Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 12
10. júní 2004 FIMMTUDAGUR SAMGÖNGUR Nýtt leiðakerfi Strætó bs. verður ekki tekið í notkun fyrr en í fyrsta lagi í október vegna þess að ekki næst að ráðast í nauð- synlegar framkvæmdir á til- settum tíma. Áður hafði verið stefnt að því að taka nýja leiða- kerfið í notkun seinni part sumars. „Ástæða þess er einkum sú að þær framkvæmdir sem ráðast þarf í samhliða kerfisbreyting- unni eru tímafrekari en gert var ráð fyrir og þurfa í einhverjum til- vikum að fara í gegnum deili- skipulagsferli. Það ferli er nokkuð tímafrekt og því ljóst að ekki næst að ljúka því á tilsettum tíma,“ segir á vef Strætós bs. Á vef fyrirtækisins kemur jafn- framt fram að nýja leiðakerfið sé að mestu tilbúið, en framundan sé að útfæra tímatöflur og fleira sem snýr að því að hrinda því í framkvæmd. Þá segir þar að undanfarnar vikur og mánuði hafi staðið yfir víðtækt kynningar- og samráðsferli, þar sem margar gagnlegar ábendingar og at- hugasemdir hafi komið fram og að nokkuð margir hafi sent Strætó bs. athugasemdir í tölvupósti eftir að hafa kynnt sér tillögur að nýju leiða- kerfi á straeto.is. ■ UMFERÐARMÁL „Niðurstaðan er sú að breyttir og upphækkaðir jepp- ar hafa hvorki hærri slysatíðni né verri meiðslatíðni en venjulegir jeppar,“ segir Skúli Þórðarson, einn höfunda nýrrar skýrslu um slysatíðni breyttra jeppa. Úrtakið var rúm- lega 15 þúsund jeppar af 22 mis- munandi tegund- um sem nýskráðir höfðu verið á tímabilinu 1991–2001. Skýrslan var unnin af Orion-ráðgjöf með sérstökum styrk frá Rannsóknar- nefnd umferðarslysa. Skúli segir að niðurstaðan hafi að vissu leyti komið á óvart enda hafi goðsögnin um að breyttir jeppar séu hættulegri í umferð- inni verið lífseig meðal almenn- ings undanfarin ár. „Breyttir jeppar hafa löngum haft verra orð á sér en efni standa til en það hafa engin haldbær rök komið fram um að þeir valdi meiri hættu, fleiri slysum eða verri slysum og skýrslan staðfestir það.“ Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar mælist ekki mark- tækur munur á meiðslum öku- manna sem lentu í árekstrum við breytta eða óbreytta jeppa á við- komandi tímabili. Þó er tekið fram að stutt er síðan upphækkaðir jeppar komu fyrst á göturnar og tiltölulega fá slys vegna þeirra orðið hér á landi enn sem komið er. Skúli segir þetta alls engar lokaniðurstöður en þær sýni svo ekki verði um villst að sú ógn sem mörgum vegfarendum standi af upphækkuðum jeppum sé minni en flestir óttast og dekkjastærð skipti þar engu máli. „Aðalatriðið er að um er að ræða þunga bíla sem lenda á léttum bílum og slíkt er ávísun á alvarlegri slys þótt töl- fræðin bendi til annars.“ Engar árekstarprófanir hafa farið fram hérlendis vegna þess- ara séríslensku risajeppa sem keyra á vegum landsins. Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir að vitað sé að stórir jeppar fara fram yfir öll ör- yggismörk í árekstrum. „Það er vissulega kominn tími til að kanna þetta til hlítar með prófunum en kannanir sem þessar kosta skild- inginn og það er ekki til fjármagn til slíkra verka.“ albert@frettabladid.is MEIÐSLI ÖKUMANNS FÓLKSBIFREIÐAR Í ÁREKSTRI VIÐ ÓBREYTTAN JEPPA Mikil meiðsl 27 Lítið meiðsl 150 Engin meiðsl 2.184 MEIÐSL ÖKUMANNS FÓLKSBIFREIÐAR Í ÁREKSTRI VIÐ BREYTTAN JEPPA Mikil meiðsl 2 Lítil meiðsl 23 Engin meiðsl 336 STRÆTISVAGNAR Íbúar á höfuðborgarsvæðinu verða enn um sinn að gera sér að góðu gildandi leiðakerfi vagnanna, því búið er að fresta gildistöku nýs skipulags sem taka átti gildi í sumarlok nokkuð fram á haustið. Strætósamgöngur í höfuðborginni: Endurbættu leiðakerfi frestað Breyttir jeppar ekki hættulegri Enginn marktækur munur er á slysa- og meiðslatíðni vegna árekstra upphækkaðra jeppa og hinna venjulegu samkvæmt nýrri könnun. Fjármagn skortir til að láta fara fram vísindalegar árekstrarprófanir. AUGLÝSING um kjörskrár vegna kjörs forseta Íslands Kjörskrár vegna kjörs forseta Íslands sem fram á að fara laugardaginn 26. júní 2004 skulu lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 16. júní 2004. Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórnar eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn auglýsir sérstaklega. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn. Athygli er vakin á því að sveitarstjórn getur allt fram á kjördag gert leiðréttingar á kjörskrá, ef við á. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 8. júní 2004 JEPPALEIÐANGUR Samkvæmt rannsóknum á yfir 15 þúsund jeppum eru breyttir jeppar ekki hættulegri í umferðinni en aðrir jeppar, en því hefur verið haldið fram um langa hríð. ,,Kannanir sem þessar kosta skild- inginn og það er ekki til fjármagn til slíkra verka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M G U N N AR SS O N * Tekið skal fram að umferðarslys vegna breyttra jeppa eru fátíðari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.