Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 39
Í Fréttablaðinu á þriðjudag birt- ist klausa um aðstöðumun TMM og Ritsins þar sem Ritið er sagt gefið út á kostnað skattborgar- anna og í skjóli ríkisins. Þar sem ég tel ólíklegt að sá sem þetta skrifaði gefi viljandi rangar upp- lýsingar um Ritið en tel fullvíst að hér sé um misskilning að ræða, finnst mér eðlilegt að leið- rétta hann. Ritið kemur út á vegum Hug- vísindastofnunar Háskóla Ís- lands sem greiðir þann halla sem kann að verða á Ritinu hverju sinni. Þann halla greiðir stofnun- in af því fé sem henni er úthlut- að, en hún fær fjárveitingar frá heimspekideild sem aftur ráðast að hluta af því rannsóknarfé sem deildin vinnur sér inn í gegnum rannsóknir starfsmanna sinna. Þannig er það að vísu rétt að féð sem Hugvísindastofnun hefur til umráða kemur upphaflega frá ríkinu. Þó er fráleitt að halda því fram að það sem stofnunin gerir fyrir fé það sem henni er úthlut- að sé „kostað af ríkinu“. Þá mætti eins halda því fram að op- inber starfsmaður lifi „á kostnað ríkisins“, því þaðan þiggi hann jú laun sín. Er þetta svo flókið? Ritið þarf um 500 áskrifendur til að standa undir sér og sem betur fer er þeim að fjölga smátt og smátt. TMM hefur hins vegar tekist að tapa um 1000 áskrifend- um á 5–6 árum, eða tveimur þriðju þeirra sem voru áskrif- endur 1999 eða um það bil. Það má hrósa Silju A. fyrir það að hún hefur reist TMM upp frá dauð- um, en væntanlega borgar ein- hver brúsann ef meiningin er að greiða ritlaun og kosta jafnmiklu til útgáfunnar og gert var fyrir 2000 á meðan TMM var og hét. En hvernig getur Ritið haldið velli? Í fyrsta lagi nýtur það tímabundins stuðnings frá Hug- vísindastofnun, sá stuðningur er út þetta ár, eftir það er gert ráð fyrir að það standi undir sér fjár- hagslega. Í öðru lagi treystir Rit- ið á háskólasamfélagið um efni og það merkir, vegna rannsókna- kerfis háskólamanna, að hægt er að draga verulega úr ritlaunum. Ástæðan er ekki sú að það sé gefið út í „skjóli ríkisins“. Að öðru leyti vil ég vísa höf- undi pistilsins á viðtal við rit- stjóra Ritsins í Lesbók Morgun- blaðsins um síðustu helgi og að sjálfsögðu er ritstjórunum bæði ljúft og skylt að fræða pistilhöf- undinn um útgáfu Ritsins og leyndardóma bóka- og tímarita- útgáfu háskólafólks hafi hann/hún áhuga á. ■ Misskilningur um Ritið leiðréttur 19FÖSTUDAGUR 11. júní 2004 JÓN ÓLAFSSON PH.D. SKRIFAR UM RITIÐ, TÍMARIT HUGVÍSINDASTOFNUNAR Í Fréttablaðsgrein 13. maí telur Ragnar A. Þórsson illsku Bandaríkj- anna útiloka samstarf við þau í varnar- og utanríkismálum, kennir þeim um helztu stríðsátök liðinna áratuga, með miklu mannfalli, „enda varla háð orrusta án þeirra“. Telur upp 12 dæmi því til staðfest- ingar, sem hér verða hrakin. Halda mætti að ekki sé lengur vert að minnast á önnur stríð í veröldinni, s.s. hryllinginn í Kongó á síðustu árum eða innrás Sovétríkjanna í Afganistan (1,5–1,6 milljónir fallnar 1979–89), auk íhlutana þeirra víðar, hvað þá stríð milli Indlands og Pakistans, þjóðanna í Júgóslavíu og mörg Afríkustríð. RAÞ tíundar ein- ungis innrásir og íhlutanir Banda- ríkjanna, sem allflestar kostuðu lít- ið mannfall í samanburði, nema í Kóreu og Víetnam. Ameríkönum verður aðeins óbeint kennt um upp- tök Kóreustríðsins: þeir sýndu það andvaraleysi að flytja hersveitir úr S-Kóreu 1949 í fánýtu trausti á frið- semi kommúnista. Eftirgjöf gagn- vart illræðisöflum er háskaleg: kostaði hér innrás frá N-Kóreu og hertöku mestallrar S-Kóreu með blessun og stuðningi Stalíns. Þegar fjöldi ríkja í umboði SÞ hafði hrakið norðanmenn burt 1950–53, hafði þetta útþenslustríð kommúnismans kostað 2,4 millj. manna lífið. Skýrt dæmi þess, að uppgjöf varna getur verið svæsið ábyrgðarleysi. Afglöp aðgerðaleysis Einhver verstu afglöp í utanríkisstefnu Bandaríkjanna birtast á stundum í aðgerðaleysi fremur en athöfn- um.Víetnamstríð Bandaríkjamanna 1960–75 kostaði a.m.k. 1.750.000 mannslíf á báða bóga. Ýmsar hern- aðaraðferðir þeirra voru óverjandi, þótt upptök stríðsins hafi verið að norðan og enda þótt sigur kommún- ista krenkti lýðréttindi í landinu (flóttastraumur „bátafólksins“, 1,1–2 millj., var toppur á ísjaka). En þetta er eina stríðið sem Bandaríkin hafa háð með mjög miklu mannfalli sl. hálfa öld, þ.e.a.s. miklu ef miðað er við mannfall í öðrum stríðum þá. T.d. féllu í Afganistanstríði Sovét- manna nær hundrað sinnum fleiri en í Íraksstríðinu 2003–4. Við má bæta fjölda dæma, m.a. frá Kína, Kambódíu, Indónesíu, Tímor, Pakistan og Alsír, Líbanon, Nígeríu, Úganda, Angóla og Mósambík, Kól- umbíu, stríði Íraks og Írans 1980–88 (fallnir um 0,9–1,5 millj.), stríði Saddams gegn sjítum og Kúrdum, þjóðerna- og útrýmingarstyrjöldum í Júgóslavíu, Rúanda, Kongó og Súdan (nær tvær millj. látnir aðeins í því landi). Hvert þessara stríða kostaði margfalt (sum yfir hundrað- falt) meiri mannfórnir en núverandi Íraksstríð, þar sem 16–18.000 manns hafa fallið í allt. Í Persaflóa- stríðinu 1991 féllu 25–75.000 manns. Stríðið var háð af mörgum þjóðum undir merki SÞ, er Írak hafði lagt undir sig aðildarríki SÞ, Kúveit. Til að hindra þjóðarmorð Íhlut- un Bandaríkjanna o.fl. í Kosovo og Serbíu var til að hindra hliðstætt þjóðarmorð og átti sér stað í Bosníustríðinu 1992–95, þar sem 278.000 manns fórust. En í 78 daga loftárásum NATO á Júgóslavíu 1999 féllu um 500 borgarar skv. nákvæmum útreikningum Human Rights Watch (Serbar halda fram 1.200–5.000). Önnur dæmi RAÞ sýna feysknar stoðir fullyrðinga hans: Innrásin á Svínaflóa 1961 kostaði nokkur hundruð manns- lífa, herforingjabyltingin í Chile 1973 o.áfr. 2.800–4.200 drepna. Í innrás Bandaríkjanna og sex kar- abískra ríkja á Grenada 1983 féllu 102 manns. Loftárásir á skotmörk í Benghasí og Trípólí 1986 munu hafa grandað 50–60 Líbýumönn- um. Í skæruhernaði Contra-sveita gegn Sandinistastjórn Nicaragua 1981–88 féllu nál. 30.000 manns; Contra-liðar voru studdir af Bandaríkjastjórn sem var því samábyrg með stríðsaðilum. Inn- rásin í Panama 1989 kostaði 350–750 fallna. Íhlutun Bandaríkj- anna til að stöðva hungursneyð vegna stjórnleysis í Sómalíu leiddi 1992–3 til vopnaðra átaka við einn stríðsherrann: mörg hundruð inn- fæddra féllu og 43 Bandaríkja- menn. Þrátt fyrir stóryrði RAÞ er ljóst, að fyrir utan Víetnamstríðið var beinn íhlutunarhernaður Bandaríkjanna frá 1950 ýmist með fjölþjóðaþátttöku (Júgóslavía, Íraksstríðið) og jafnvel með bless- un SÞ (Kóreustríðið, Persaflóa- stríðið) ellegar átök sem flest blik- na hjá stórum stríðsviðburðum sem áttu sér stað á sama tíma. ■ Feysknar stoðir stóryrða um BNA BANDARÍSKIR HERMENN Í ÍRAK „Einhver verstu afglöp í utanríkisstefnu Bandaríkjanna birtast á stundum í aðgerðaleysi fremur en athöfnum,“ segir greinarhöfundur. JÓN VALUR JENSSON UMRÆÐAN UTANRÍKISSTEFNA BANDARÍKJANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.