Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 31
■ FÓLK Í FRÉTTUM 31MÁNUDAGUR 7. júní 2004 Lárétt: 1 lág, 5 hjúpur, 6 tíður, 7 sex, 8 sjáðu til, 9 blundað, 10 tónn, 12 rödd, 13 kraft, 15 tveir eins, 16 gefa frá sér reiði- hljóð, 18 fyrir stuttu. Lóðrétt: 1 maður sem dáleiðir, 2 trylli, 3 tónn, 4 guð, 6 líkamshluti, 8 eyða, 11 for, 14 litlítil, 17 til Lausn: Það gengur eins og eldur í sinuað Kristinn H. Gunnarsson sé búinn að setja upp sitt verð til að skrá sig úr Framsóknarflokknum og ganga í Samfylkinguna. Sam- kvæmt því sem fréttist á Krist- inn að hafa gengið á fund Samfylkingar- manna og tilkynnt að hann muni ganga til liðs við stjórnarandstöð- una ef hann fær öruggt fyrsta sæti flokksins í Norð- vestur- kjör- dæmi í næstu kosning- um. Í fyrsta sætinu situr nú fyrir Jó-hann Ársælsson og telja spekúl- antar að verði nú ekki þrautin þyngri að ýta honum niður um eitt sæti. Hitt ku vera meira vandamál, hvort flokk- urinn hafi áhuga á Kidda Sleggju, því eins og for- sætisráð- herra hefur bent á er hann hvort eð er í stjórnar- andstöðu. Smáskífan Long Face með hljóm-sveitinni Mínus kemur út í Bret- landi um miðjan mánuðinn. Af því tilefni senda Mínusmenn frá sér nýtt myndband sem ljósmyndarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Börkur Sigþórsson leikstýrir. Jón Atli Helgason, hárgreiðslu- maður á hárstofunni Gel, fer með hlutverk í myndbandinu. „Ég þurfti ekkert að leika því hlutverkið sem ég fékk var að horfa á Mínus og láta í ljós hversu unaðslegt mér þætti það,“ segir Jón Atli, en Mínusmenn vilja titla hann stílista hljómsveitar- innar. „Ég er alveg hress með það en er nú enginn formlegur stílisti, ég klippi þá bara stundum og gef þeim góð ráð.“ Í texta lagsins Long Face öskra Mínusmenn á athygli og í mynd- bandi Barkar fá þeir nóg af henni. „Hugmyndin er svona peep show, þar sem fólk fer eitt inn í klefa og borgar til að fá að horfa á lifandi kynlíf á sviði fyrir framan sig,“ seg- ir Jón Atli. „En í staðinn fyrir lif- andi kynlíf eru strákarnir í Mínus á sviðinu umkringdir einstaklings- klefunum. Þeir eru berir að ofan, málaðir í leðurhommastíl og eru mjög sexí. Við sem leikum í mynd- bandinu fengum svo það hlutverk að vera ein í klefa, horfandi á Mínusmenn og gera það sem fólk gerir venjulega inni í einstaklings- klefum á peep-show-i,“ en fleiri karlmenn njóta unaðssemda þess að hlýða á Mínusmenn í gervi leður- homma því leikararnir Ingvar E. Sigurðsson og Björn Thors fara einnig með hlutverk í myndband- inu. „Þetta myndband er þó ekki eins gróft og ég hélt það yrði og verður án efa leyft til sýningar.“ Það kemur fljótt í ljós því planið er að frumsýna myndband Mínus- manna á Popptíví strax eftir helgi. thora@frettabladid.is ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. 93 ára. Gústi í Papey Línunni, La Linea. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Lárétt. 1dæld,5ára,6ör, 7vi,8sko,9 mókt,10la,12alt,13dug,15ii,16urra, 18áðan. Lóðrétt: 1dávaldur, 2æri,3la,4drott- inn,6ökkli,8sóa,11aur, 14grá, 17að. JÓN ATLI HELGASON Mínusmenn fengu „stílista“ hljóm- sveitarinnar og hárgreiðslumann til að leika í Long Face myndbandinu en leikararnir Ingvar E. og Björn Thors fara þar einnig með hlutverk. Mínus vekur losta MÍNUS JÓN ATLI HELGASON ■ Leikur í nýju tónlistarmyndbandi Mínusmanna en hugmyndin að því er fengin frá peep-show-um þar sem fólk borgar sig inn til að horfa á kynlíf á sviði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.