Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 17
17MÁNUDAGUR 7. júní 2004 PRINCE Söngvarinn, lagahöfundurinn og gítaristinn lágvaxni, sem lengi vel bar ekkert nafn vegna deilna við útgáfufélag sitt, er 46 ára. Bandaríski uppeldissérfræðing-urinn dr. Jean Illsley Clarke var stödd hér á landi á dögunum þar sem hún hélt meðal annars nám- skeið í Háskólabíói um hvernig koma má í veg fyrir ofdekrun barna. Bar námskeiðið yfirskrift- ina: „Hvernig segja á nei við lát- lausu „ég vil fá““ . Að sögn Ólafs Grétar Gunnars- sonar hjá ÓB-ráðgjöf sem stóð að námskeiðinu vakti það mikla at- hygli enda er Clarke virtur sérfræð- ingur og hefur skrifað fjölda fræði- bóka. „Foreldrar þurfa fræðslu og hjálp,“ segir hann. „Þeir þurfa á mörgum virkum aðferðum að halda til að segja nei en á sama tíma þurfa þeir að halda kærleiksríku sam- bandi við barnið.“ Ólafur segir að foreldrar þurfi að læra meira um börn til að geta brugðist við þessari þróun. Dr. Clarke hélt einnig vikulangt námskeið sem 24 íslenskir fagaðilar sóttu þar sem þeir lærðu að kenna og leiðbeina á sex vikna námskeiðum fyrir foreldra. Gífurleg ánægja var með námskeiðið en þetta var í annað sinn sem það er haldið hér á landi. ■ Forsvarsmenn bókaforlagsins Bjarts segjast vera áfram um að Íslendingar geti notið sem best vaxandi sumarbirtunnar. Því hafi forlagið gefið út fjögur skáldverk sem fara vel í hendi og auðga andann. Tvær af þessum bókum eru íslenskar. Skáldsagan Skugga-Baldur eftir Sjón var tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaun- anna og hlaut mikið lof gagn- rýnenda þegar hún kom út fyrir síðustu jól. Þetta er hárómantísk skáld- saga í anda nítjándu aldar bókmennta, full af kitlandi fjöri og siðferðilegri al- vöru. Ýmislegt um risafurur og tímann eftir Jón Kalman Stefánsson var til- nefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2004. Þetta er skáldsaga sem segir af lífi og ævintýrum tíu ára drengs sem dvelur sumarlangt hjá ættingjum sín- um í Noregi. Erlendu bækurnar eru einnig tvær, í ís- lenskum þýðingum. Sendiferðin eftir Raymond Carver hefur að geyma þær sjö smásögur sem þessi bandaríski rit- höfundur lét eftir sig þegar hann lést árið 1988. Þýðandi er Óskar Árni Óskars- son. Barnið og tíminn eftir Ian McEwan, er áhrifarík skáldsaga sem fjallar um líf föður sem verður fyrir því að þriggja ára dóttur hans er rænt. Þýðandi er Árni Óskarsson. Fleiri kiljur eru væntanlegar á næstu þremur mánuðum. Þar á meðal er Booker-verðlaunabók- in Vernon G. Little eftir D.B.C. Pierre, Ódysseifskviða Hómers í þýðingu Sveinbjarnar Egilsson- ar og sagnasafnið Uppspuni sem hefur að geyma úrval ís- lenskra smásagna frá árunum 1996-2003. Komið í veg fyrir ofdekrun barna ÞÁTTTAKENDUR 24 tóku þátt í vikulöngu námskeiði dr. Jean Illsley Clarke um uppeldismál. NÁMSKEIÐ DR. JEAN ILLSLEY CLARKE ■ var nýlega stödd hér á landi til að halda námskeið um hvernig á að koma í veg fyrir ofdekrun barna. ■ BÓKMENNTASUMAR BJARTS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.