Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 6
6 11. júní 2004 FÖSTUDAGUR Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna aðstoðar: Skuldum vafin ungmenni FJÁRMÁL Þess eru dæmi að ung- menni undir tvítugu skuldi vel á þriðju milljón króna og að sama upphæð sé í vanskilum, sam- kvæmt upplýsingum frá Ráðgjaf- arstofu um fjármál heimilanna. Fólki í þessum aldurshópi sem þarf að leita aðstoðar hjá ráðgjaf- arstofunni hefur farið fjölgandi á milli áranna 2002 og 2003, sam- kvæmt ársskýrslu stofunnar. Árið 2002 ar það 0,89% af heildarfjölda umsækjenda, en 1,12% árið 2003. Meðaltalsskuldir þessa aldurs- hóps voru ríflega 1 milljón króna og meðaltalsvanskil 498 þúsund krónur. Mestu skuldir einstak- lings voru 2,5 milljónir og mestu vanskil einstaklings voru 2.4 milljónir. Algengustu skuldirnar voru bankalán, en meðaltal þeirra er 985.978 kr. Greiðslukortaskuldir námu að meðaltali rúmlega 72.000 kr. Þá voru 30% af þessum hópi með bílalán og hjá þeim var meðaltalið 740.268 kr. Bílaláns- fólkið var einnig með bankalán til viðbótar. Um 60% voru í leiguhúsnæði, en um 40% í foreldrahúsum. Atvinnulaus voru 60%. Hópurinn skiptist þannig að 75% voru konur og 25% karlar. 23% af konunum voru einstæðar mæður. ■ Fjármálavandræði ungs fólks aukast Starfsfólk Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna sér oft mikla fjölskylduharm- leiki þar sem foreldrar eða aðrir ættingjar hafa gengið í fjárhagslegar ábyrgðir fyrir ungt fólk. Þessum einstaklingum hefur farið fjölgandi á milli ára. FJÁRMÁL „Því miður sjáum við oft mikla fjölskylduharmleiki vegna ábyrgðarmennsku,“ sagði Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráð- gjafarstofu um fjármál heimil- anna, um ábyrgðir foreldra eða annarra ættingja á lántökum ungs fólks. Fjölgun hefur orðið á milli ára á fólki innan tvítugs sem leitað hefur til ráðgjafarstofunnar vegna þess að það hefur steypt sér í fjárhagsvanda, sem það ræð- ur ekki við án aðstoðar. „Oftar en ekki er ungt fólk með ábyrgðarmenn, foreldra, ættingja eða aðra,“ sagði Ásta. Hún sagði það þó lofsvert að þróunin hefði verið sú, bæði hjá bönkum og spari- sjóðum, að nú væri meira farið að athuga við- skiptasögu við- komandi. Þá hefðu bankar, við- skiptaráðuneytið og Neytendasamtökin skrifað undir samkomulag varðandi ábyrgðarmennsku árið 2001, þar sem bönkunum væri gert skylt að upplýsa ábyrgðarmenn um það sem þeir væru að gangast undir. Ef skuldin væri yfir milljón væri það skylda að aðalskuldari færi í greiðslumat. „Aðalmálið er það, að aðgang- urinn að fjármagni er auðveld- ari,“ sagði Ásta. „Eftir því sem frelsið eykst krefst það meiri var- kárni af einstaklingunum. Auglýs- ingamennskan af öllu tagi er orð- in mjög mikil meðal ungs fólks, en mér finnst jafnframt þurfa að horfa til ábyrgðar foreldranna. Þeir þurfa líka að uppfræða börn- in um þessi mál, því þarna spila svo margir þættir inn í. Við lifum í miklu neyslusam- félagi,“ bætti Ásta við. „Að sjálf- sögðu erum við fyrirmyndir barn- anna okkar og þurfum að haga okkur samkvæmt því.“ Grunnskólarnir hafa nú tekið fjármálafræðslu inn í lífsleikni og sagði Ásta það af mjög af hinu góða. Hún kvaðst sjálf vera með fræðslu í Foreldrahúsi fyrir 15–18 ára unglinga. Þar fyndi hún best hversu brýn þörf væri fyrir slíkt efni. Þess skal getið vegna missagnar í Fréttablaðinu í gær, að símatímar ráðgjafarstofunnar eru alla daga kl. 9–12. jss@frettabladid.is Tillögur Hafró: Meiri áhrif á næsta ári SJÁVARÚTVEGUR Tillögur Hafró hafa lítil áhrif á útflutningsframleiðslu sjávarafurða í ár, en þó má búast við að hún dragist saman um 0,25 prósent, samkvæmt því sem kem- ur fram á vefriti fjármálaráðu- neytisins. Hins vegar er gert ráð fyrir að áhrifin verði meiri á næsta ári miðað við áætlanir. Gert var ráðið fyrir að útflutnings- framleiðsla myndi aukast um þrjú prósent milli ára en ef tillögur Hafró ganga eftir er aukningin ekki nema tvö prósent. Í tillögu Hafró kemur fram að hlýsjávar- skeið sé farið að hafa merkjanleg áhrif á fiskistofna við Ísland. ■ Héraðsdómur Reykjavíkur: Frétt ehf. gert að greiða launakröfu DÓMSMÁL Frétt ehf. sem er núver- andi eigandi Fréttablaðsins var dæmt, í Héraðsdómi Reykjavíkur, til að greiða hluta af launakröfu blaða- manns sem starfaði hjá fyrrverandi eiganda blaðsins, Fréttablaðið ehf. Blaðamannafélag Íslands höfðaði mál á hendur Frétt ehf. vegna þrett- án blaðamanna sem störfuðu áfram á blaðinu eftir að eigendaskipti urðu árið 2002. Ábyrgðasjóður launa hafnaði að greiða launakröfurnar. Blaðamannafélagið taldi að Frétt ehf. ætti að greiða launakröfurnar þar sem aðilaskipti hefðu orðið á blaðinu og Frétt ehf. bæri því ábyrgð á að þeir blaðamenn sem héldu áfram störfum hjá blaðinu fengju greiddar launakröfur. Frétt ehf. krafðist hins vegar sýknu þar sem ekki hefðu orðið aðilaskipti í laga- legum skilningi heldur hefðu aðeins tiltekin verðmæti verið keypt. Fyrir- tækin væru ólík þrátt fyrir að grunn- einingar væru svipaðar og áður. Krafan hljóðaði upp á rúma millj- ón króna en dómurinn féllst aðeins á hluta kröfunnar eða rúmlega 400 þúsund krónur. ■ ,,Eftir því sem frelsið eykst krefst það meiri varkárni af einstakling- unum. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72,20 0,89% Sterlingspund 132,05 0,55% Dönsk króna 11,71 -0,07% Evra 87,11 -0,06% Gengisvísitala krónu 122,38 +0,17% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 195 Velta 834,7 milljónir ICEX-15 2.711,20 0,72% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 245.625 Actavis Group hf. 195.781 Bakkavör Group hf. 124.322 Mesta hækkun Marel hf. 2,33% Kaupþing Búnaðarbanki hf. 2,18% Össur hf. 1,72% Mesta lækkun Flugleiðir hf. -1,88% Kaldbakur fjárfestingafélag hf. -1,52% Íslandsbanki hf. -0,60% Erlendar vísitölur DJ * 10.389,74 0,2% Nasdaq * 1.978,62 0,9% FTSE 4.454,4 0,4% DAX 3.961,93 1,1% NK50 1.420,0 0,3% S&P * 1.131,3 -0,8% * Bandarískar vísitölur kl. 17. VEISTU SVARIÐ? 1Íslenskur togari hefur legið á hafsbotniundan Noregsströndum í tvö ár. Hvað heitir togarinn? 2Umboðsmaður Alþingis telur RÚVskorta lagaheimildir til að birta aug- lýsingar á vefsíðu sinni. Hver er umboðs- maður Alþingis? 3Hver afhenti útvarpsstjóra tómatsósu-flösku til að lýsa óánægju sinni með litla umfjöllun í fjölmiðlum? Svörin eru á bls. 34 Þú færð aðgang að þjóðskrá á www.lt.is öruggar upplýsingar fyrir viðskiptalífið Norræna ráðherranefndin: Samnorræn kvikmynda- verðlaun veitt MENNING Menntamálaráðherrar allra Norðurlandanna hafa ákveðið að stofna til norrænna kvikmynda- verðlauna sem afhendast á í fyrsta sinn á næsta ári. Verðlaunin munu nefnast kvikmyndaverðlaun Norð- urlandaráðs og er vinningsupphæð- in rúmlega fjórar milljónir króna. Kvikmyndirnar skulu vera á nor- rænu máli og verður Álandseyjum, Grænlandi og Færeyjum einnig heimilt að taka þátt í keppninni. ■ KB banki: Hækkar vexti EFNAHAGSMÁL KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverð- tryggðra lána frá og með degin- um í dag. Hækkunin kemur í kjölfar tilkynninga Seðlabank- ans um hækkun stýrivaxta. Vextir óverðtryggðra útlána hækka almennt um 0,45 pró- sent; þannig hækka kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa úr 7,95 prósentum í 8,40 prósent. Vextir óverðtryggðra innlána hækka um allt að 0,30 prósent eftir innlánsformum. Bankinn breytir ekki að sinni vöxtum verðtryggðra inn- og útlána, þrátt fyrir að ávöxtunarkrafa húsbréfa hafi hækkað mikið ný- lega. ■ MILLJÓNIR Þess eru dæmi að ungt fólk undir tvítugu sé með vel á þriðju milljón króna í vanskilum. SKULDIR Greiðslukortin vega þungt þegar ungt fólk steypir sér í skuldir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.