Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 17
Þjóðaratkvæða- greiðslan í maí 1944 var því haldin án formlegra skilyrða um kjörsókn eða meirihluta, á sama hátt og atkvæðagreiðslan um sambandslögin 1918. Því hefur verið haldið fram, nú síðast í Viðskiptablaðinu, að lýð- veldisatkvæðagreiðslan vorið 1944 hafi farið fram með skil- yrðum um 75% kjörsókn. Þetta er rangt. Atkvæðagreiðslan, sem var bindandi, fór fram án skilyrða um kjörsókn. Aðeins var krafist ein- falds meirihluta þeirra sem kusu. Sem kunnugt er svaraði þjóðin þá játandi merkilegustu spurningu 20. aldar á Íslandi: Átti að slíta tengslin við Danmörku og stofna Lýðveldið Ísland? Misskilningurinn sprettur sjálfsagt af því að í samningunum um fullveldið 1918 tókst Dönum að ná því inn að ekki væri hægt að segja upp samningnum nema með samþykki minnst 3/4 kjósenda í atkvæðagreiðslu þar sem minnst 3/4 atkvæðisbærra manna neyttu atkvæðisréttarins. Í ársbyrjun 1944 var hinsvegar ákveðið með ýmsum rökum að atkvæðagreiðsl- an yrði óháð þessum uppsagnar- ákvæðum. Lögskilnaðarmenn svo- kallaðir vildu virða ákvæðin en mikill meirihluti stóð á móti á þingi. Stjórnmálaflokkarnir bund- ust að lokum samtökum um að stuðla að sem allra mestri þátt- töku, meðal annars til að ekki yrðu bornar brigður á hana í ljósi þessara ákvæða sambandslag- anna, og til samkomulags var ákveðið að láta þessi ákvæði „liggja milli hluta“. Í ályktun þingsins er ekkert á skilyrði minnst. Þetta má allt sjá í Alþing- istíðindum frá 1944 (þingskjal 246, sjá einnig þskj. 70; umræður 14. og 18.– 20. janúar). Þjóðaratkvæðagreiðslan í maí 1944 var því haldin án formlegra skilyrða um kjörsókn eða meiri- hluta, á sama hátt og atkvæða- greiðslan um sambandslögin 1918. Það á raunar við um allar þjóðaratkvæðagreiðslurnar fimm sem fram hafa farið á Íslandi síð- an 1908. ■ 17FÖSTUDAGUR 11. júní 2004 Leyfum þeim að spreyta sig Það væri kannski sniðugast að leyfa þessari blessuðu ríkisstjórn að reka eins og eina sjónvarpsstöð í smá tíma. Þeir myndu kannski sjá að það er ekki sér- lega góður business að reka fjölmiðil í 300 þúsund manna samfélagi þegar yfirvaldið ætlar að banna sterkustu aðil- unum að reka fjölmiðil. Af tveim kostum myndi ég frekar sjá fjölmiðla sem reknir eru af efnamönnum en fjölmiðla sem sífellt eru á hausnum. Þess vegna held ég að ríkistjórnin dragi málið til baka og reyni að einbeita sér að lögum um gegnsæi og ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla eins og nokkrir þingmenn Samfylkingar lögðu til í þingsályktunar- tillögu á nýafstöðnu þingi. Reynir Örn Jóhannsson á politik.is Hvers vegna þessi lög? Lög um eignarhald á fjölmiðlum eru svo sannarlega ekki fyrstu lögin þar sem þjóðin hefur óskað þess að hafa vald til þess að velja eða hafna lögum sem Al- þingi hefur samþykkt. Af nýlegum lög- um ber þar helst að nefna lög um virkj- un Kárahnjúka, öryrkjalögin að ekki sé minnst á lög sem tengjast sjávarútvegi og vekja ætíð hörð viðbrögð. Hvers vegna forsetinn ákvað að staðfesta þessi lög, en ekki lög um eignarhald á fjölmiðlum er í raun óskiljanlegt. Fjöl- miðlalögin eru í raun og veru ekki stór- kostlegt hagsmunamál fyrir fólkið í landinu, eins og öryrkjalögin sem snerta lífskjör þúsunda Íslendinga. For- sendur forsetans eru í raun ekki neinar aðrar en þær að málið sé umdeilt og að gjá sé á milli þings og þjóðar. Hversu oft hefur það gerst að umdeilt mál sé til meðferðar á Alþingi og mikil andstaða kemur fram hjá almenningi? Það gerist oft á hverju einasta þingi. Margrét Rós Ingólfsdóttir á tikin.is Félagsauður Fyrir skemmstu var haldin í Reykjavík áhugaverð ráðstefna um það sem kallað hefur verið félagsauður, eða Social Capi- tal. Hugtakið félagsauður er víða um lönd tekið í vaxandi mæli inn í stefnu- mörkun stjórnvalda og rannsóknir fræði- manna. Það er skilgreint sem verðmæti og áhrif þeirra félagstengsla sem ein- staklingar mynda í fjölskyldum, vinahóp- um, vinnustöðum, félagasamtökum o.s.frv. Verðmæti eða auður vegna þeirra margvíslegu jákvæðu áhrifa sem það getur haft á velsæld og hagsæld einstak- linga sem samfélaga. Stjórnvöld eru í vaxandi mæli að gera sér grein fyrir þýð- ingu þess starfs sem unnið er á vegum frjálsra félagasamtaka, sem oftar en ekki fer fram í kyrrþey, en sem engu að síður er afar verðmætaskapandi fyrir þjóðfé- lagið – einnig á sviði umhverfis- og nátt- úruverndarmála. Árni Þór Sigurðsson á vg.is/postur AF NETINU MÖRÐUR ÁRNASON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLAN ,, G O T T F Ó LK M cC A N N · S ÍA · 2 6 5 4 4 STOFNFUNDUR LÝÐVELDISINS Engin skilyrði voru sett um þátttöku í lýðveldiskosningunum 1944. Ekki 75%-skilyrði 1944 Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.