Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 4
4 10. júní 2004 FIMMTUDAGUR Bandaríkjaforseti vill að fleiri ríki hjálpi til í Írak: Vill stærra hlutverk Nató BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti vill að Atlants- hafsbandalagið komi með öflugri hætti að öryggisstarfi í Írak en það hefur gert hingað til. Fimmt- án af aðildarríkjum bandalagsins hafa þegar sent herlið til Íraks. „Við teljum að Atlantshafs- bandalagið eigi að vera með í ráð- um,“ sagði Bush á Sea Island und- an ströndum Georgíufylkis þar sem hann er staddur vegna fund- ar átta stærstu iðnríkja heims. „Við munum vinna með vinum okkar í Atlantshafsbandalaginu til að tryggja að það haldi í það minnsta áfram því sem það er að gera núna og bæti vonandi ein- hverju við það,“ sagði hann. Orð sín lét Bandaríkjaforseti falla eftir að hafa snætt morgun- verð með Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, þar sem þeir ræddu meðal annars samhljóða samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á Íraksályktun ríkjanna. Bush fór ekki út í hvaða hlut- verk hann vildi að Nató tæki að sér en embættismenn segja að hann hafi sérstakan áhuga á að bandalagsþjóðir aðstoði við þjálf- un írasks hers. ■ Kúrdar ekki sáttir Kúrdar eru ósáttir og segja að ekki sé nægilega skýrt kveðið á um upp- byggingu Íraks sem sambandsríkis í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Sjíaklerkurinn al-Sistani kom í veg fyrir það. ÍRAK Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hafði vart samþykkt ályktun sína um valdatöku bráðabirgða- stjórnarinnar í Írak þegar fulltrú- ar tveggja stjórnmálaflokka Kúrda hótuðu að segja sig úr stjórninni. Þeir eru ósáttir við að ekki sé minnst á bráðabirgða- stjórnarskrá sem tryggir áhrif þeirra í ályktun öryggisráðsins. Kúrdar vilja að Írak verði byggt upp sem sambandsríki þar sem ákveðnir landshlutar ráða sínum málum að miklu leyti sjálf- ir. Með þessu telja þeir sig tryggja að þeir verði ekki ofur- seldir valdi annarra. Þess vegna fengu þeir ákvæði sett inn í bráða- birgðastjórnarskrá Íraks þess efnis að ef kjósendur í þremur héruðum Íraks höfnuðu nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæða- greiðslu tæki hún ekki gildi. Það er nokkuð sem leiðtogar sjíamús- lima, sem eru 60 prósent Íraka, geta ekki sætt sig við og telja að það tryggi Kúrdum í raun neitun- arvald á stjórnarskrána þar sem Kúrdar stjórna þremur héruðum. Sú ákvörðun Bandaríkjamanna og Breta að minnast ekki á bráða- birgðastjórnarskrána í ályktunar- tillögu sinni skýrist að stórum hluta af því að Ali al-Husseini al- Sistani, áhrifamesti klerkur sjía- klerka, hafði varað við því að hann myndi ekki styðja ályktun sem festi hana í sessi. Þess í stað var almennur texti um Írak sem lýðræðislegt sambandsríki til að koma sömu skilaboðum á fram- færi og felast í bráðabirgðastjórn- arskránni. Kúrdar hafa þó ekki látið sannfærast um að þetta tryggi réttindi þeirra. Þrátt fyrir að Kúrdar séu að- eins fimmtán prósent Íraka, að því er talið er, hafa þeir notið nokkuð sterkrar stöðu undanfarin ár. Þeir hafa í raun haft sjálf- stjórn á ákveðnum landssvæðum frá því fljótlega eftir Persaflóa- stríðið 1991 og mega ekki til þess hugsa að þeir missi þau völd sín. Deilur Kúrda og annarra sem sæti eiga í stjórninni eru þó aðeins eitt af mörgum vandamálum sem blasir við bráðabirgðastjórninni. Byggja þarf upp innviði landsins, efla lögreglu og öryggissveitir og umfram allt þarf stjórnin að ávinna sér traust landsmanna sem litu á framkvæmdaráðið sem Banda- ríkjamenn skipuðu sem nokkurs konar leppstjórn. brynjolfur@frettabladid.is Íraksályktunin: Styrkir stjórnina STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra telur að Íraks- ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna verði til þess styrkja írösku bráðabirgðastjórnina og segir miklu skipta að ályktunin var samþykkt með atkvæðum allra ríkjanna sem eiga sæti í ör- yggisráðinu. Halldór segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær að álykt- unin feli Sameinuðu þjóðunum lykilhlutverk í aðstoð við Íraka við að koma á lögmætri fulltrúa- stjórn í Írak. Hann telur einnig miklu skipta að fjölþjóðlega her- liðið fái umboð Íraka og Samein- uðu þjóðanna til öryggisgæslu í Írak og tryggi þannig nauðsynleg- an stöðugleika til ársloka 2005. ■ Borðarðu hvalkjöt þegar það býðst? Spurning dagsins í dag: Notar þú tóbak reglulega? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 48% 52% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is DÓMARARNIR Lögin halda velli þar sem krafa um að fella þau úr gildi féll á jöfnu. Stjórnlagadómstóll: Ríkið ræður opnunartíma BERLÍN, AP Þýsk stjórnvöld eru í full- um rétti að setja takmarkanir við því hversu lengi verslanir mega hafa opið. Þetta er niðurstaðan af málsókn einnar stærstu verslana- keðju Þýskalands sem kvað slíkar takmarkanir ósanngjarnar og vildi að lög um þær yrðu felld úr gildi. Samkvæmt lögunum umdeildu verða verslanir að loka ekki síðar en klukkan átta á kvöldin og vera lokaðar á sunnudögum. Stjórnlaga- dómstóllinn klofnaði í afstöðu sinni, fjórir voru með og fjórir á móti. Meirihluta þurfti til að fella lögin úr gildi og því gilda þau áfram. ■ Þú færð aðgang að þjóðskrá á www.lt.is öruggar upplýsingar fyrir viðskiptalífið STOKKHÓLMUR, AP Innrásin í Írak hefur haft jákvæð áhrif í átt til að sporna gegn útbreiðslu ger- eyðingarvopna en neikvæð áhrif í þá átt að ýta undir hryðjuverk. Þetta segir í skýrslu Friðar- stofnunarinnar í Stokkhólmi um afleiðingar innrásarinnar. Í skýrslunni segir að innrásin kunni að hafa valdið því að nokkur lönd ákváðu að endur- skoða áætlanir sínar um að koma sér upp gereyðingarvopn- um. Þar hafi ráðið mestu stað- fastur vilji Bandaríkjanna og annarra ríkja til að beita valdi til að koma í veg fyrir að ger- eyðingarvopn komist í hendur þeirra sem þau treysta ekki. Líbía er tiltekin sem dæmi um þetta, þarlend stjórnvöld ákváðu að hætta við að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum eftir innrásina í Írak. Skýrsluhöfundar vara þó við því að þrátt fyrir að sum ríki hafi ákveðið að hætta tilraunum til að koma sér upp gereyðingar- vopnum kynnu önnur að líta svo á að eina von þeirra um að slep- pa við árásir sé að koma sér upp gjöreyðingarvopnum. Reynslan í Írak gefur að mati skýrsluhöfunda til kynna að þrátt fyrir að innrásin hafi verið vel heppnuð hafi hernámið gengið illa. Mikið sé um ofbeld- isverk og innri deilur sem geti leitt til áframhaldandi óstöðug- leika í Írak. ■ ELDGOS BANAR TVEIMUR Tveir létust þegar eldgos hófst í Bromo-fjalli á indónesísku eyjunni Java. Að auki var óttast að ferðalangar sem voru í göng- um í hlíðum fjallsins kynnu að vera annað hvort látnir eða í sjálfheldu eftir að eldgosið hófst. ÍBÚÐABYGGING HRUNDI það minnsta ellefu létu lífið þegar sex hæða íbúðabygging hrundi í Dakka, höfuðborg Bangladess. Óttast er að 25 manns séu fastir í rústum byggingarinnar. Þrjár neðstu hæðirnar féllu saman og voru flestir þeirra sem var sakn- að taldir vera fastir þar inni. BUSH OG BLAIR Ræddu næstu skref í Írak við upphaf fundar átta stærstu iðnríkja heims. VÍGAMENN FELLDIR Pakistansk- ir hermenn skutu átta erlenda vígamenn til bana í bardaga nærri landamærunum að Afganistan. Talið er að nokkur hundruð al-kaídaliða séu í fel- um á þessum slóðum. Annars staðar á landamærasvæðinu var eldflaugum skotið að her- mönnum en enginn þeirra særðist. HANDSPRENGJA SPRENGD Í BÍÓI Handsprengju var kastað inn í kvikmyndahús í norðaust- urhluta Indlands með þeim af- leiðingum að sautján manns slösuðust. Uppreisnarhreyfing- ar hótuðu því fyrir nokkru að ráðast gegn kvikmyndahúsum ef kvikmyndasýningar yrðu ekki lagðar niður. ■ ASÍA ■ ASÍA Lagt hald á fíkniefni: Efni fyrir tugi milljarða FIJI, AP Lögregla handtók sjö manns og gerði upptæk efni sem duga til að framleiða 35 milljarða virði af fíkniefnum, þegar hún réðist til inngöngu í fíkniefna- verksmiðju í Suva, höfuðborg smáeyjunnar Fiji í Eyjaálfu. Umfang fíkniefnaframleiðsl- unnar þykir renna stoðum undir áhyggjur manna af því að smáríki á sunnanverðu Kyrrahafi geti orðið athvarf fyrir skipulagða glæpastarfsemi ef löggæsla er ekki efld þar, ráðist gegn spillingu og efnahagur þeirra bættur. ■ MOAMMAR GADDAFI Líbíustjórn ákvað að leita eftir samstarfi við alþjóðasamfélagið við að hætta til- raunum til að framleiða kjarnorkuvopn eftir innrás Bandaríkjanna í Írak. Íraksinnrás hefur dregið úr útbreiðslu gereyðingarvopna: Víti til varnaðar óróaríkjum VIÐ EFTIRLIT Í BAGDAD Meðlimir íraska öryggisvarðliðsins leita á vegfarendum við vega- tálma í Bagdad. Þeir fundu lítinn vasahníf á manninum sem þeir leita á, á myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.