Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 4
Mikill meirihluti vill málskotsrétt forseta Átta af hverjum tíu eru fylgjandi málskotsrétti forseta samkvæmt niður- stöðum nýrrar skoðanakönnunar. Þá sögðust tveir þriðju þeirra sem afstöðu tóku sammála ákvörðun forsetans varðandi fjölmiðlalögin. 4 7. júní 2004 MÁNUDAGUR Skattrannsóknarstjóri lýkur frumskýrslu um Baug: Hafa þrjár vikur til andmæla SKATTAMÁL Skattrannsóknarstjóri hefur lokið frumrannsókn sinni á Baugi. Forsvarsmenn Baugs fengu á föstudag frumskýrslu skattrann- sóknarstjóra í hendur og hafa nú þrjár vikur til að nýta andmælarétt sinn. Að sögn Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, er athug- un fyrirtækisins á skýrslu skatt- rannsóknarstjóra enn á frumstigi og hann telur því ekki tímabært að tjá sig efnislega um skýrsluna. „Við erum að skoða málið og höfum þrjár vikur til þess,“ segir Hreinn. „Þessi skýrsla er ekki endanleg og er í far- vegi innan skattkerfisins.“ Að sögn Hreins hyggjast forsvarsmenn Baugs að sjálfsögðu nýta sér andmælaréttinn. „Við munum senda inn athuga- semdir og ábendingar,“ segir Hreinn. Rannsókn skattrann- sóknarstjóra á Baugi hófst þann 17. nóvember síðast- liðinn þegar gerð var hús- leit á skrifstofu fyrirtæk- isins. Lagt var hald á bók- haldsgögn allra ára frá 1998 til 2002 og miðast rannsóknin við það tíma- bil. Efnahagsbrotadeild Ríkislög- reglustjóra hefur einnig haft mál- efni Baugs til rannsóknar. Sú rann- sókn beinist að tilteknum ásökunum Jóns Geralds Sullenberger á hendur Tryggva Jónssyni og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þá- verandi forstjóra og stjórnarformanni Baugs. Rannsóknin hófst, ein- nig með húsleit, þann 28. ágúst árið 2002 og stend- ur enn yfir. S k a t t r a n n s ó k n a r - stjóri, Skúli Eggert Þórð- arson, vildi ekki tjá sig um málið. Baugur hf. á hluta í Norðurljós- um hf. sem eiga hlut í Frétt ehf. sem gefur út Fréttablaðið. ■ SKOÐANAKÖNNUN Átta af hverjum tíu Íslendingum eru fylgjandi því að forseti hafi málskotsrétt. Þetta kom fram í skoðanakönnun Frétta- blaðsins sem fram fór í gær. 74,1 prósent aðspurðra sögðust fylgjandi því að forseti Íslands geti hafnað lögum staðfestingar og skotið þeim til þjóðaratkvæða- greiðslu en 19,4 prósent eru því andvíg. 6,5 prósent eru óákveðnir eða svöruðu ekki og svarhlutfall var 92 prósent. Þá sögðust 62,1 prósent aðspurðra sammála ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki fjölmiðlalögin og vísa þeim til þjóðaratkvæða- greiðslu en 30,5 prósent lýstu sig ósammála ákvörðuninni. 7,4 pró- sent eru óákveðin eða svara ekki og svarhlutfall var 91,1 prósent. „Þessar niðurstöður gefa til kynna skýran vilja meirihlutans, þrátt fyrir hugsanlegar mæli- skekkjur í könnuninni,“ segir Ólaf- ur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Ólafur segir nið- urstöðu skoðanakönnunarinnar um að mikill meirihluti þjóðarinnar telji forsetann eiga að hafa synjun- arvald ekki koma á óvart og vera í grófum dráttum í takt við eldri mælingar. „Það er hins vegar ákaf- lega athyglisvert að stór hluti þjóð- arinnar segist sammála þessari ákveðnu synjun.“ „Ég held að þetta þýði að tals- verður meirihluti vill að til sé eitt- hvert synjunarvald,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórn- málafræðiprófessor. „Hins vegar er spurning hvort synjunarvald ætti ekki frekar að vera í höndum þjóðarinnar en ekki forsetans. Stóra spurningin er auðvitað sú hvort menn vilja að forseti geti eftir geðþótta sínum synjað laga- frumvörpum staðfestingar.“ Jónatan Þórmundsson lagapró- fessor segir fólk vilja halda í synj- unarrétt forseta, sem hann lítur svo á að sé ekki síður réttur fólks- ins. „Persóna forsetans kemur ekki þarna inn í. Hann er þjóðkjör- inn og honum er veitt þessi heim- ild í nafni og þágu þjóðarinnar.“ Spurt var: Ertu sammála eða ósammála ákvörðun Ólafs Ragn- ars Grímssonar að staðfesta ekki fjölmiðlalögin og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu? Einnig var spurt: Ertu fylgjandi eða and- víg(ur) því að forseti Íslands geti hafnað lögum staðfestingar og skotið þeim til þjóðaratkvæða- greiðslu? Úrtak skoðanakönnunar- innar var 800 manns sem skiptist jafnt á milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma. helgat@frettabladid.is olikr@frettabladid.is VESKI STOLIÐ Tilkynnt var um þjófnað á dansleik í Valhöll á Eskifirði aðfaranótt sunnudags- ins. Þar var veski stolið en málið leystist strax. Enginn var kærður til lögreglu. HRAÐAKSTUR Lögreglan í Vík í Mýrdal tók tvo menn fyrir of hraðan akstur í gær. Annar þeirra var á 151 kílómetra hraða en hinn var á 120 kílómetra hraða. Báðir voru sektaðir. ÖLVUNARAKSTUR Einn maður var tekinn fyrir ölvunarakstur á Seyðisfirði aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var mjög ölvaður, að sögn lögreglu á staðnum. Blóð- sýni var tekið úr manninum og er það nú í rannsókn. UMFERÐARÓHAPP Ökumaður bifreiðar sem valt á mótum Bú- staðavegar og Kringlumýrarbrautar síðdeg- is í gær var fluttur nokkuð slasaður á slysa- deild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Lögreglu grunar að hann hafi verið undir áhrifum lyfja. Bílvelta á Kringlumýrarbraut: Kjálkabrot og hrygg- meiðsli SLYS Ökumaður bifreiðar slasað- ist í bílveltu á Kringlumýrar- braut við Bústaðaveg klukkan 15 mínútur yfir fjögur síðdegis í gær. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi, en að sögn lögreglu er hann talinn hafa verið kjálkabrotinn og með möguleg hryggmeiðsli. Þá segir lögreglan í Reykjavík að grunur leiki á að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi vegna lyfja- misferlis. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild var maður- inn ekki með lífshættulega áverka, en einhverja skurði þó og beinbrot. Hann var lagður inn á sjúkrahúsið til aðgerðar. ■ Ertu sátt(ur) við frammistöðu ís- lenska fótboltalandsliðsins gegn Englandi? Spurning dagsins í dag: Ertu búin(n) að skipuleggja sumarfríið? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 78% 22% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is ÞRJÚ FÍKNIEFNAMÁL Þrjú fíkni- efnamál komu til kasta lögregl- unnar í Reykjavík aðfararnótt sunnudags. Lögreglan segir málin hafa verið minniháttar, en fundist hafi á fólki eitthvert magn kannabisefna og amfeta- míns, sem fólkið hafi sagt vera ætlað til eigin neyslu. Þá voru teknir fimm ökumenn grunaðir um ölvun við akstur í borginni. MIKIL HÁREYSTI Í HEIMAHÚS- UM Lögreglan í Reykjavík segir einnig að nokkuð hafi verið um útköll vegna ölvunar í miðbæn- um og vegna hávaða í heima- húsum. Þar telur lögreglan að veðurblíðan eigi sinn þátt. Meira beri á veisluhaldi í heimahúsum þegar gleðskapur- inn berst út á svalir íbúða. Þá safnaðist fólk saman í miðbæn- um eftir lokun staða og var ekkert að flýta sér heim í góða veðrinu. Húsavík: Grunaður um líkamsárás ÁRÁS Maður eyddi aðfaranótt sunnudagsins í fangageymslu lög- reglunnar á Húsavík. Maðurinn er grunaður um líkamsárás á dans- leik í félagsheimilinu í Fosshóteli í Húsavík. Annar maður á dans- leiknum fékk þar flösku í höfuðið og grunur leikur á að hann hafi verið sleginn í höfuðið með flösk- unni. Málið er nú í rannsókn hjá lögreglunni á Húsavík. ■ Páfi heldur útimessu í Sviss: Virtist hressari en oft áður BERN, AP Jóhannes Páll II páfi virt- ist frísklegri en undanfarið á fjöl- mennri samkomu kaþólskra ung- menna í Sviss. Nærri 70.000 manns mættu á útimessu páfa, en slíka messu hefur hann ekki hald- ið utan Páfagarðs í níu mánuði. Svissneski guðfræðingurinn Hans Küng, sem oft hefur gagn- rýnt kaþólsku kirkjuna, segir samkomuna reyndar hafa ein- kennst af persónudýrkun, sem ekki eigi að þekkjast í lýðræðis- þjóðfélagi nútímans. Engar gagn- rýnisraddir hafi verið leyfðar, öfugt við sams konar samkomu fyrir tuttugu árum þegar páfi tók fúslega við gagnrýnum spurning- um á stefnu sína varðandi um- deild stefnumál kaþólsku kirkj- unnar. ■ PÁFI VEIFAR MANNFJÖLDANUM Gagnrýndur af svissneskum guðfræðingi að lokinni fjöldamessu í Sviss. HREINN LOFTSSON Ekki tímabært að tjá sig um efnisatriði frum- skýrslu skattrannsókn- arstjóra. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Bandaríska leyniþjónustan: McLaughlin tekur brátt við WASHINGTON, AP John McLaughlin, sem undanfarin ár hefur látið lítið fyrir sér fara sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, býr sig nú undir að taka við embætti yfir- manns stofnunarinnar. Þegar fyrrverandi yfirmaður hans, George Tenet, sagði af sér í síðustu viku lét hann þau orð falla að McLaughlin yrði frábær eftir- maður sinn. McLaughlin er sagður íhugull og nákvæmur, en sumir embættis- menn telja hann þó illa hæfan í embættið vegna þess hve mikinn þátt hann á í vafasömum upplýs- ingum um Írak, sem notaðar voru til að réttlæta innrásina. ■ Kortasvindl: Allt að 50 milljónir SVIK „Íslendingar á ferðalagi í Suður-Evrópu, sem hafa borgað með korti á veitingastað, hafa lent í því að kortasvikarar séu í sam- starfi við þjónana, sem afrita segulrönd kortsins og þegar kort- hafinn er kominn heim fara að streyma færslur sem fylla úttekt- arheimildina hans,“ segir Ragnar Önundarson hjá MasterCard. „Þetta eru engar óhemju tölur hjá okkur á Íslandi. Ég myndi giska á 40-50 milljónir á ári. Áhyggjuefnið er að þetta svindl hefur verið að aukast um 20 til 30 prósent á ári og því er tímabært að bregðast við,“ segir Ragnar. ■ FIMMFALDA ÆVI Í FANGELSI Ísraelskur dómstóll dæmdi Marwan Barghouti, einn helsta leiðtoga uppreisnar Palestínu- manna gegn ísraelska hernám- inu, til að sitja fimm sinnum ævilengd sína í fangelsi og fjörutíu ár að auki fyrir aðild sína að árásum sem urðu fjórum Ísraelsmönnum og einum grísk- um munki að bana. SKOTINN TIL BANA Einn Breti lést og annar særðist þegar skot- ið var á þá í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Skotárásin var gerð í hverfi sem er þekkt að trúar- legri íhaldssemi og skotbardagar milli lögreglu og íslamskra víga- manna eru þar algengir. ■ MIÐ-AUSTURLÖND ■ MIÐ-AUSTURLÖND Fylgjandi 79,2% Andvígir 20,8% Ósammála 32,9% Ósammála 67,1% MIKILL MEIRIHLUTI FYLGJANDI MÁLSKOTSRÉTTI FORSETA Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvígur því að forseti geti hafnað lögum staðfestingar og skotið þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu? TVEIR AF HVERJUM ÞREMUR SAM- MÁLA ÓLAFI RAGNARI Spurt var: Ertu sammála eða ósammála ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að staðfesta ekki fjölmiðlalögin og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu? ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Tveir af hverjum þremur eru sammála ákvörðun hans um að staðfesta ekki fjölmiðlalögin, samkvæmt nýrri skoðana- könnun Fréttablaðsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.