voru sem frosin á andar-
taki fullnægingar. Engin leið var
fyrir fólk í stúkunni að sitja kyrrt
og þar var fólkið allan tímann eins
og landslið Íslands hefði verið að
skora mark gegn Brasilíu í úr-
slitaleik HM. Fólkið niðri, hoppaði
nánast í gegnum alla tónleikana
og ég velti því fyrir mér hvort
áhorfendur gætu möguleika bre-
itt rúmmáli Hallarinnar í kúlu
með því að hoppa svona stans-
laust. Þannig myndu gólffjalirnar
beygjast niður í eins konar undir-
skál. Segi svona.
Birgir Örn Steinarsson
KORN Í LAUGARDALSHÖLL
sunnudaginn 30. maí
■ FÓLK Í FRÉTTUM
es.xud.www
21:21 XUD
Sænsk hágæðarúm The
DUX® Bed
m a d e i n S w e d e n
„Áratuga reynsla á Íslandi“
DUXIANA
Háþróðaður svefnbúnaður
Ármúla 10 • 108 Reykjavík
Sími: 5689950
7007 XUD
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
9
1
3
8
Fjölmargir virt-ir tónlista-
menn verða á
nýrri sextán laga
plötu sem gefin
verður út fyrir
Ólympíuleikana í
Aþenu sem hefj-
ast í ágúst. Plat-
an ber heitið
Unity, eða samstaða. Fjölmargir
áhugaverðir dúettar verða á plöt-
unni, þar á meðal Sting og
Mariza, Moby og rappsveitin
Public Enemy, Macy Gray og
Keziah Jones og rokkarinn Lenny
Kravitz og Kadim Al Sahir. Á
meðal tónlistarmanna sem koma
fram á plötunni eru Avril
Lavinge með lagið Knocking On
Heavens Door, Alice Cooper og
hljómsveitin Destiny’s Child.
Söngvarinn Marc Anthony hef-ur sótt um skilnað frá eigin-
konu sinni Dayanara Torres, sem
er fyrrum Ungfrú alheimur. An-
thony og Torres giftu
sig í Las Vegas fyrir
fjórum árum. Þau
hættu saman í stutt-
an tíma árið 2002 en
endurnýjuðu hjú-
skaparheit sín
nokkru síðar í Púertó
Ríkó. Þau eiga tvo
syni sem heita Cristian og Ryan.
Anthony, sem er 34 ára, heitir
réttu nafni Marco Antonio Muniz.
Hann er þekkastur fyrir popplög
í salsabúningi á borð við I Need
to Know
[ TÓNLEIKAR ]
UMFJÖLLUN
FIELDY
Sló ekki feilnótu, frekar en hinir.
KORN
Fáir botnuðu í upp-
hitunaratriðinu,
Fantomas, enda mjög
listrænt og sérstakt.
Allir tengdu sig þó
við Korn.