Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 49
FÓTBOLTI Valskonur komust á topp Landsbankadeildar kvenna með stórsigri á FH í Kaplakrika í gær en þetta var frestaður leikur frá því í fyrstu umferð. Valskonur höfðu ekki skorað í fyrri hálfleik á tímabilinu en bættu úr því í gær með fimm góðum mörkum og bættu síðan þrem mörkum við eftir hlé og unnu því 0-8. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö mörk fyrir Valsliðið sem er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, tveimur stigum á undan Eyjaliðinu sem hafði setið í toppsætinu fyrstu tvær umferðirnar. Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Val og var búin að skora 30 sekúndum síðar og bætti síðan við öðru marki seinna í leiknum. Yfirburðir Vals voru miklir sem sést vel á því að Valskonur áttu öll 36 skot leiksins og allar 11 horn- spyrnurnar. Valsliðið var jafnt og engin skaraði fram úr en Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði tvö lagleg mörk og er með fjögur í sumar. ■ 37FIMMTUDAGUR 10. júní 2004 Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu: Valskonur á toppinn Meira en fjórðungur allra Íslendinga er með háþrýsting og um 40% Íslendinga um sextugt, en tíðni hans eykst með hækkandi aldri. Hvernig er blóð- þrýstingurinn? LH-mjólkurdrykkurinn er fersk, sýrð mjólkurvara. Lífvirku peptíðin í honum geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi. Sjá nánar á www.ms.is Náttúruleg hjálp við stjórn á blóðþrýsting i H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA TVÖ MÖRK FRÁ KRISTÍNU ÝR Kristín Ýr Bjarnadóttir opnaði marka- reikning sinn með Val í sumar með tveim mörkum gegn FH í Kaplakrika í gærkvöldi. Tiltekt hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham: Rebrov vill sanna sig FÓTBOLTI Sergei Rebrov ætlar sér að snúa aftur til Tottenham og freista þess að sanna sig fyrir hin- um nýja þjálfara, Jacques Santini. Þetta segir umboðsmaður Rebrov, sem lék allt síðasta tíma- bil sem lánsmaður hjá Fener- bache í Tyrklandi. Santini, ásamt Frank Arnesen, nýráðnum yfirmanni knatt- spyrnumála hjá Tottenham, ætla sér að fara gaumgæfilega yfir leikmannahóp liðsins fyrir kom- andi leiktíð. Sér hinn 30 ára gamli Rebrov þar leik á borði að sögn umboðsmannsi kappans Sandor Varga. „Sergei mun halda til London þann 1. júlí og mæta á fyrstu æf- ingu undir leiðsögn nýrra stjóra. Hann er ákveðinn í að blanda sér í framtíðaráform Santini,“ sagði umboðsmaðurinn, en Rebrov á eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham. ■ ANNAÐ TÆKIFÆRI Sergei Rebrov fagnar hér fyrsta marki sínu fyrir Tottenham. Það var gegn Arsenal í desember árið 2000. FH – VALUR 0–6 0–1 Kristín Ýr Bjarnadóttir 5. 0–2 Nína Ósk Kristinsdóttir 8. 0–3 Laufey Ólafsdóttir 23. ■ ÞAÐ SEM SKIPTI MÁLI LANDSBANKADEILD KARLA Fylkir 5 3 2 0 7–2 11 Keflavík 5 3 1 1 7–5 10 ÍA 5 2 2 1 5–3 8 FH 5 2 2 1 5–4 8 KR 5 2 1 2 6–7 7 ÍBV 5 1 3 1 6–6 6 Grindavík 5 1 3 1 5–6 6 Fram 5 1 2 2 7–7 5 KA 5 1 1 3 4–6 4 Víkingur 5 0 1 4 2–8 1 MARKAHÆSTIR Grétar Ólafur Hjartarson, Grindavík 4 Arnar Gunnlaugsson, KR 3 Atli Sveinn Þórarinsson, KA 3 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 3 Björgólfur Takefusa, Fylki 2 Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Fram 2 Sævar Þór Gíslason, Fylki 2 Þorbjörn Atli Sveinsson, Fylki 2 Magnús Már Lúðvíksson, ÍBV 2 Ríkharður Daðason, Fram 2 Andri Fannar Ottósson, Fram 2 NÆSTU LEIKIR Fylkir–Víkingur þri. 15. júní kl. 19.15 ÍBV–Keflavík þri. 15. júní kl. 19.15 Grindavík–KR mið. 16. júní kl. 19.15 Fram–KA mið. 16. júní kl. 19.15 ÍA–FH mið. 16. júní kl. 20 LANDSBANKADEILD KVENNA Valur 3 3 0 0 14–1 9 ÍBV 3 2 1 0 17–2 7 Breiðablik 3 2 1 0 6–10 6 Þór/KA/KS 3 1 1 1 4–4 4 KR 3 1 1 1 4–5 4 Stjarnan 3 0 2 1 3–5 2 Fjölnir 3 0 1 2 2–5 1 FH 3 0 0 3 0–18 0 MARKAHÆSTAR Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 7 Nína Ósk Kristinsdóttir, Val 4 Hildur Einarsdóttir, Breiðabliki 3 Olga Færseth, ÍBV 3 Karen Burke, ÍBV 3 Guðrún Halla Finnsdóttir, Stjörnunni 2 Inga Birna Friðjónsdóttir, Þór /KA/KS 2 Hólmfríður Magnúsdóttir, KR 2 Dóra Stefánsdóttir, Val 2 Laufey Ólafsdóttir, Val 2 Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val 2 Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, Val 2 NÆSTU LEIKIR Valur–Þór/KA/KS sun. 13. júní kl. 14 ÍBV–Stjarnan mán. 14. júní kl. 20 Breiðablik–Fjölnir þri. 15. júní kl. 20 FH–KR fim. 17. júní kl. 11 Þór/KA/KS–ÍBV sun. 20. júní kl. 16 ■ STAÐA MÁLA 0–4 Dóra Stefánsdóttir 30. 0–5 Kristín Ýr Bjarnadóttir 44. 0–6 Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir 63. 0–7 Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir 84. 0–8 Nína Ósk Kristinsdóttir 88. BEST Á VELLINUM Nína Ósk Kristinsdóttir Val TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 0–36 (0–19) Horn 0–11 Aukaspyrnur fengnar 6–11 Rangstöður 4–9 GÓÐAR Nína Ósk Kristinsdóttir Val Kristín Ýr Bjarnadóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Rakel Logadóttir Val Laufey Ólafsdóttir Val Pála Marie Einarsdóttir Val Íris Andrésdóttir Val Ásta Árnadóttir Val Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir Val KR – ÍA 1–0 1–0 Arnar Gunnlaugsson, víti 4. DÓMARINN Garðar Örn Hinriksson mjög góður BESTUR Á VELLINUM Kjartan Henry Finnbogason KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–9 (5–5) Horn 0–8 Aukaspyrnur fengnar 16–21 Rangstöður 5–3 Gul spjöld (Rauð spjöld) 3–3 (0–0) MJÖG GÓÐIR Kjartan Henry Finnbogason KR Kristinn Hafliðason KR GÓÐIR Kristján Finnbogason KR Bjarni Þorsteinsson KR Kristján Örn Sigurðsson KR Gunnar Einarsson KR Arnar Gunnlaugsson KR Haraldur Ingólfsson ÍA Gunnlaugur Jónsson ÍA ■ ÞAÐ SEM SKIPTI MÁLI KJARTAN HENRY FINNBOGASON Framherjinn ungi í KR-liðinu var besti maður vallarins í gær og skapaði oft mikinn usla í vörn gestanna. Óskabyrjun KR tryggði sigurinn Arnar Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnu gegn sínum gömlu félögum. FÓTBOLTI KR-ingar vippuðu sér upp í fimmta sæti Landsbankadeildar- innar í gærkvöld þegar þeir lögðu Skagamenn að velli, 1–0, í Frostaskjólinu. Sigurinn var jafn- framt sá tíundi í röð hjá KR á ÍA í vesturbænum. KR-ingar fengu óskabyrjun í leiknum þegar þeir komust yfir á fjórðu mínútu. Andri Karvelsson, varnarmaður ÍA, braut á KR- ingnum Arnari Jóni Sigurgeirs- syni rétt innan vítateigs og dóm- ari leiksins, Garðar Örn Hin- riksson, dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Eftir markið drógu KR-ingar sig aftar og Skagamenn komust meira inn í leikinn og jafnræði myndaðist. Skagamenn voru ógnandi í föstum leikatriðum, bæði horn- spyrnum og aukaspyrnum en annaðhvort bjargaði mark- vörðurinn Kristján Finnbogason eða tréverkið KR-ingum. KR- ingar voru hins vegar meira ógnandi í sínum sóknarleik og var sérstaklega gaman að fylgjast með hinum unga Kjartani Henry Finnbogasyni gera varnarmön- num Skagamanna lífið leitt. KR- ingar fengu nokkur góð færi og bæði Kristinn Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson misnotuðu gullin tækifæri til að auka forystuna fyrir KR. Síðari hálfleikur einkenndist af baráttu beggja liða, hvorugt náði að skapa sér færi að ráði og því fóru KR-ingar með sigur af hólmi, 1–0. Mikilvæg þrjú stig fyrir Íslandsmeistarana en Skagamenn, sem hafa oft leikið betur, naga sig væntanlega í handarbökin. ■ REYKJAVÍK • AKUREYRI Sláttuorf Hörkuorf fyrir alla sláttumenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.