Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 18
7. júní 2004 MÁNUDGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli Það er merkilegt hve mikið af röng- um upplýsingum getur orðið á vegi manns, ef maður gætir sín ekki. Oft hefur skoðunum verið hent fram á yfirborðið í stað staðreynda, sem er náttúrlega fásinna. En alla vega fannst mér tilvalið að skrifa um þetta því ég hef staðið sjálfan mig að þessu svona einstaka sinnum. Algengur brandari í vina- hópnum er: „Ég veit ekkert um þetta en viltu vita hvað mér finnst?“ Glórulaust að hlusta á einhvern mel þylja upp skoðanir sínar á einhverju sem hann þekkir ekki. En það er svo sannarlega ekki óalgengt. Er oft að lenda í þessu og þarf oftar en ekki að spyrja: „Hefurðu lesið þér til um þetta?“ eða „Talarðu af reynslu, hef- urðu prófað þetta sjálfur?“ Oft eru svörin skrautleg. „Nei, en ég heyrði mann tala um þetta,“ og „Nei, en þetta er samt svona!“ Maður fer því að taka hlutum, sem fleygt er fram, með miklum fyrirvara. Það er ekki fyrr en maður sér þetta svart á hvítu að upplýsingarnar fá grænt ljós á að streyma inn í vitundina. En svo er spurning hvernig menn geta komið í veg fyrir að heimatil- búnar staðreyndir rati ekki rétta leið? Kom mér mjög á óvart þegar læknir nokkur sagði mér að forðast neyslu mjólkurvara. Hvað með tvö glös á dag? var mitt svar við því, enda búinn að sjá mjólkurauglýsing- una daglega í töluverðan tíma og orðinn vel heilaþveginn. Heimatilbú- ið bull, svaraði læknirinn. Og þá varð ég hlessa. Getur verið að menn gangi svona langt? hugsaði ég með mér. Ég gekk á lagið. Fyrst ég var búinn að borga fyrir sérfræðingsað- stoð þótti mér upplagt að þjarma að lækninum. Eru einhverjar fleiri vafasamar upplýsingar í umferð? Mér leið eins og forvitnum strák- pjakki. Já, íþróttir eru ekki jafn holl- ar fyrir líkamann og menn vilja meina, staðhæfði læknirinn. Ja hér! Ómögulegt að vita hvað er hollt og hvað ekki. Þekking og reynsla ofar skoðun- um. Er það ekki ágætis mottó? ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SMÁRI JÓSEPSSON VELTIR FYRIR SÉR RÖNGUM OG RÉTTUM UPPLÝSINGUM. ■ Hvernig veistu það sem þú veist ekki? Segðu mér... er það ég eða þú sem heitir Klara? Öhh... þú? EINMITT! Og þá á ÉG þessa súpu! Kanntu ekki að lesa? Ég rakst í dag á algjörlega sleggjutruflað- an kvenmann! Nújá? Fékkstu nokk- uð símanúmer- ið hjá henni? Og þá verð ég einráður á markaðn- um og skófla inn peningum! Ég held ég fjárfesti frekar í haglabyssu og nælonsokkabuxum! En eftir eina kynslóð borgar liðið augun úr fyrir þetta plastjukk, því þá verður það komið með retrógildi og orðið kúl! Allt draslið sem hamborgarakeðj- urnar hafa látið frá sér gegnum árin er þrælverðmætt, en núna safna þessu allir! En dótið sem maður fær hérna er svo hallæris- legt að það safnar því enginn! Þetta er eins og að bera saman Kalla Bjarna og Bono! Af hverju kaupirðu alltaf barnatilboð? Þjáistu af ein- hverjum átröskunum? Nei, ég er að safna leik- föngunum! Þetta er fram- tíðarfjárfesting! Ég held að maturinn sé tilbúinn. Auðvitað elskan! Pabbi, viltu spila við okkur? Ég má aftur. Hey, bíðið nú við! Ég líka! Hey! þetta er ekki sann- gjarnt! Þið getið ekki... Solla þú átt ekki að... Hvernig get ég... Viljið þið bara... Hvar er mamma? Að hvílasig. Við spiluðum við hana fyrst. KJÖTSÚPAKLÖRU ÓTRÚLEGA GÓÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.