Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 8
8 7. júní 2004 MÁNUDAGUR SJÓMANNADAGURINN Kvótasetning smábáta verður til þess að veiði verður frekar í samræmi við áætlanir eftirleiðis, sagði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra í hátíðarræðu á Miðbakka í Reykjavík í gær, sjómannadaginn. „Jafnframt mun útgerðin eiga hægara með að mæta kröfum fiskmarkaðanna og fiskvinnslunn- ar um afhendingartíma auk þess sem aflamarkskerfið ýtir undir betri meðferð á aflanum þar sem kapphlaupið við tímann er ekki eins mikilvægt og áður,“ sagði ráðherra, sem hóf ræðu sína á því að ræða þann sérstaka sess sem sjómennskan skipar hjá þjóðinni og skilning hennar á mikilvægi auðlinda hafsins. „Slíkan skilning skortir því miður hjá mörgum þjóðum sem leggja stund á fisk- veiðar,“ sagði hann og taldi skyldu Íslendinga að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og vinna þeim fylgi á alþjóðavettvangi. „Sjó- mannadagurinn er ekki aðeins dagur sjómanna heldur er hann sameiningartákn allra sem láta sig sjóinn og sjávarútveginn varða. Góður árangur í starfi sjó- mannsins skilar sér til þjóðarinn- ar allrar,“ sagði sjávarútvegsráð- herra í ræðu sinni. ■ Mannréttindi eru fótum troðin víða Lítið fer fyrir mannúð og samkennd með samborgurunum í flestum löndum heimsins ef marka má skýrslu Amnesty um stöðu mannrétt- indamála árið 2003. Staðan hefur versnað frá árinu áður. MANNRÉTTINDAMÁL Ástand mannrétt- indamála í heiminum árið 2003 versnaði til muna frá árinu áður og afar fáar þjóðir í heiminum hljóta viðunandi vitnisburð mannréttinda- samtakanna Amnesty International. Árleg skýrsla samtakanna kom út fyrir skömmu og er niðurstaða þeir- ra sú að það færist fremur í vöxt en hitt að ríki virði almenn mannrétt- indi þegna sinna að vettugi. Það sem samtökin gera miklar at- hugasemdir við öðru fremur er hversu mörg ríki hafa að frumkvæði Bandaríkjanna aukið til muna allt eftirlit með þegnum sínum sem og fólki af öðru þjóðerni undir því yfir- skyni að verið sé að berjast gegn þeirri ógn sem stafi af frekari hryðjuverkum. Talin eru upp mý- mörg dæmi um að gengið hafi verið á rétt einstaklingsins vegna þessa enda hafa löggæsluyfirvöld víða fengið ótakmörkuð völd til að fylgj- ast með hverjum og einum hvernig og hvar sem er. Enn verri eru þó afdrif kvenna í heiminum samkvæmt skýrslunni en þar er dregin upp dökk mynd af gegndarlausu ofbeldi sem þær verða fyrir á hverjum degi. Taka skýrslu- höfundar fram að eitt það allra al- varlegasta við slíka glæpi sé hversu sjaldgæft sé að fórnarlömbin til- kynni þá til yfirvalda. Þeim sé þá jafnvel vísað á dyr eins og þekkist í mörgum löndum þar sem réttindi kvenna eru langt neðar réttindum karlmanna og þær hafa í einstaka löndum alls engin réttindi. Mikið sé um að nauðganir og pyntingar hvers konar komi seint eða aldrei fram í dagsljósið og því sé ábyggilegt að glæpir gegn konum séu mun algeng- ari en talið er og er þó nóg um. Sér- staklega er varað við þessari þróun í hernumdum löndum á borð við Afganistan og Írak og talið gríðar- lega mikilvægt að kynna almenningi á þessum stöðum rétt sinn og stöðu. Þriðja heims lönd eru þó alls ekki ein á báti hvað varðar ofbeldi gegn kon- um. Ofbeldi gegn þeim í heimahús- um er mikið vandamál á Spáni og Ítalíu og hyggst Amnesty efna til mikillar herferðar á þessu ári til að sporna við þessari þróun. Amnesty hefur frá stofnun sam- takanna barist hart gegn dauðarefs- ingum, sem stundaðar eru víða, og telja forsvarsmenn Amnesty að viss árangur hafi náðst í þeim málum. Aðeins 16 ríki bönnuðu dauðarefs- ingu fyrir tæpum 30 árum síðan en nú eru þau 77 talsins. Þrátt fyrir það eru fjölmargar aftökur framkvæmd- ar á ári hverju undir afar vafasöm- um formerkjum og stundum án dóms og laga. Amnesty og fleiri mannúðar- og mannréttindasamtök hyggjast taka höndum saman í meiri mæli en nú er til að berjast gegn þessari vá. albert@frettabladid.is Fjarðabyggð: Heimsókn í frystihúsið LANDSBYGGÐIN Eskja bauð nemend- um fyrsta bekkjar grunnskólans á Eskifirði í heimsókn í fyrirtækið til að kynnast starfsemi þess. Fyrst var farið með börnin inn í mjöl- og lýsisvinnslu þar sem þau skoðuðu verksmiðjuna og voru svo vigtuð á mjölvigt. Bekkurinn allur vó alls 474 kíló. Næst var farið í nótastöð Eskju, þar sem krakkarn- ir skoðuðu veiðarfæri og spjölluðu við starfsmenn. Að lokum reyndu krakkarnir með sér í reiptogi þar sem stelpurnar höfðu sigur, enn eitt árið. Að lokum komu krakkarnir við á skrifstofu félagsins þar sem þeim var boðið upp á pitsuveislu en þangað kom einnig Solla stirða úr Latabæ og skemmti krökkunum. Við brottför voru þessir góðu gest- ir leystir út með gjöfum og þeir boðnir velkomnir aftur. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR – hefur þú séð DV í dag? Rottufaraldur í Reykjavík KYNNAST UNDIRSTÖÐUNNI Nemendur 1. bekkjar grunnskólans á Eski- firði í bolfiskvinnslu Eskju. M YN D /S IG U RÐ U R B IR G IS SO N SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Í hátíðarræðu sinni við Miðbakka í Reykjavík ræddi Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra mikilvægi þess að sjónarmiðum landsins varðandi nýtingu auðlinda hafsins sé komið á framfæri og unnið að framgöngu þeirra með skilvirkum hætti á alþjóðavettvangi. Sjómannadagurinn sameiningartákn: Skilning skortir hjá mörgum þjóðum FLÓTTAMANNABÚÐIR TSJETSJENA Í hefndarskyni fyrir árásir uppreisnarmanna lokuðu Rússar flóttamannabúðum Tsjetsjena þrátt fyrir að hundruð manna dveldu þar ennþá. EVRÓPA Austurríki: Mannréttindadómstóll Evrópu ályktaði gegn þarlendum dómstólum vegna dóma yfir þremur samkynhneigðum karlmönnum. Einn fangi lést í varðhaldi eftir illa meðferð. Ásakanir um illa meðferð lögregluyfirvalda héldu áfram. Rúmenía: Mörg tilvik um hrottaskap lög- reglu og fangayfirvalda. Aðstæður í fangelsum landsins óviðunandi. AMERÍKA Bólivía: Talið að 80 manns hafi látist vegna illrar meðferðar löggæsluyfirvalda. Mörg tilvik um ofbeldi lögreglumanna á hendur mótmælendum. Kanada: Athugasemdir gerðar við varðhald fimm fanga án dóms og laga. Athugasemdir vegna framkomu við alþjóð- lega flóttamenn. Réttur ættbálka innfæddra íbúa fyrir borð borinn. AFRÍKA Tsjad: Níu aftökur fóru fram; þar af fjórar eftir ósanngjörn réttarhöld. Réttur fólks til frjálsra skoðanaskipta fótum troðinn. Simbabve: Stjórnarandstæðingar ítrekað lamdir eða fangelsaðir. Blaðamenn áreittir og vinsælasta dagblað- inu lokað. Matvælaaðstoð skilaði sér ekki þar sem neyðin var stærst. MIÐ-AUSTURLÖND Pakistan: Stríð geisaði milli mismunandi trúarhreyfinga. Stjórnvöld virtu einskis mannréttindabrot gegn konum og börnum. Tæplega 300 manns dæmdir til dauða. Íran: Fjöldi pólitískra fanga margfaldaðist; oft án dóms og laga. Einn lést eftir barsmíðar í varðhaldi. Aftökur fóru fram á 108 manns á almanna- færi. ASÍA Indland: Starfsmönnum mannréttinda- og hjálparstofnana hótað barsmíðum. Hlutleysi löggæslu- og dómstóla véfengt í mörgum héruðum. Japan: Dauðadómur staðfestur af hæsta- rétti yfir 55 föngum. Geðfatlaður maður tekinn af lífi. Frásögnum af illri meðferð fanga fjölgaði. DÆMI ÚR ÁRSSKÝRSLU AMNESTY GRUNUR UM ÖLVUN Einn maður var stöðvaður aðfaranótt sunnudags af lögreglunni á Sauðárkróki, grunað- ur um ölvun. Blóðsýni var tekið úr manninum og verður það sent til rannsóknar. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn verður sviptur ökuleyfi eða hvert áfengismagnið var í blóði hans. Skemmtanahald á Sauðárkróki fór annars vel fram á laugardagsnótt. ÖLVUNARÓLÆTI Einn maður gisti fangageymslur lögreglunnar á Höfn aðfaranótt sunnudags. Mað- urinn var með ölvunarólæti á dans- leik þar í bæ. Í gærmorgun gaf maðurinn lögreglunni skýringar á hegðun sinni og var sleppt úr haldi. UMFERÐARÓHAPP Árekstur varð á fimmta tímanum í gær við Viðar- höfða og Stórhöfða í Reykjavík. Sex voru fluttir á slysadeild en að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er ekki vitað um ástand þeirra. SVONA ERUM VIÐ Heimild: Svar menntamálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttur. ´99-’00 ´00-’01 ´01-’02 ´02-’03 1 6 ,5 % 1 3 ,5 % 1 2 ,7 % 1 1 ,5 % BROTTFALL ÚR FRAMHALDSSKÓLUM KRÓNAN STYRKTIST Í MAÍ Í maí jókst gjaldeyrisforði Seðlabank- ans um 0,2 milljarða króna og nam 65,8 milljörðum króna í lok mánaðarins, að því er segir á vef bankans. Keyptur var gjaldeyrir á innlendum millibankamarkaði fyrir 1,5 milljarða króna í sam- ræmi við áætlun bankans um að- gerðir til að styrkja gjaldeyris- stöðu sína. Fram kemur að í maí hafi gengi krónunnar hafi styrkst um 1,1%. ■ EFNAHAGSMÁL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.