Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 51
Halle Berrynáði að láta setja nálgunar- bann á æstan aðdáanda sem segist ætla að giftast henni. Maðurinn er stór- hættulegur, fyrr- verandi hermað- ur úr sérsveitum bandaríska hers- ins. Manninum er ekki bara bannað að koma of nálægt henni, heldur líka umboðsmanni hennar og talsmanni. Maðurinn trúir því að þau séu trúlof- uð, en Berry segist aldrei hafa hitt né talað við hann á ævi sinni. Britney Spears sá sér ekki fært aðgefa börnum Bonos, söngvara U2, nokkrar mín- útur af tíma sín- um eftir að hann mætti með fjöl- skyldu sína bak- sviðs á tónleika stúlkunnar í Dublin. Fjögur börn Bonos biðu spennt eftir því að fá að hitta stjörnuna en Brit- ney gaf skýr fyrir- mæli um að hún vildi hvorki hitta þau né söngvarann. Britney var þó ekki jafndónaleg við fyrrverandi elsk- huga sinn Colin Farrell og nágranna- börn hans sem hún tók með opnum örmum. Whitney Houston og eiginmaðurhennar Bobby Brown segjast hafa fundið nýja hamingju í hjóna- bandi þeirra eftir að hafa leitað til hjónabands- ráðgjafa. Þau voru við það að skilja í desember á síðasta ári eftir að lög- reglan var kölluð að heimili þeirra eftir ljótt rifrildi þar sem kom til handalögmála. Bæði Houston og Brown segjast vera frjáls undan fíkn- um sínum og að þau hafi ákveðið að gefa 12 ára hjónabandi sínu annan séns. 39FIMMTUDAGUR 10. júní 2004 ■ KVIKMYNDIR SÝND kl. 6, 8 og 10 KILL BILL kl. 5.30 og 8 B.i. 16 PÉTUR PAN kl. 6 BUTTERFLY EFFECT kl. 10.30TROY kl. 10 SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 SÝND kl. 5.50, 8 og 10.10 SÝND kl. 6, 8 og 10 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH S.V. Mbl. SÝND kl. 5, 6.30 og 8 M/ENSKU TALI HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH S.V. Mbl. HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH H.L. Mbl. HHH Kvikmyndir.com HHH Kvikmyndir.is 25 þúsund manns á 12 dögum! 25 þúsund manns á 12 dögum! ★★★ Kvikmyndir.com ★★★ Skonrokk ★★★ Skonrokk Sýningar á Heimilda- og stuttmyndahátíð Shorts & Docs hefjast kl.10. Sjá nánari dagskrá í miðasölu Regnbogans. Miðasala opnar kl 17.10. FRÉTTIR AF FÓLKI skyrta 890.- 710.- buxur 2490.- 1990.- Breska leikaranum Pete Post-lethwaite var veitt OBE-orðan af Elísabetu Englandsdrottningu við hátíðlega athöfn í Bucking- ham-höll á dögunum. Postlethwaite, sem er 59 ára, var að vonum hæstánægður að athöfn lokinni. „Þetta var það síð- asta sem ég átti von á en þetta var yndislegt,“ sagði hann. Þessi reyndi leikari hefur leikið í fjöl- mörgum gæðamyndum á sínum ferli, meðal annars The Usual Suspects, Romeo and Juliet og In the Name of the Father. Var hann einmitt tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir síðarnefndu myndina árið 1993. Fyrr á ferlinum hafði hann farið með lítil hlutverk í myndum á borð við Last of the Mohicans og Alien 3. Leikstjórinn Steven Spielberg hefur mikið álit á Postlethwaite og lét eitt sinn hafa eftir sér hann væri besti leikari í heimi. ■ Ein af þeim sex nýju íslenskustuttmyndum sem sýndar eru á heimilda- og stuttmyndahátíð- inni í ár er Síðustu orð Hreggviðs eftir Grím Hákonarson. Hann gerði síðast hina frábæru heim- ildarmynd, Varði Goes Europe, um Evrópureisu gítarleikara sem ákvað að lifa af spilamennsku sinni einni með því að spila fyrir klink á götum borga Evrópu. Nýja myndin er aftur á móti drauga- saga sem gerist að miklu leyti í Morgunblaðshúsinu. „Þetta er íslensk draugasaga en það fer nú meira fyrir gaman- seminni en hryllingi og spennu,“ segir Grímur í gegnum símann frá Prag þar sem hann er að klára tveggja ára nám í kvikmynda- gerð. „Ég var sjálfur að vinna sem öryggisvörður í Morgunblaðinu. Þá sagði yfirmaður minn að ég þyrfti að fylgjast sérstaklega vel með mönnum sem ættu það til að vaða inn og rífa kjaft við ritstjór- ann. Þá varð til í höfðinu á mér persóna sem var föst í kalda stríð- inu. Hann heitir Hreggviður og honum finnst Mogginn vera orð- inn alltof frjálslyndur og að blaðið hafi svikið sjónarmið öfgahægri- manna.“ Hreggviður svarar einum leið- ara ritstjórans en deyr svo áður en greinin fær birtingu. Eftir að ritstjórinn fréttir af andláti Hreggviðs í lyftu Morgunblaðs- hússins telur hann best að birta ekki grein hans. Hreggviður var þó í lifanda lífi stríðsmaður Kalda stríðsins og eyddi ævi sinni í að berjast á móti kommúnismanum. Áður fyrr taldi hann ritstjórann til bandamanna en snérist svo gegn honum. „Hann gengur því aftur og vill fá greinina birta,“ út- skýrir Grímur. „Hann byrjar að ásækja ritstjórann á heimili hans og svo blandast miðlar inn í spilið. Sú spurning vaknar upp um hvort þjóðin sé ekki að láta stjórnast af skoðunum sem heyra sögunni til þegar dauðir menn hafa enn áhrif á pólitík.“ Í myndinni heitir ritstjórinn Sturlaugur og er að söng Gríms blanda af þeim Styrmi Gunnars- syni og Matthíasi Jóhannessyni, er víst klæddur eins og Matthías en er með einkennandi gleraugu Styrmis á nefinu. „Menn geta les- ið það sem þeir vilja úr þessu. Það er smá vinstrislikja í þessu, smá ádeila,“ viðurkennir Grímur að lokum sem fékk leyfi Hallgríms Geirssonar til þess að skjóta myndina í Morgunblaðshúsinu eftir að blaðamenn fóru heim á kvöldin. Myndin er sýnd í Háskólabíó. Með aðalhlutverk fara Þorsteinn Gunnarsson, Guðrún Gísladóttir, Ívar Örn Sverrisson, Þorvarður Helgason og Þorsteinn Guð- mundsson. ■ PETE POSTLETHWAITE Postlethwaite, til hægri, í myndinni Brassed Off. Þessi gæðaleikari átti ekki von á því að fá orðu frá Englandsdrottningu en var engu að síður hæstánægður. Postlethwaite fékk orðu SÍÐUSTU ORÐ HREGGVIÐS Öfgahægrimaður deyr í lyftu Morgunblaðshússins, gengur svo aftur og ofsækir ritstjóra blaðsins. Draugur í Morgunblaðshúsinu KVIKMYNDIR SÍÐUSTU ORÐ HREGGVIÐS ■ Ný stuttmynd Gríms Hákonarsonar er frumsýnd á Heimilda- og stuttmynda- hátíð í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.