Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 40
Léttirinn fyrir Sigurjón Brink,söngvara og lagasmið The Fla- vors, hlýtur að vera mikill. Hann hefur gengið með plötu í magan- um frá því að sveitin In Bloom hætti. Þar trommaði Sjonni en í honum blundaði lagahöfundur. Það tók hann tvö ár að finna kjark til þess að hafa trú á sínu eigin efni og svo hálft annað ár að hlaða nýju sveitinni utan um sig og vinna nýju plötuna. The Flavors náði laginu Here í spilun fyrir áramót og þessa dag- ana leikur Bylgjan titillag nýju plötunnar, Go Your Own Way, ótt og títt. Frumraunin kemur svo í búðir á morgun. „Þetta er svona kántríslagari,“ segir Sjonni um nýja lagið. „Ef maður ætti að lýsa þessu lagi á einhvern hátt þá er best að tala um melódískt kántrískotið pönk- rokk. Þetta er í léttari kantinum.“ Sjonni rekur eigið hljóðver, Iceland Music Productions, ásamt félögum sínum og hefur þannig haft rými til þess að nostra við frumraunina áður en henni var sleppt út til almennings. „Við erum búnir að svitna og grenja yfir þessu,“ segir Sjonni. „Það hafa orðið mannabreytingar á sveitinni á þessum tíma og nú er loksins komin rétt mynd á þetta. Við þurftum svo að taka upp hluta af þessu aftur en á sama tíma vildum við ekki ofvinna lögin.“ The Flavors gefa sjálfir út en Skífan dreifir. Þeir hljóðrita einn- ig lög sín sjálfir og starfa þannig algjörlega sjálfstæðir. „Á þessum tíma sem maður hefur verið að vinna þetta þá erum við búnir að gera efni í tvær plötur til viðbót- ar, þannig séð. Nokkrum dögum áður en hún fór í framleiðslu ákváðum við að breyta henni að- eins og setja tvö lög til viðbótar á hana. Annað þeirra var lagið sem nú er í spilun,“ upplýsir Sjonni að lokum. Með þetta sjálfstæði að leiðar- ljósi er ekki út í hött að álykta að titill plötunnar, og nýja slagarans, sé einmitt sjálfstæðisyfirlýsing sveitarinnar sem fer greinilega sínar eigin leiðir. Sveitin heldur svo útgáfutónleika í Loftkastalan- um annað kvöld. ■ 28 10. júní 2004 FIMMTUDAGUR LANCASTER Á ÆFINGU Penny Lancaster, kærasta rokkarans Rods Stewart, var í miklu stuði á æfingu fyrir söng- leik hans, Tonight’s the Night, á dögunum. Lancaster hafði áður samþykkt að koma fram á einni sýningu til styrktar góðgerðarmálum. ÚTSALA ÚTSALA Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið frá kl.10.00-18.00 Og margt margt fleira Dæmi um verð: Áður: Nú: Peysa m/gatamynstri 5.200 2.900 Dömupeysa 6.400 2.900 Tunika 3.500 2.100 Kreptoppur 2.900 1.800 Skyrta m/bróderíi 5.300 2.200 Hettupeysa 4.900 1.900 Satínkjóll 7.900 3.200 Sítt pils 4.900 1.900 Dömujakki 5.900 2.900 Íþróttagalli 8.900 3.600 Hörbuxur 4.900 2.900 Gallabuxur 4.900 2.900 Dömuskór 5.300 2.500 HEFST Í DAG 40—60% afsláttur Bandaríkjamaðurinn Nelly ætlar að verða fyrsti rapparinn til að gefa út tvær plötur á sama degin- um. Um er að ræða plöturnar Sweat og Suit sem koma út þann 14. september. Bruce Springsteen og Guns ‘n’ Roses hafa áður leikið þennan leik en aldrei rappari á borð við Nelly. „Ég átti svo mikið efni að fyrst vildi ég gefa út tvöfalda plötu,“ sagði Nelly. „Síðan fannst mér betra að gefa út tvær plötur sitt í hvoru lagi til að sýna aðdáendum mínum það besta frá báðum hlið- um Nelly.“ Að sögn rapparans verður meiri áhersla lögð á klúbbastemmningu á Sweat en Suit verður meira sexí og heitari, í anda lagsins Dilemma sem hann söng með Kelly Rowland úr Dest- iny’s Child. „Þegar ég kom fyrst fram á sjónarsviðið rappaði ég mikið um heimabæ minn,“ sagði Nelly. „Núna er ég að segja frá miklu fleiri hlutum. Ég held að báðar plöturnar sýni vöxt minn, bæði sem tónlistarmann og per- sónu.“ Fyrsta smáskífulagið af Sweat verður Flap Your Wings í upp- tökustjórn Neptunes. Fyrsta smá- skífulagið af Suit verður aftur á móti My Place, sem er ný útgáfa af laginu Come Go With Me með Teddy Pendergrass. ■AP /M YN D Morrissey: You Are the Quarry „Það er ótrúlega ljúft að heyra rödd Morrissey aftur og yndislegt að hann skuli skila af sér góðri plötu. Jú, jú, hún hljómar á köflum svolítið útrunnin tón- listarlega en fínar lagasmíðar, einlæg tjáning og fyrsta flokks textasmíðar bæta upp fyrir það.“ BÖS Earth Affair: Chapter One „Chapter One er fyrst og fremst þægileg plata sem líður ljúft í gegn. Mismunandi áhrifum er blandað vel saman þannig að úr verður fín heild. Þeim sem vilja mikið stuð og jafnvel frumleika gæti fundist hún átakalítil og óspennandi en fyrir þá sem vilja vandaða og margslungna plötu sem gælir við eyr- un er hún fyrirtaks gripur.“ FB EARTH AFFAIR Gagnrýnandi Fréttablaðsins fór frekar blíð- um orðum um nýjustu plötu Gulla Briem, Earth Affair, og lýsti henni sem blöndu af heimstónlist og poppi. [ SMS ] [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Gomez: Split the Difference „Ég þori að fullyrða að þeir sem hafa heillast af fyrri plötum Gomez, sérstaklega þeirri fyrstu, eiga eftir að falla kylliflatir fyrir þessari, enda hljómar hún eiginlega nákvæmlega eins. Ég hins vegar fékk þessa sömu tilfinningu og þegar maður sér sæmilegt upphitunarband fyrir stórsveit sem mað- ur er búinn að bíða spenntur eftir að sjá í áraraðir. Kannski er það bara málið, þetta er „bara sæmi- leg“ tónlist og ekkert meira en það? Ekki áhuga- vert né eftirminnilegt.“ BÖS Snow Patrol: Final Straw „Þetta er plata sem heillar við fyrstu hlustun, en svo rennur ljóminn örlítið af henni við ítrekaða hlustun, því miður, og vil ég kenna einsleitum lagasmíðum um. Þetta verður að teljast mjög góð frumraun og Snow Patrol sýnir alla burði í það að vera hið athyglisverðasta band.“ BÖS Avril Lavigne: Under My Skin „Á annarri plötu sinni tekur Avril enga sénsa. Lög á borð við My Happy Ending, Nobody’s Home og Forgotten eru nægilega góð til þess að tryggja áframhaldandi vinsældir hennar. Að mínu mati gefur platan þó of svipaða mynd af hæfileikum stúlkunnar til þess að vera áhugaverð. Hefði viljað heyra hana prófa sig eitthvað lengra áfram. En henni liggur nú svo sem ekkert á, er bara 19 ára og á eflaust eftir að svamla um á meginstraumn- um um ókomin ár.“ BÖS Daysleeper: Daysleeper „Það sem vantar hjá Daysleeper er að hljómsveitin finni sinn eigin hljóm og hætti að flakka á milli ólíkra stíla. Það fer samt ekki á milli mála að sveit- in getur samið góð lög og Sverrir á fína spretti sem söngvari þó að stundum virki hann dálítið vælu- gjarn. Vonandi er Daysleeper á réttri leið en næsta plata mun skera úr um hvort eitthvað meira verði úr. Hún hefur alla burði til þess að eflast enn frek- ar en þarf fyrst að finna fjölina sína betur.“ FB Killswitch Engage: The End of Heartache „Mér nánast sveið undan gæsahúðinni sem ég fékk af lögum eins og titillaginu þar sem samein- ing melódíu og eiturþétts spilerís er svo vel útfærð að maður stendur orðlaus yfir herlegheitunum. Ég fullyrði að Killswitch Engage er eitt skæðasta rokkband heims í dag og ef þessi plata verður toppuð í ár, þá verða rokkarar ekki á flæðiskeri staddir. Þessi plata er fullkomin.“ SJ Rúnar Júlíusson: Trúbrotin 13 „Trúbrotin 13 er lagasarpur héðan og þaðan ásamt nokkrum frumsömdum lögum Rúnars. Eins og tit- illinn bendir til finnur Rúnar trú sinni farveg á plöt- unni og rifjar upp nokkra sálma sem eru í uppá- haldi. Ó þá náð að eiga Jesúm og Ástarfaðir himin- hæða eru sérstaklega minnisstæð, virkilega falleg lög bæði tvö sem njóta sín vel í flutningi Rúnars. Rúnar Júlíusson á hrós skilið á mörgum vígstöðv- um og er þessi plata engin undantekning. Ein- lægnin skín í gegn.“ SJ The Walkmen: Bows and Ar- rows „Miðið á boga Göngumannanna er skakkt og odd- ur örvanna óbrýndur. Þetta eru auðheyranlega menn sem geta, en það er eins og þá vanti frum- legri hugsun til þess að gera plötuna athyglisverða. Núna hjómar hún bara eins og ágætis ruslrokk- plata frá New York hljómsveit. Með smá frumleg- heitum hefði þessi plata geta orðið frábær. Of mikið rúnk, en engin fullnæging.“ BÖS The Divine Comedy: Absent Friends „Þetta er ein af þessum plötum þar sem allt er fá- ránlega vandað og vel gert. Útsetningar stórfeng- legar og dramatískar. Það virðist bara ekki skipta neinu máli því lögin hreyfa ekkert við manni. Að hlusta á Hannon á persónulegu nótunum væri kannski svipað eins og að hlusta á Sinfóníusveit Ís- lands reyna sitt allra besta við að flytja lög The Clash eða Sex Pistols á jafn einlægan hátt og höf- undarnir. Það bara gengur ekki upp. Maður bland- ar ekki saman olíu og vatni. Þessi á ekki eftir að rata aftur í spilarann minn.“ BÖS NELLY OG ROWLANDS Nelly og Kelly Rowlands úr hljómsveitinni Destiny’s Child syngja lagið Dilemma. Gefur út tvær sólóplötur á sama deginum TÓNLIST THE FLAVORS ■ Léttrokksveitin The Flavors gefur út frum- raun sína, Go Your Own Way, á morgun. Sjálfstæðisyfirlýsing The Flavors THE FLAVORS Sveitina skipa Sjonni sem syngur og spilar á gítar, Pálmi Sigurhjartarson á píanó, Benedikt Brynleifsson sem trommar, Matti Stefánsson á gítar og Jón Bjarni Jónsson á bassa. ■ TÓNLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.