Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 31
Þjóðlagahefðin var við lýði í Laug- ardalshöll á laugardagskvöldið undir stjórn tveggja fremstu tón- listarmanna Íslands og Írlands, þeirra Hilmars Arnar Hilmarsson- ar og Donal Lunny. Þetta var upp- hafið að tónlistarferðalagi og því ýmislegt sem þarf að sníða til. Byrjunin lofaði þó góðu. Fyrst steig á svið með hljómsveitarmönnum kvæðakonan Kristín Heiða Krist- insdóttir og flutti brot úr Völuspá. Eins og síðar kom í ljós, þegar Steindór Andersen endurflutti rímu eftir uppklapp, þá voru hljóð- nemar rangt stilltir fyrir hlé og máttu þau bæði líða fyrir það. Það var þó fróðlegt að bera saman styrk Eivarar og Kristínar á sviði. Kristín hélt sig við hefðbundin rímnastíl, á meðan Eivör var meira í vikivakastílnum færeyska með miklum ferskleika. Eivör var án efa stjarna kvöldsins og það væri mikill missir að henni ef hún held- ur ekki áfram á þessu tónlistar- ferðalagi. Írarnir voru hressir og salurinn lifnaði við þegar írsku þjóðlögin fóru að hljóma. Stemningin datt svo aftur niður þegar kom að rímunum. Eiginlega svo að ég fór að velta því fyrir mér hvort rím- urnar endurspegluðu krónískt ís- lenskt þunglyndi. Hilmar og Donal hefur samt tekist að blanda þessum tveimur menningararfleifðum saman svo á stundum var unun á að hlusta. Damon Albarn kíkti svo við, eins og auglýst hafði verið. Hann hefði í raun alveg mátt missa sín. Með ró- legu og mjög einföldu lagi tókst honum að svæfa að minnsta kosti strákinn sem sat fyrir aftan mig. Hans lag passaði bara ekki inn í prógrammið og með þessu eina lagi náði hann engum hæðum. Ef þetta hefði verið fótboltaleik- ur, væri enginn efi um hver hefði sigrað. Það er einna helst að hin færeyska frænka okkar hafi breytt stöðunni í varnarsigur. svanborg@frettabladid.is Írland - Ísland ÞRIÐJUDAGUR 1. júní 2004 31 SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 SECRET WINDOW kl. 5.50, 8 og 10.10 KILL BILL kl. 10 B.i. 16 ELLA Í ÁLÖGUM kl. 6 og 8 PÉTUR PAN kl. 6 SPARTAN kl. 8 BUTTERFLY EFFECT kl. 8 og 10.20DREKAFJÖLL kl. 6 M. ÍSL. TALISÝND kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 HHH DV HHH Tvíhöfði Vinsælasta myndin á Íslandi Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana i magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. STÓRVIÐBURÐUR ársins er kominn! Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari. Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari. SÝND kl. 5.30, 7, 8.30, 10 og 11.30 SÝND kl. 4, 5.30, 8 og 10.30 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH Ó.H.T. Rás 2 EIVÖR PÁLSDÓTTIR Stjarna tónleikanna, þótt hvorki sé hún íslensk né írsk. [ TÓNLIEIKAR ] UMFJÖLLUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.