Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 10
JARÐHRÆRINGAR Um þessar mundir eru liðin 70 ár frá Dalvíkurskjálft- anum svonefnda, en hann reið yfir laust fyrir klukkan klukkan eitt, 2. júní árið 1934. Skjálftinn var af stærðinni 6,2 til 6,3 á Richter- kvarða og fannst um allt Norður- land. Nokkuð tjón varð á húsum en ekki manntjón. Talið er að upp- tök skjálftans hafi verið á sjávar- botni milli Hríseyjar og lands, um einn kílómetra austur af Dalvík. „Hérna á svæðinu er sáralítið um smáskjálfta,“ sagði Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræðingur, aðspurður um líkur á því að annar eins skjálfti og varð árið 1934 riði yfir. „Skjálfti með upptök hérna rétt við Dalvík var ekki þekktur í sögunni, fyrir árið 1934, og þess vegna er hugsanlegt að um óvenjulegan, eða einstakan atburð hafi verið að ræða á þessu svæði.“ Ragnar segir að nyrst á Trölla- skaga eða rétt norður af honum hafi frá því 1838 orðið þrír nokkuð stórir skjálftar, sá fyrsti um mið- bik Tröllaskagans með upptök úti í hafi, svo Dalvíkurskjálftinn og svo árið 1963 skjálfti upp á 7 á Richter um 50 km norður af mynni Skagafjarðar. „Á hverjum af þessum stöðum fyrir sig eru líkur á að tiltölulega langt sé á milli skjálfta,“ segir Ragnar og telur að allt eins gætu liðið nokk- ur hundruð ár áður en annar skjálfti verði við Dalvík. Vegna þess að 70 ár eru liðin frá Dalvíkurskjálftanum var á af- mælisdegi skjálftans opnuð sér- stök sýning tileinkuð honum í byggðasafninu Hvoli á Dalvík. „Sýningin er byggð upp á minn- ingum fólks,“ segir Íris Ólöf Sig- urjónsdóttir, forstöðumaður safnsins. Sýningin er í litlu her- bergi, sem rúmar kannski þrjá gesti í einu, þar sem búið er að líma texta með lýsingum og end- urminningum fólks upp á vegg- ina. „Svo eru þarna ótrúlega fínar ljósmyndir sem safnið á af skemmdum húsum og af tjaldbúð- unum sem slegið var upp á Sunnu- hvolstúninu hér á Dalvík í kjölfar skjálftans,“ sagði hún. Þá er í sýn- ingarherberginu jarðskjálftamæl- ir sem Veðurstofa Íslands gaf safninu og er hafður í gangi á opn- unartímum. „Þannig geta gestir séð hvernig hann nemur breyting- arnar við umgang í herberginu,“ sagði Íris Ólöf og bætti við að nokkuð væri líka um að fólk reyn- di að fá fram meiri áhrif á mælinn með því að hoppa í herberginu. olikr@frettabladid.is 10 7. júní 2004 MÁNUDAGUR MINNAST ÁTAKANNA Á TORGI HINS HIMNESKA FRIÐAR Fjölmargir mótmælendur komu saman í miðbæ Hong Kong til að minnast þeirra sem létust þegar kínversk yfirvöld létu til skarar skríða gegn mótmælendum á Torgi hins himneska friðar fyrir fimmtán árum síðan. Margir skapstyggir geitungar í haust: Aldrei fleiri holugeitungar að vori DÝRALÍF Geitungar gætu orðið fólki til ama í haust, að mati Er- lings Ólafssonar skordýrafræð- ings. „Núna er alveg mýgrútur af drottningum. Ég hef aldrei upplifað annan eins fjölda holu- geitunga að vori. Og þetta er sú tegund sem fólki er hvað verst við,“ sagði hann, en holugeit- ungarnir eru sú tegund sem verður hvað skapstyggust á haustin. „Það er að minnsta kosti búið að leggja inn fyrir spennandi hausti, svo er bara spurningin hver ávöxtunin verður.“ Erling sagði að aukinni gróðursæld í görðum fylgdi ein- nig fjölbreyttari fána og meira magn skordýra. „Það eru til dæmis fjórar tegundir geitunga komnar hér inn,“ sagði hann og bætti við að ekkert skrítið væri þótt fólk yrði meira vart við skordýr nú en oft áður. „Svona viljum við hafa garðana okkar, gróðurríka og skjólgóða. Það fylgja því skordýr,“ sagði hann og varaði við yfirdrifinni eitrun í görðum sem sumir kunna að grípa til vegna þessa. „Eitrun drepur allan pakkann, ekki bara lirfurnar, heldur líka góð skor- dýr sem gera gagn með því að eyða hinum sem við mennirnir höfum flokkað sem meinsemd- ir.“ ■ Dalvíkurskjálftans minnst með opnun sýningar Fyrir 70 árum varð öflugur jarðskjálfti skammt úti af Dalvík sem olli miklum skemmdum á mannvirkjum. Allt eins líklegt að næsti skjálfti verði ekki fyrr en eftir nokkur hundruð ár. Fyrir tíma Dalvíkurskjálftans var ekki vitað til að jörð hefði skolfið á þessum stað. ÞREYTTUM MÖNNUM HJÁLPAÐ HEIM Í höfuðborginni þurfti lög- regla í nokkrum tilvikum að hafa afskipti af mönnum sem lagst höfðu til svefns á víðavangi, þreyttir eftir atgang næturinnar. Að sögn lögreglu gekk vel að koma mönnum þessum annað hvort til síns heima eða í húsa- skjól annars staðar þannig að ekki kom til þess að nokkur þeirra nyti gestrisni lögreglu í fangaklefum hennar. EKIÐ Á DRENG Á HJÓLI 14 ára drengur á reiðhjóli lenti í samstuði við bifreið á mótum Giljalands og Hörgslands um miðjan dag í gær, sunnudag. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er ekki talið að hann hafi orðið fyrir teljandi meiðslum við áreksturinn. Lögregla áminnir ökumenn engu að síður að vera vakandi fyrir reiðhjólafólki í um- ferðinni, en þeim fjölgar sem nýta sér þann ferðamáta eftir því sem veður batnar. ■ EVRÓPA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR PÁFAGAUKUR Ekki fylgdi sögunni hverrar tegundar hann var, gaukurinn sem slapp frá eigendum sínum í Vesturbænum í gær, en hann ku hafa verið af stærra taginu. Margvísleg verkefni í borginni: Slökkvilið eltir páfagauk SLÖKKVILIÐ Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins eltist við stóran páfa- gauk í vesturbæ Reykjavíkur síð- degis á laugardag. Fuglinn hafði sloppið út og flögraði milli trjáa og forðaðist fimlega þá sem eltust við hann, að sögn slökkviliðsins. Eftir að hafa elt gauksa í tæpa tvo tíma urðu slökkviliðsmennirnir að játa sig sigraða og eigendum fuglsins var eftirlátið að lokka hann aftur heim. Þá var slökkviliðið tvisvar kall- að út sama dag vegna vatnsleka. Heitt vatn flóði í íbúð við Bólstað- arhlíð um klukkan tvö í gær og varð nokkuð tjón af. Þá varð minniháttar leki út frá þvottavél í húsi við Barónsstíg síðar um dag- inn. ■ – hefur þú séð DV í dag? Smáhundur drapst í nauðgunartilraun Viðbygging við leikskólann á Reyðarfirði: Saxi með lægsta tilboð FJARÐABYGGÐ Um 100% munur er á hæsta og lægsta tilboði í viðbygg- ingu við leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði. Hæsta tilboðið var frá Íslenskum aðalverktökum í Reykjavík, rúmar 132 milljónir króna, sem er 151% af kostnaðar- áætlun. Lægsta tilboðið barst frá Saxa á Stöðvarfirði, tæpar 80 millj- ónir, sem er 91% af kostnaðaráætl- un. Eitt tilboð barst til viðbótar og var það frá Viðhaldi fasteigna á Eskifirði. Tilboðið hljóðaði upp á rúmar 87 milljónir, sem er sam- hljóða kostnaðaráætlun hönnuða. Verkið felst í að byggja við leik- skólann tæplega 4.000 fermetra byggingu úr timbri og breyta og endurinnrétta hluta af eldra hús- inu, sem er 280 fermetrar. Farið verður nú yfir tilboðin og er stefnt að því að verkið geti haf- ist sem fyrst. Verklok eru áætluð í lok maí á næsta ári. ■ M YN D /A P GEITUNGUR Með aukinni gróðursæld má gera ráð fyrir fjölbreyttari skordýrum og meira magni. ERLING ÓLAFSSON Erling Ólafsson skordýrafræðingur segist aldrei hafa séð jafn mikið af drottningum holugeitunga að vori og nú. Holugeitungar eru sú tegund sem fólki er hvað verst við vegna þess hve þeir eru skapstyggir á haustin. „Ég hallaðist upp að dyrastafnum og studd- ist við gaffalinn. Þá reið höggið. Skyndilega heyrðist gnýr mikill eða þytur í lofti og á sömu andrá eða því sem næst tók jörðin að bifast undir fótum mínum, fyrst hægt en síð- an með meiri hraða uns hristingurinn var orðinn svo feykilegur, að mér fannst því lík- ast sem ég stæði á dúki, sem tveir menn kipptu fram og til baka undir fótum mér eða þannig hefur það geymst í minningunni,“ segir í frásögn Hjartar E. Þórarinssonar á Tjörn um Dalvíkurskjálftann árið 1934, sem birtist í jólablaði Dags árið 1965 og er höfð eftir á vef Orkustofnunar. RAGNAR STEFÁNSSON Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur og forstöðumaður rannsóknarútibús Veðurstofu Ís- lands við Háskólann á Akureyri. STEINSTAÐIR Víða skemmdust hús mikið í Dalvíkurskjálftanum. LAMBHAGI Lambhagi, þar sem kona lá á sæng og hafði nýalið barn þegar skjálftinn reið yfir. REYÐARFJÖRÐUR Ætlunin er að byggja við leikskólann og voru tilboð opnuð í vikunni. HJÓLREIÐAMENN MÓTMÆLA Um það bil 250 þúsund hjólreiðamenn hjóluðu saman um götur Berlínar í gær til þess að mótmæla virð- ingarleysi ökumanna við hjól- reiðamenn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.