Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 20
Rúmum áratug eftir að KurtCobain, forsprakki Nirvana, framdi sjálfsvíg hafa íbúar í heimabæ hans, Aberdeen í Wash- ington, ákveðið að minnast afreka hans. Leland Cobain, afi Kurts, er á meðal þeirra sem eru í Kurt Cobain-minningarnefndinni sem sett hefur verið á fót. Ekki hefur verið ákveðið hvað verði gert en meðal annars eru uppi hugmyndir um að stofna miðstöð fyrir ungt fólk þar sem áhersla verður lögð á tónlist og annars konar listsköpun. Einnig er talað um að útbúa minningar- garð við miðbæinn þar sem reist- ur verður veggur með veggja- kroti til minningar um Cobain. Þess má geta að fyrr á þessu ári stóð til að breyta nafninu á al- menningsgarðinum North Aber- deen Park, sem er staðsettur skammt frá Wishkah-ánni, í Kurt Cobain Memorial Park. Margir kannast eflaust við nafn árinnar síðan gefin var út Nirvana-tón- leikaplatan From the Muddy Banks of the Wishkah árið 1996. ■ Cobains minnst í heimabænum 7. júní 2004 MÁNUDAGUR KURT COBAIN Sló í gegn með rokksveitinni Nirvana í byrjun tíunda áratugarins. Lagið Smells Like Teen Spirit kom sveitinni á kortið. ■ LISTSÝNING ■ KVIKMYNDIR Seint í maímánuði opnuðu sjö ís-lenskar myndlistarkonur sýn- ingu í listasalnum Þrúðvangi sem er í kvosinni í Mosfellsbæ. Húsið stendur á bökkum Varmár, og þar var áður mötuneyti fyrir starfs- fólk gömlu ullarverksmiðjunnar á Álafossi. Sýningin nefnist Lýðveldið Ís- land og er haldin í tilefni þess að á þessu ári eru sextíu ár liðin frá því að Ísland varð lýðveldi. Við opnunina var Bryndís Jónsdóttir, ein sýnenda, með gjörning þar sem hún litaði Varmá með fánalit- unum. „Ég notaði einhvern barnalit sem mér var sagt að mætti borða, þannig að hann var mjög vistvænn,“ segir Bryndís til að taka af öll tvímæli. Hún er nokk- uð viss um að litarefnin sem fóru út í Varmá í stórum skömmtum á tímum ullarverk- smiðjunnar hafi ekki verið jafn vistvæn. „Hugmyndin að þessum gjörn- ingi kviknaði bæði út frá nafninu á sýningunni, og notaði ég þess vegna fánalitina, og eins vegna þess að þarna var stunduð ullarlit- un og töluvert af lit fór þá í ána.“ Bryndís sýnir einnig búmark sem hún hefur látið gera fyrir sig úr bæheimskum kristal. „Þetta var blásið fyrir mig í Tékklandi. Formið er svolítið eyrnalaga og svo eru mismunandi skurðir í því.“ Búmarkinu kom hún fyrir á vörðu úti í ánni og tók svo ljós- myndir sem eru til sýnis inni í Þrúðvangi. Önnur verk á sýningunni eru eftir þær Ólöfu Oddgeirsdóttur, Önnu Jóhannsdóttur, Guðbjörgu Lind, Hlíf Ásgrímsdóttur, Krist- ínu Geirsdóttur og Kristínu Jóns- dóttur frá Munkaþverá. Sýningin í Þrúðvangi stendur til 20. júní. ■ Lýðveldið í mötuneytinu Potter slær aðsóknarmet Kvikmyndin Harry Potter ogfanginn frá Azkaban, sem er sú þriðja í röðinni um galdra- strákinn Potter og félaga hans í Hogwartskóla, hefur slegið öll að- sóknarmet í Bretlandi síðan hún var frumsýnd síðasta mánudag. Á fyrstu þremur sýningardög- unum halaði myndin inn um einn og hálfan milljarð króna og sló þar með metið sem önnur myndin, Harry Potter og leyniklefinn, hafði sett. Nýja myndin er jafn- framt sú fyrsta í Bretlandi sem tekur inn meira en 655 milljónir á fyrsta sýningardeginum. ■ HARRY POTTER Ævintýrið um galdrastrákinn Harry Potter og vini hans hefur slegið öll aðsóknarmet í Bretlandi. Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind Mixið er byrjað í öllum verslunum Skífunnar! ■ TÓNLIST VARMÁ Í FÁNALITUNUM Frá opnun sýningarinnar Lýðveldið Ísland í Þrúðvangi í Mosfellsbæ.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.