Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 1
● allir leikirnir verða sýndir beint EM í knattspyrnu í Sjónvarpinu: ▲ SÍÐA 29 Þorsteinn J. með nýjan þátt MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 FÖSTUDAGUR LEIKIÐ Í BIKARNUM Átta leikir verða í Visa-bikarkeppni karla í fótbolta klukkan 19.15 og tveir í bikarkeppni kvenna klukk- an 20. Á meðal leikja í karlaflokki eru: Fylk- ir - ÍH, Fram - Grótta og Fjölnir - ÍBV. Í kvennaflokki tekur Þróttur á móti HK/Vík- ingi og ÍA á móti Stjörnunni. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÁFRAM BJARTVIÐRI Víðast skýjað með köflum eða léttskýjað. Þykknar upp á morgun. Sjá síðu 6. 11. júní 2004 – 157. tölublað – 4. árgangur KÆRT TIL ESA Eftirlitsstofnun evrópska efnahagssvæðisins, ESA, hefur borist önnur kæra á hendur Ríkisútvarpinu. Nú vegna reksturs Ríkisútvarpsins á ruv.is. Sjá síðu 2 MEIRIHLUTI Á MÓTI FJÖLMIÐLA- LÖGUNUM Um 71 prósent af þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðs- ins ætla að greiða atkvæði á móti fjölmiðla- lögunum. Af þeim sem ekki tóku afstöðu segjast 23 prósent vera óákveðin. Sjá síðu 4 UNGT FÓLK SKULDUGT Fjölgun hef- ur orðið á milli ára á fólki innan tvítugs sem leitað hefur til Ráðgjafarstofunnar vegna þess að það hefur steypt sér í fjár- hagsvanda. Sjá síðu 6 ÁKÆRÐUR FYRIR LÍKAMSÁRÁSIR Maður hefur verið ákærður fyrir þrjár líkamsárásir á tveimur dögum, þar af eina sérstaklega hættulega. Maðurinn var á reynslulausn þegar hann framdi árásirnar. Sjá síðu 10 1 1 . J Ú N Í T I L 1 7 . J Ú N Í 2 0 0 4birta vikulegt tímarit um fólkið í landinu NR. 23 . 2004 Sjónvarpsdagskrá næstu7daga Í hárinu á Jóa og Góa Keisaraskurðum fjölgar ört Nýstúdentar spá í spilin Þorvaldur Þorsteinsson opnar sýningu Nú styttist í 17. júní ▲Fylgir Fréttablaðinu dag birta ● alls konar lykt ● fjölgun keisaraskurða 36%50% Kvikmyndir 30 Tónlist 24 Leikhús 24 Myndlist 24 Íþróttir 26 Sjónvarp 32 Bryndís Ásmundsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Tók sófann í andlitslyftingu ● matur ● tíska ● heimili Kristinn T. Haraldsson: ▲ SÍÐA 22 Gamli rótarinn enn táningur ● 50 ára í dag JERÚSALEM, AP Ísraelsstjórn mun greiða þeim landtökumönnum sem flytja sjálfviljugir frá Gaza bætur frá og með ágústmánuði. Þeir landnemar sem verða ekki horfnir á braut ári síð- ar verða reknir burt með valdi sam- kvæmt tímaáætlun sem hefur verið lögð fram um brotthvarf Ísraela frá landnemabyggðum á Gaza. Birting tímaáætlunarinnar gefur til kynna að Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, ætli ekki að láta neitt koma í veg fyrir að landtöku- byggðirnar á Gaza verði lagðar niður, og það fljótt. Binyamin Netanyahu fjármála- ráðherra sagði ekki endanlega ákveðið hversu háar bætur þeir landtökumenn fengju sem hverfa á braut áður en lokafrestur til þess rennur út 14. ágúst á næsta ári. Ekki hefur heldur verið ákveðið hvar þeim verður komið fyrir. Palestínumenn hafa tekið áætl- uninni um brotthvarf með miklum fyrirvara og telja hana aðeins hugs- aða til þess að tryggja stöðu Ísraela á Vesturbakkanum. Forystumenn Trúarlega þjóðar- flokksins, sem situr í Ísraelsstjórn og er alfarið á móti því að gefa land- tökubyggðir eftir, þykja eftir þetta líklegri en áður til að segja sig úr stjórninni. „Þetta er mjög alvarlegt og gengur þvert á það sem var sam- þykkt,“ sagði Nissan Slomiansky, þingmaður flokksins, og vísaði til samþykktar stjórnarinnar frá því um síðustu helgi. ■ VÍSITALA NEYSLUVERÐS „Þetta er mik- ið áhyggjuefni, ekki síst vegna þess að menn voru nýbúnir að gera hér kjarasamninga þar sem þeir stilltu kröfum sínum í hóf til að tryggja svokallaðan stöðug- leika,“ segir Aðalsteinn Baldurs- son, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3,9 prósent síðast- liðna tólf mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Ís- lands. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2 prósent, sem jafngildir níu prósenta verð- bólgu á ársgrundvelli. „Ég lít þessa þróun alvarlegum augum og ef hún heldur svona áfram erum við í vondum mál- um,“ segir Aðalsteinn, sem telur forsendur kjarasamninga í hættu þar sem verðbólga sé langt um- fram þau mörk sem sett hafi ver- ið. Áhrifin verði þó metin yfir lengra tímabil. „Þetta er stór- alvarlegt mál og kallar á aðhald í ríkisfjármálunum,“ segir Aðal- steinn. „Við höfum áhyggjur af verð- lagsþróuninni, ekki síst vegna kjarasamninga,“ segir Ingunn Þorsteinsdóttir, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. „Grunn- forsenda kjarasamninga er að verðlagsþróun verði í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans, sem er 2,5 prósent. Við höfum því áhyggjur af að forsendur kjara- samninga muni bresta ef verð- lagsþróun verður áfram með sama hætti.“ Ingunn segir líklegt að Seðla- bankinn muni halda áfram að hækka stýrivexti. „Þá er ekki síður mikilvægt að ríkisvaldið grípi til aðhaldssamra aðgerða í ríkisfjármálunum þannig að meginþungi aðgerðanna liggi ekki á Seðlabankanum.“ Að sögn Ingunnar mun ASÍ fylgjast náið með þróun verð- lags á næstu mánuðum. „Verð- lagsþróunin fer eftir því hvern- ig viðbrögðin verða í hag- kerfinu og hvort verðlags- þróunin gengur að einhverju leyti til baka.“ helgat@frettabladid.is Tímaáætlun lögð fram um brotthvarf Ísraela frá Gaza: Allir á brott innan fimmtán mánaða Forsendur kjara- samninga í hættu Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur telur forsendur kjarasamninga í hættu þar sem verðbólga sé langt umfram þau mörk sem sett hafi verið. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3,9 prósent síðastliðna tólf mánuði og jafngildir hækkunin undanfarna þrjá mánuði níu prósenta verðbólgu á ársgrundvelli. Féll úr parísarhjóli: Bjargað af djöflinum STOKKHÓLMUR, AP Starfsmaður sirkuss, í gervi djöfulsins, kom sænskum dreng til bjargar eftir að sá síðarnefndi féll út úr einu leiktækjanna. Drengurinn greip í leiktækið og hékk í því, tíu metra uppi í lofti. Ben-Hur Pereira, sem leikur djöfulinn í draugahúsi sirkuss- ins, kom auga á drenginn þar sem hann hékk ósjálfbjarga í tækinu. Pereira, sem einnig er loftfimleikamaður, prílaði því upp leiktækið og kom piltinum til hjálpar með því að ýta honum aftur inn í tækið. Tækið hefur verið notað í sirkusnum í 30 ár án þess að slys hafi orðið fyrr en nú. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Í hárinu á Jóa og Góa Deilur í sameign: Múraður úti DÓMSMÁL Íbúar fjögurra íbúða fjölbýlishúss við Spítalastíg hafa fengið dómsúrskurð Hér- aðsdóms Reykjavíkur vegna áralangra deilna um eignaraðlid á forstofu. Árið 1994 keypti stefnandi íbúð í húsinu með leyfi til að færa vegg í forstofunni um hálf- an metra og stúka svæði íbúðar- innar af. Það gerði hann og vildu aðrir íbúar ekki við það una þar sem ekkert í kaupsamningum þeirra kvað á um leyfið. Íbúar sem samnýttu for- stofuna ákváðu að taka málin í sínar hendur. Tóku þeir niður vegginn og reistu nýjan án dyra og skiptu um læsingar svo stefn- andi komst ekki inn í íbúðina um forstofu hússins. Þeim er nú gert að taka niður vegginn og stefnandi má reisa gamla vegg- inn aftur. ■ PALESTÍNSK BÖRN Fjölmörg börn þrömmuðu til stuðnings Yassers Arafat, forseta Palestínu. MINNTUST FALLINNA FÉLAGA Sniglarnir héldu minningarvöku vegna fallinna félaga í Kúagerði á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Auk þess að minnast látinna félaga segir Pétur Ásgeirsson, talsmaður Sniglanna, að minningarvakan eigi að fá fólk til að hugsa um afleiðingar þess að aka of hratt. Tveir bifhjólamenn hafa látist í slysum það sem af er árinu og 24 slasast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.