Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FIMMTUDAGUR ÁHRIF KVENNAHREYFINGA Nor- ræn ráðstefna um kvennahreyfingar og áhrif þeirra á samfélög og menningu hefst í Reykjavík í dag. Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- um forseti Íslands, ávarpar ráðstefnugesti. Ráðstefnan stendur fram á laugardag. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG MILT OG BJART ÁFRAM víða um land. Þokuloft við ströndina norðan og austan. Sjá síðu 6. 10. júní 2004 – 156. tölublað – 4. árgangur ● ferðir, tilboð, matur o.fl. Heldur upp á Kisubotna Agnes Karen Sigurðardóttir ● 27 ára í dag Flýgur til Parísar á afmælisdaginn Hugi Guðmundsson: ▲ SÍÐA 24 KÚRDAR ÓSÁTTIR Kúrdar eru ósáttir og segja að ekki sé nægilega skýrt kveðið á um uppbyggingu Íraks sem sambands- ríkis í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Sjá síðu 4 SAMÞYKKTU VERKFALL Kennara- samband Íslands samþykkti með 90,2% at- kvæða að fara í verkfall 20. september nái samninganefnd þeirra og launanefnd sveit- arfélaga ekki samkomulagi. Sjá síðu 2 KAUPMÁTTUR RÝRNAR Laun lands- manna rýrna frá árinu áður samkvæmt könnun kjararannsóknarnefndar og vís- bendingar eru um að lítið þurfi til að verð- bólga fari aftur af stað. Sjá síðu 2 VALDAMIKIÐ EMBÆTTI Prófessor í stjórnmálafræði segir Svein Björnsson hafa skapað pólitískt og valdamikið forsetaemb- ætti. Kristjáni Eldjárn reyndist erfitt að sitja á friðarstóli. Sjá síðu 10 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 38 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 34 Sjónvarp 40 KJARAMÁL Þing Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar, ILO, hefur stað- fest niðurstöðu félagafrelsis- nefndar vegna kæru ASÍ um end- urtekin afskipti stjórnvalda af gerð kjarasamninga. Kæran fólst í að lög á verkfall sjómanna vorið 2001 brytu gegn grundvallar- samþykktum ILO og þjóðréttar- legum skuldbindingum Íslands. „Í þessari ákvörðun ILO-þings- ins felst mjög alvarleg gagnrýni á ríkisstjórn Íslands. Maður skyldi ætla að þegar íslenska ríkisstjórn- in er gagnrýnd á alþjóðavett- vangi, sem gerist ekki oft sem betur fer, hafi það þau áhrif að hún hugsi sig um áður en hún skiptir sér af gerð kjarasamninga með lagasetningu,“ segir Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ. Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að hin raunverulega gagnrýni sé á samningsaðilana. „Að þeir skuli ekki hafa náð samningum í áraraðir er nánast einsdæmi, allar aðrar atvinnu- greinar á Íslandi hafa náð að semja sín á milli nema sjómenn og útvegsmenn. Verkfallið 2001 stóð í sex vikur áður en Alþingi greip inn í. Það var tvöfalt lengra en áður hefur verið og sýnir hversu treg við vorum að grípa inn í þessa deilu. Þetta undirstrikar nauðsyn þess að þessir aðilar semji sín á milli og hætti að treysta því að stjórnvöld skeri þá niður úr snörunni þegar þeir klúðra samningum sínum,“ segir Árni. Að sögn Magnúsar er um að ræða brot á tveimur mikil- vægustu grundvallarsamþykkt- um ILO, en það eru samþykktir 87 og 98 sem fjalla um réttinn til þess að gera frjálsa kjarasamn- inga, verkföll og verkbönn og réttinn til þess að stofna og eiga aðild að verkalýðsfélögum og félögum atvinnurekenda. sda@frettabladid.is Sjómenn og útvegs- menn bera ábyrgðina Sjávarútvegsráðherra segir niðurstöðu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar áfellisdóm yfir samn- ingsferli sjómanna og útvegsmanna. Stofnunin átaldi afskipti stjórnvalda af gerð kjarasamninga. bæklingurinn fylgir Fréttablaðinu í dag Útsalan hefst kl. 11 á morgun Á STRÖNDINNI Eydís Klara Bjarkadóttir skemmti sér vel í góða veðrinu í Nauthólsvíkinni í gær. Eydís Klara er í Setbergsskóla og var í Nauthólsvík með mömmu sinni og systur. Þrátt fyrir að liggja í flæðarmálinu var Eydísi Klöru ekkert kalt. „Sjórinn er heitur,“ sagði hún. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI NAGLASPRENGJA SPRAKK Lögregla, slökkviliðsmenn og áfalla- hjálparteymi á vettvangi sprengingar við verslunargötu í Köln í gær. Sprengja í Köln: Sautján særðust KÖLN, AP Sautján særðust þegar sprengja sprakk við eina af versl- unargötum Kölnar í Þýskalandi í gær. Talið er að sprengjan hafi verið full af nöglum þar sem mikill fjöldi trésmíðanagla lá á víð og dreif í kringum sprengju- staðinn. Talið er að sprengjunni hafi verið komið fyrir á hjóli. Ekki er vitað hverjir stóðu á bak við sprenginguna eða hver til- gangurinn með henni var. Yfirvöld sögðust í gær engar beinar vís- bendingar hafa fengið um að hryðjuverk hefði verið framið en ýmislegt bendi til þess að svo sé. ■ Ráðist á lögregluþjóna: Skotnir til bana MADRÍD, AP Tveir lögregluþjónar voru skotnir til bana í norðurhluta Spánar í gær. Skotið var á lög- regluþjónana þegar þeir reyndu að stöðva ökumann bifreiðar sem gerst hafði sekur um umferðar- lagabrot. Annar lögregluþjónninn dó samstundis en hinn eftir að gerð hafði verið tilraun til þess að bjarga lífi hans. Ekki er vitað hver ber ábyrgð á árásinni sem átti sér stað í Navarra-héraðinu nærri Baskalandi. ■ FJÁRMÁL „Það eru alltaf að meðal- tali 50–60 fjölskyldur á biðlista hjá okkur í hverjum mánuði,“ sagði Ásta S. Helgadóttir, for- stöðumaður Ráðgjafarstofunnar um fjármál heimilanna, spurð hvort stofnunin gæti annað eftir- spurn. Stofnunin bókar umsóknir um fjármálaráðgjöf mánuð fram í tímann í senn. Ásta sagði, að málin væru oft mikil umfangs. Þeir sem verst væru staddir væru látnir hafa forgang ef mögulegt væri. Þá væri í boði símaráðgjöf alla daga kl. 9–14. Mikil ásókn væri í hana. Þeir sem byggju úti á landi gætu póst- send sín mál. „Við erum að sinna þeim verst settu, þeim sem eru komnir í veru- lega fjárhags- e r f i ð l e i k a , “ sagði Ásta. „Þetta eru þeir, sem bankarnir geta ekki aðstoð- að frekar. Við hjálpum fólki að fá heildaryfirlit yfir stöðuna og skipuleggja hana fram í tímann.“ Ásta sagði enn fremur, að frá upphafi hefðu 526 umsækjend- ur komið oftar en einu sinni og 161 umsækjandi þrisvar eða oftar. „Sumir lenda í áfalli í lífinu og geta bjargað sér upp úr því,“ sagði hún. „Aðrir eru alltaf í sama hjólfarinu og lítið hægt við því að gera.“ Sjá nánar síðu 6 Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna hefur ekki undan: Alltaf 50 til 60 fjölskyldur á biðlista ÁSTA S. HELGA- DÓTTIR „Við erum að sinna þeim verst settu, þeim sem eru komnir í verulega fjárhagserfiðleika.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.